Vikan


Vikan - 26.08.1971, Side 37

Vikan - 26.08.1971, Side 37
notaðar. Fyrir nokkrum árum keyrði Filippseyingur afbrotinn flöskustút í höfuðið á dönskum sjómanni af þvílíku afli, að heilinn lá úti. Stúlkurnar eru sjómönnun- um nokkur trygging gegn þess- um illvíga óaldarlýð. Þær eru mjög af sér gengnar, neyta eit- urlyfja og drekka eins og svampar, en svíkja sjaldan sjó- mann sem býður þeim upp á veitingar og er góðin- við þær. Hóteleigendur í Manila eru blöðunum gramir fyrir hve þau birta mikið um glæpaölduna, og telja að það hafi átt mestan þátt í að fæla túrista frá eyj- unum. Þeir fullyrð.a að Man- ila sé hreint ekki svo hættu- leg borg fyrir erlenda ferða- menn; bófarnir ræni einkum ríka landa sína. Þeir viti að lögreglan reyni frekar að hand- sama þá, ef útlendingur hefur orðið fyrir barðinu á þeim. En ekki eru hóteleigendurnir ör- uggari um sig en svo, að þeir hafa varðmenn vopnaða vél- byssum stöðugt standandi við aðaldjrrnar hjá sér. ☆ ROSE KENNEDY Framhald aj bls. 17. dómur. Aðeins örfáum tókst að höndla hamingjuna. Patrick Kennedy lézt úr kóleru þrjá- tíu og fimm ára gamall. Hann var líkamlega þrotinn að kröft- um eftir stöðuga erfiðisvinnu og lézt jafn blásnauður og hann var, þegar hann fór frá írlandi tíu árum áður. Hins vegar tókst syni hans, Patrick Joseph, að rétta úr kútnum og komast í álnir. Thomas Fitzgerald, afa Rose, varð aftur á móti vel ágengt í nýja landinu. Hann átti ofurlitla verzlun, þegar sonur hans fæddist. Sá var því munurinn á aðstöðu feðra Rose og Josephs Kennedy, að John Fitzgerald var sæmilega stæð- ur, en Patrick Joseph hins veg- ar blásnauður, þegar þeir hófu baráttu sína fyrir auði og völd- um. Faðir Rose, John Fitzgerald, var fæddur 11. febrúar 1863 í Boston í fjögurra hæða húsi úr rauðum. múrsteini, þar sem átta fjölskyldur bjuggu. Bost- on skiptist á þessum tíma í tvo hluta, sem voru jafn ólíkir og dagur og nótt. Annars vegar voru hinar gömlu og ríku fjöl- skyldur, sem upprunalega voru enskar. Þær bjuggu við alls- nægtir i glæsilegum einbýlis- húsum og höfðu þjónustufólk TlMALKNGD dAnarbætuk ÖRORKUBÆTUR DAGPENINGAR A V'IKU IÐGJALD 14 dapar 500.000.— •>.500,— 271,— 17 dauar 500.000.— 2.500.— 293.— 1 niániiður 500.000,— 2Æ00,— 399 — OO Hvort sem þér farið langt eða skammt — og: hvert sem þér farið, til Spánar eða Sigluf jarðar, Bandarikjanna eða BUdudals, þá er ferðaslysatrygging SJÓVÁ nauðsyn. Ferðaslysatrygging SJÓVÁ greiðir bætur við dauða af slysförum, vegna varanlegrar örorku og vikulegar bætur, þegar hinn tryggði verður óvinnufær vegna slyss. Ennfremur er hægt að fá viðbótartryggingu, svo að sjúkrahúskostnaður vegna veikinda eða slysa, sem sjúkrasamlag greiðir EKKI, er innifalin í tryggingunni Ferðaslysatrygging SJÓVÁ er nauðsynleg, ódýr og sjálfsögð öryggisráðstöfun allra ferðamanna. Ferðaslysatrygging SJÓVÁ er tryggur förunautur. Dæmi um iðgjöld af ferðaslysatryggingum SJÓVÁ: (Söluskattur og stimpilgjöld innifalin). 34. TBL. VIKAN 37

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.