Vikan


Vikan - 02.12.1971, Side 38

Vikan - 02.12.1971, Side 38
Hinrik Bjarnason, framkvæmdastjóri Æskulýðsráðs Reykjavíkur Fyrir nokkrum árum var kastað fram þeirri spurningu vestanhafs, hvort Guð væri dauður, og um heim allan veltu góð- ir menn því fyrir sér. Miðlægast í þeirri umræðu var sú skoðun, að nú væri heims- sýn mannsins svo víð, þekking hans slík og rökhyggjan svo staðföst, að trú og um- ræða um jafn vandsannanleg fyrirbæri og almættið væri tímasóun og ekki í sam- ræmi við raunsæja lífssýn tuttugustu ald- ar manna. Um líkt leyti komu fram hópa- myndanir, skoðanir og baráttuaðferðir gegn ófriði og manndrápum, sem á ýmsan hátt voru í öðrum skorðum en áður hafði verið. Samhliða magnaðist félagsleg óþol- inmæði undirgjafarhópa, sem beðið hafa eftir langþráðum og iðulega sjálfsögðum mannréttindum í öllum heimshlutum. Við þetta bætist svo, að á síðustu árum er manninum að verða ljóst, hvers konar hætta hann er sjálfum sér, með ægilegri meðferð sinni á umhverfi og auðlindum. Frammi fyrir þessum háska, hreinum styrjöldum þjóða í milli, innbyrðis ófriði af öllu tagi, aukinni eitrun og útrýmingu lífsmáttar á jörð okkar, á mannskepnan ekki margra kosta völ. Ef undan er skilin misjafnlega merk barátta stjórnmála- manna, virðist svo sem nú séu tímamót að því leyti, að hinn vestræni maður, sér- staklega æskumaðurinn, sé að gera það upp við sig, hvort hann eigi að bíða fyrir- sjáanlegra Ragnaraka í stórkostlegri Jörfa- gleði, firrtur tómleikakennd og tilgangs- leysi með öllum þeim meðölum, sem hann kemst yfir til sljóvgunar eða ímyndaðrar upphafningar, eða hvort hann á að standa upp og berjast, berjast gegn áframhald- andi manndrápum, mengun, þjóðfélags- legu óréttlæti og huglægri spillingu. Það virðist svo sem hreyfingar til hins síðarnefnda séu furðu sterkar. Sem betur fer hafa risið upp úr ólgandi óróafylking- um vestrænna æskumanna hópar, sem taka sér til fordæmis frumþjóna kristninnar. Ef til vill er slíkt túlkun á því, hver við- brögðin verða þegar fólki blöskrar nógu rækilega sitt umhverfi. Það er varla hægt annað en vera slíkum breytingum hollur. Við sungum í æsku: Berum hjálm og belti Tesú, brynju, skjöld og sverð, og eins og Framhald á bls. 8. Haukur Ingibergsson, B.A. „ Jesúbyltingin" er að mínum dómi hreint misnefni á þeirri trúarvakningu, sem nú geysar meðal ungs fólks, aðallega í Bandaríkjunum. Hvað á skylt við kristna trú öll sú dýrkun djöfulsins og heiðinna skurðgoða að hlekkja fólk við altari, pína það til dauðs og úthella síðan hræinu meðal viðstaddra (þótt slíkt mannakjöts- át tíðkist enn í íslenzku Þjóðkirkjunni í formi altarisgöngu) ? Vafalaust er töluverður hópur þessa fólks í leit að sannri trú, en allt of margir virðast vera annaðhvort á stefnulausum flótta undan raunveruleika daglegs lífs, eða eiturlyfjaneytendur, sem reyna að skýra eiturlyfjaofsóknar sínar sem guð- leg kraftaverk og vitranir, fyrir utan þann Framhald á bls. 8. Sr. Þórir Stephensen, formaður æskulýðsnefndar kirkjunnar Það er erfitt að svara þessari spurningu. Bandaríkjamenn hafa sjálfir ekki áttað sig á þessari hreyfingu ennþá. Hippar og eiturlyfjaneytendur hafa loksins fundið, að lífsleit þeirra var eftir- sókn eftir vindi. Það, sem gefur lífinu gildi, skapar raunverulega kjölfestu þess, er trúin á Jesúm Krist. Og vakningin, sem þessi uppgötvun hefur skapað, hefur óumdeilanlega bylt lífi þessa fólks og fjölda annarra ungmenna víðs vegar um Bandaríkin. Hitt er svo áhyggjuefni margra, að vakningin ber býsna glögg einkenni fyrra lífsstíls þessa fólks. Hún er frumstæð og öfgakennd. Hún er mjög bókstafsbundin Framhald á bls. 8. Kolbeinn Pálsson, fram- kvæmdastjóri Tónabæjar Ég fagna því sannarlega að ungt fólk skuli taka sér Jesúm og kenningar hans til fyrirmyndar og ef við getum kallað þessa hreyfingu „byltingu" — og takist sú bylting til fullnustu — hefur án efa eng- in bylting, síðan Kristur boðaði sína eig- in fyrir nær 2000 árum, haft slík áhrif á hinn vestræna heim. Þetta segi ég, þótt ég geri mér grein fyrir því að það sem ég kalla nú byltingu, er það sem við þykj- umst trúa á, því ég álít að það séu svo margar af grundvallarkenningum Jesú og um leið trúnni, að engu hafðar í daglegu lífi, hvort heldur er af ungum eða öldn- um. Öruggt er þó, að engum treysti ég betur til að framkvæma byltinguna en ungu fólki, ef það tekur höndum saman. Valdimar Sæmundsson, flugvirki Þarna er á ferðinni ungt fólk, sem berst af einlægni gegn falsi og svikum í þjóð- félagi sínu; gegn hugmyndinni um að stríð geti tryggt frið; gegn því að rétt sé að auðgast á svindli og prettum; gegn því að rétt sé að við fitnum á hungri van- þróuðu landanna. Þessu fólki finnst kirkj- an hafa staðnað og að hún dragi stund- um taum þeirra óyndismanna, sem stofna til ófriðar og svika. Það prédikar réttlæti, frið og bræðralag eins og kirkjan gerir en ýmislegt annað í prédikunum þeirra og atferli bendir stundum til þess, að það tilbiðji ekki alltaf þann sama Jesúm Krist og ég geri. Ég er viss um að þetta fólk gerir þetta í einlægni en ég er hræddur um að „byltingin" missi fljótt vindinn úr seglunum. ;)8 VIKAN 48. TBL
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.