Vikan


Vikan - 02.12.1971, Side 46

Vikan - 02.12.1971, Side 46
Fyndist þér að konan þín tæki sér elskhuga? Hvað er Iangt síðan, að þú tjáðir henni ást þína? Hvenær leiztu á hana, — almennilega? Þú manst það ekki? Þú ættir að skammast þín; 1 dag, þegar ungar eiginkonur eyða meiri tíma og peningum fyrir útlit sitt, fá þær oftast vafasama gullhamra að launum. INNOXA Living peach er gert fyrir konur, sem þurfa helzt aldrei að segja til um aldur sinri. Hrífandi konur, sem gera sér far um að halda athygli eiginmanna sinna — og allra hinna sem kunna að riietá fallegt útlit vel snyrtrar konu. INNOXA Eykur yndisþokkann. JÖLAGJÖFIN HENNAR MÚMMU Framhald af bls. 14. svuntan þarna í norðrinu kunni ekki að hrista úr sér bráðum einhvern ósóma, sem sé ofurefli þinna sjómanna, Gunnu-tetur.“ Drengjunum þótti það nú hálfhart, að hann skyldu kalla hana mömmu þeirra rýju, skinn, hræ og tetur, en hann talaði svipað þessu við alla, kallaði sjálfan oddvitann garm- inn sinn til að mynda, — og oftast reyndist óhætt að'treysta því, sem hann sagði um veðrið. í gær höfðu þeir gengið fram hjá honum, þar sem hann stóð úti undir vegg á húsinu sínu og studdist fram á stafinn. Og Þor- kell litli hafði spurt hann ósköp blátt áfram: „Hvernig lízt þér á veðrið núna, Jakob minn?“ Hann hafði skimað, nusað og sogað að sér loftið, sleppt ann- arri hendinni af stafnum og klórað sér í skegginu með gild- um og liðamiklum fingrum: „Tja, tjú, jú,“ sagði hann svo. „Held veðrinu væri nú treyst- andi, hræin mín. Þetta er norð- an stilla. Væri svo sem farandi núna út í Höfðadjúpið, geyin, er ekki nema frílega 20 mín- útna róður á tvær árar hérna úr voginum í blessuðu logninu og lágdeyðunni. Þar fékk ég nú einu sinni á færið mitt daginn fyrir Þorláksmessu fullan bát, fleytifullan, hræ-skörnin, af fallegum fiski, en nú hefur þar ekki í fjöldamörgár veriðnokk- urt kvikindi að fá, sjá fyrir því togaradjöflarnir og dragnóta- skarkararnir. Það væri heldur ekki gerandi, tetrin mín, að sleppa drengpeðum út á fjörð í háskammdeginu, þó að veðrið sé einsýnt og frostið ekki nema eitt eða tvö stig. Æi, nei, nei, garmskinnin mín.“ Svo höfðu drengirnir hlustað á veðurspá útvarpsins, og henni hafði borið saman við spádóm gamla mannsins. Og nú stóðu þeir þarna búnir til sjóferðar, tóku upp úr pokanum tvö færi og nokkrar frystar síldar, sem þeir höfðu fengið í gær hjá ís- hússtjóranum. Þeir höfðu sagt honum, að þá langaði til að láta mömmu steikja síldarnar, væri gaman að vita, hvort þær væru ætar, eftir að hafa legið í ís- húsinu síðan í sumar. Drengirnir létu árarnar, síld- arnar, færin og hlífðarsvunt- urnar í bátinn, og síðan leystu þeir hann, tóku undan honum skorðurnar og lögðu aftur und- 46 VIKAN 48. TBL
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.