Vikan


Vikan - 26.08.1971, Side 48

Vikan - 26.08.1971, Side 48
fimm manna áhöfn. Klefarnir eru þiljaðir með eik, og þar er salur, sem Salvador Dali skreytti fyrir einar litlar tutt- ugu og fimm milljónir króna. Og Níarkos er að því leyti ó- líkur öðrum auðmönnum að í siglingum flatmagar hann ekki sjálfur á þiljunum eins og hver annar ónytjungur, heldur er hann í eigin persónu skipstjóri á sinni skútu. Og fáir kunna betur en hann að aka seglum eftir vindi — einnig á sjó. Snekkja Níarkosar og hús hans sýna að hann er enginn venjulegur smekklaus peninga- þurs og bruðlari. Hann hefur fagurfræðilegan smekk í bezta lagi. Hann hefur keypt málverk fyrir hálfan fjórða milljarð króna, en það er út af fyrir sig ekkert sérstakt; margur tex- anskur olíudólgurinn hefur ausið út öðru eins fyrir lista- verk. En meðal málverkanna í eigu Níarkosar eru sum þau beztu eftir E1 Greco, Renoir, van Gogh . Húsgögnin í híbýlum Níar- kosar eru slíkt afbragð að glæsi- leik og sjaldgæfni, að forráða- menn safna eru þegar farnir að leggja drög að því að eignast þau eftir lát núverandi eiganda. Þá er hann alveg einstakur smekkmaður á silfurmuni. Af þeim á hann safn, sem metið er á fjögur hundruð og fimm- tíu milljónir króna. Safn þetta er svo einstætt, að ákveðið hef- ur verið að koma því fyrir í Louvre að Níarkosi látnum. Á því leikur ekki vafi að auðæfin ein hefðu ekki dugað til að eignast slík dýrindi. Það gat aðeins smekkmaður, mað- ur sem lét sér verulega annt um fallega hluti. Og það verð- ur ekki af Níarkosi skafið. Vitaskuld er menningin þó aðeins tómstundagaman skipa- kóngsins. Megináhugamál hans hefur auðvitað alltaf verið tankskipafloti hans, sem telur áttatíu skip og er alls hálfa þriðju milljón smálesta að stærð — helmingi stærri en allur stríðsfloti Stórabretlands. Eftir alla þesa upptalningu ætti engum á óvart að koma, þótt það sýndi sig að Níarkos væri kvensæll í betra lagi. Dor- is Lilly, rithöfundur og vinkona skipakóngsins, fullyrðir að ef nöfn allra ástkvenna hans yrðu skrifuð í eina bók, þá yrði sá doðrantur álíka þykkur og Stríð og friður Tolstojs. Sem elskhugi er Níarkos tilfinninga- samur, mjög rómantískur og óskaplega afbrýðissamur, er einnig haft eftir Doris þessari, sem sjálfsagt þekkir það af eig- in reynd. En sambönd hans við konur verða alltaf endaslepp. En þau eru á meðan þau eru. Níarkos gerir allar sínar stúlk- ur að hefðarfrúm. Og hann leggur mikið upp úr því að ævintýri hans endi vel. Endi eitthvert ástargamanið ó- lukkulega, á hann til að gráta fögrum tárum við barm ein- hvers vinarins. Fyrstu eiginkonu sinni kvænt- ist Stavros Níarkos 1930, en það hjónaband entist í tæpt ár. Konan, Helena Sporídes, var mjög fögur og tigin. Faðir henn- ar var aðmíráll, en enginn stór- efnamaður. Níarkos var þá aðeins tuttugu og eins árs og metorðalaus starfsmaður hjá fyrirtæki eins frænda síns, sem rak korn- myllur. Faðir hans hafði orðið gjaldþrota. Níarkos ungi var allra manna fríðastur sýnum, gríðarlega metnaðargjarn og þá þegar gefinn fyrir að skemmta sér dýrt. Hann hefði auðveld- lega getað kvænst inn í ríka fjölskyldu. Hann valdi engu að síður heldur efnalitla stúlku, og það var einkennandi fyrir hann. Það stafar þó áreiðan- lega ekki af eðallyndi, heldur miklu fremur hinu, að þá þeg- ar hafði Níarkos vanið sig á að taka til sín það, sem hann girntist. Það gerði hann með hroka og sjálfsvissu þess manns, sem er sannfærður um að hann verði bráðum þess umkominn að borga reikninga sína, þótt vasarnir séu tómir í bráðina. Um þessar mundir lifði Níar- kos á lánum og snöpum. Hitt er ekki síður einkenn- andi fyrir Níarkos að hann missti allan áhuga fyrir Helenu Sporídes jafnskjótt og hún var orðin hans. Hann hafði þá þeg- ar tekið upp þann sið, að láta lögfræðinga sína um að ryðja frá sér því, sem hann hafði ekki lengur áhuga á. Fyrsti skilnaðurinn hans gekk óskapa- laust fyrir sig. Síðan hefur hann ótal sinnum fengið þá lögfræðinga í fremstu röð, sem honum þjóna og hafa þjónað, til að fjarlægja á áferðarsnotr- an hátt úr nálægð hans þær