Vikan - 02.12.1971, Side 60
KriihÉSQMi
Hverfisgötu 82
Sími 21175
Nýjar gerðir af
skrifborSsstólum
FramleiSandi:
StáliSjan, Kópavogi
fyrir hér áður fyrrum — næst-
um í fyrndinni — einmitt í
svona tíð, norðangarra, að fisk-
ur hlypi á jólaföstunni í fjörð-
inn og stanzaði í Höfðadjúpinu.
Því var ekki að neita.
Móðirin stóð fremst á bryggj-
unni, en hún horfði ekki á fisk-
inn, en skimaði um þiljurnar á
vélbátnum. Kona ýtti við henni
og sagði:
„Hvað er þetta, Guðrún mín,
— ertu ekki glöð? Sérðu ekki,
manneskja, fiskinn í bátnum?
Hann er barasta hlaðinn, bát-
urinn ykkar.“
„En hvar ... hvar eru dreng-
irnir mínir?“ sagði móðirin, og
það var grátstafur í röddinni.
„Þeir eru auðvitað niðri í
lúkara — eru að láta sér hlýna.
Og sú björg, sú jólabjörg,
manneskja! Þetta er uppi á
fleiri hundruð krónur, og nú
fáum við öll björgí sem um
ætti að muna, því að líklega
hundast þeir til að fara að róa,
karlmannsnefnurnar hérna á
Eyrinni, úr því að drengirnir
þínir geta sótt hlaðafla út í
Höfðadjúpið ... Og þarna koma
þeir nú upp, sko, sérðu!“
Drengirnir voru svo þreyttir
og stirðir, að það varð að hjálpa
þeim upp á bryggjuna og leiða
þá heim. En daginn eftir voru
þeir hressir, aðeins ofurlítið
slæptir og með harðsperrur í
handleggjum og fótum. Fiskur-
inn seldist fyrir á fjórða hundr-
að krónur. Þó að hver bátskel
hefði róið um morguninn út í
Höfðadjúp, vildu flestir fá sér í
soðið af afla drengjanna.
Um nónbil kom Jakob gamli
rakleitt inn í eldhús til Guð-
rúnar, nágrannakonu sinnar,
þar sem hún og drengirnir sátu
að kaffi og lummum. Hann
hafði pinkil undir hendinni. Það
sýndi sig, að í pinklinum var
gamall áttaviti.
„Keli og Baddi, geyin mín!“
sagði gamli maðurinn, skákaði
áttavitanum á eldhúsborðið og
klóraði sér í skegginu. „Hérna,
— þetta eigið þið að eiga frá
Jakobi gamla. Hann fylgdi mér
lengi á sjónum, sá arna, og er
eitt af þessum fáu apparötum,
sem oftast er hægt upp á að
stóla — með gætni þó. En það
dugir hvorki, hræin mín, dugn-
aður né framtak, nema maður
viti áttirnar og kunni að nota
sér þá vitneskju. Það mundi
vera eins í lífinu og á sjónum.
Ætli ég kenni ykkur ekki á
hann með vorinu, garmarnir
mínir?“ •&
HVAR ER HANN
PABBl MINN?
Framhald af bls. 35.
lega. Þú hefðir aldrei komizt
með drenginn að næsta götu-
horni.
— Hvers vegna þá? spurði
gamli maðurinn.
— Af því að þú lítur ekki út
fyrir að geta verið pabbi litla
drengsins, eða afi hans eða vin-
ur hans eða nokkur skapaður
hlutur.
— Ég hef sjálfur átt barn,
sagði gamli maðurinn, orðinn
óöruggur.
— Ég skil, sagði barþjónninn,
sumt fólk fær að taka utan um
börn og annað fólk fær það
ekki. Það er bara svona .
Hann tók bjórflösku með sér
að borði gamla mannsins og
hellti úr henni í tómt glas hans.
— Ég býð upp á þennan,
sagði hann. Ég hef ráð á að
vera vingjarnlegur við gamla
menn eins og þig af og til, en
þú hefur ekki rétt á að vera
vingjarnlegur við lítinn dreng
sem á pabba sinn einhvers stað-
ar hér i nágrenninu, og situr
r.ú efalaust einhvers staðar inni
og hellir í sig bjór.
SAGA 2
— Ég vil ekki þinn andskot-
ans bjór, sagði gamli maðurinn.
Þú getur ekki lokað mig inni á
þessari djöfuls krá.
— Sittu nú hér þangað til
pabbi drengsins kemur og sæk-
ir hann, síðan geturðu komið
þér burtu eins fljótt og þú get-
ur.
— Ég hafði hugsað mér að
fara héðan út núna, sagði gamli
maðurinn. Ég þarf ekki að
hlusta á fortölur eins eða ann-
ars í þessum heimi. Ég held þú
myndir ekki tala við mig eins
og þú gerir, ef það væri ég sem
talaði um fyrir þér.
— Allt í lagi, sagði barþjónn-
inn. Hann vildi ekki missa alla
stjórn á sér, og honum kom til
hugar, að kannski gæti hann
spjallað þannig við gamla
manninn, að hann gleymdi
ásetningi sínum að fara heim
með drenginn. Þú getur nú vel
sagt mér svolítið af sjálfum þér,
og kannski ég hætti þá að tala
svona til þín.
Barþjónninn' varð ánægður,
þegar hann sá að gamli maður-
inn hellti bjór í glasið. Hann sá
þann gamla drekka þriðja hlut-
ann úr glasinu, og síðan sagði
gamli maðurinn:
Framhald á bls. 64.
60 VIKAN 48. TBL