manneskjur, sem honum hafa leiðzt. Og enn segja þeir, sem fyrir engan mun vilja trúa morði á Níarkos: Mundi slíkur maður myrða persónu, sem far- in væri að fara í taugarnar á honum? Vorið 1940 kvæntist Níarkos öðru sinni. f þetta sinn hét brúðurin Melpómena Alex- andrópúlos, stórfögur eins og hin fyrri og aðeins tvítug að aldri. Faðir hennar, fyrrum þekktur grískur útgerðarmaður, hafði misst eigur sínar í heims- styrjöldinni fyrri. Önnur kona Níarkosar var sem sagt ekki heldur rík. Níarkos var þá þrjátíu og eins árs að aldri og átti ekkert nema skuldir. Þrátt fyrir það sá hann ekki ástæðu til að kvænast til fjár. Önnur heims- styrjöldin kom honum í stað ríkrar brúðar. Hann sló lán hvar sem hann gat og keypti eldgömul og fú- in flutningaskip fyrir gjafverð. Þessa manndrápsdalla tryggði hann síðan fyrir margfalt verð- gildi þeirra. Þvínæst lét hann skipstjóra sína sigla á þær slóð- ir, sem helzt var von á kaf- bátum og sprengjuflugvélum. Þetta gekk ágætlega. Fyrsta skip hans, Meleas, var skotið í kaf í höfn Antwerpen. Níar- kos hafði keypt dallinn fyrir 5.800.000 krónur, en nú fékk hann út úr tryggingunum nærri hundrað milljónir króna. Þann- ig komst hann loks í tölu auð- kýfinga. Þetta gróðabragð hélt hann áfram að leika stríðið á enda — að sjálfsögðu án þess að gera sér minnstu rellu út af sjómönnunum, sem fórust eða limlestust í árásunum á skip hans. Svo sem vænta mátti af sönnum afhafnamanni lét hann gróðann ganga fyrir, og 1945 átti hann nærri fjögur hundr- uð milljónir króna. Þau Stavros og Melpómena höfðu þegar hér var komið sögu tekið sér bólfestu í New York og bjuggu í landssetri í lénsaldarstíl úti á Long Island. Þar héldu þau svo dýrlegar veizlur, og þær eru enn í minn- um hafðar. Níarkos varð fræg- ur fyrir að vera höfðinglegur og glæsilegur gestgjafi, og einn- ig fyrir það prjála í samkvæm- unum með fjölmargar stríðs- orður grískar, þótt allir vissu að hann hafði ekki fengið þæi fyrir neinar hetjudáðir, nema síður væri. í þessu virðist því smekkvísin, sem Níarkosi er svo oftlega hælt fyrir, hafa brugðist honum, og gæti hafa gerst oftar. Bandaríska hástéttarfólkið sýndi ástaræfintýrum Níarkos- ar öllu meiri skilning, en um þessar mundir var hann far- inn að safna ástkonum eins og frímerkjum. Sú þekktasta um þessar mundir var ljósmynda- fjrrirsæta sem nefndist Selene Mahri. Níarkos hefur aldrei haft orð fyrir að vera grútur, þeg- ar vinkonur hans hafa átt í hlut. Hann gaf Selene óvenju- fallegan lúxusbíl, hús í New York, annað hús uppi í sveit, dýrindis gimsteina og tvo franska loðhunda. Hann fór ó- feiminn ásamt henni á beztu veitingahús í New York, í beztu verzlanirnar og á list- sýningar. Melpómena Níarkos reyndi að bæta sér upp fjarvistir manns síns með vaxandi félags- skap við framúrstefnulista- menn og heimspekinga. Að sjálfsögðu þoldi Níarkos það ekki, og eftir nokkra storma- sama mánuði skildu þau. En að skilnaðinum loknum urðu þau aftur vinir. Sennilega hefði skilnaðurinn gengið alveg rifrildislaust fyr- ir sig ef Níarkos hefði ekki verið í óvenju miklu uppnámi af öðrum orsökum. Eftir stríð- ið falbauð bandaríska stjórnin sem sé svokölluð Liberty- flutningaskip, sem mikið höfðu verið brúkuð til herflutninga á stríðsárunum, á mjög lágu verði — en aðeins bandarísk- um ríkisborgurum. Níarkos og Ónassis, báðir Grikkir, veðr- uðu þarna stæka peningalykt. Ónassis stóð hér betur að vígi, þar eð hann var þá miklu rík- ari en landi hans. Báðir notuðu þeir sama einfalda bragðið til að kaupa skipin á lága verðinu: þeir stofnuðu sýndarfirmu, sem skráð voru í Bandaríkjunum. Níarkos vildi í engu standa Ónassis að baki og tók hrika- há lán til að geta keypt skip engu síður en hann. Margt er enn óupplýst í sambandi við þau viðskipti. Víst er hitt að hann græddi hálfan þriðja milljarð króna á viðskiptun- um með Liberty-skipin. Þegar talað var um stórútvegsmenn í New York, voru þrjú nöfn ævinlega nefnd fyrst, öll grísk: Lívanos, Ónassis og Níarkos. Ekki leið á löngu áður en 48 VIKAN 34. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.