Vikan - 02.12.1971, Side 13
Eins og sakir standa er helzt .
svo að sjá að það athygl-
isverða þjóðfélagsfyrir-
bæri í velferðarríkjunum
sem kennt hefur verið við
hippa sé að snúast upp í nýja,
kristna trúarhreyfingu, Jesú-
byltinguna, eins og hreyfingin
er kölluð. Virðist svo sem hér
sé um að ræða verulega sveiflu-
breytingu í hugarfari æsku-
fólks; hippahreyfingin auð-
kennist sem kunnugt er mjög
á áhuga á austrænum trúar-
brögðum og margs konar dul-
trú, en hér virðist snúið aftur
til kristindómsins, eða það
skyldi maður ætla. Raunar
hafa trúarbrögð yfirleitt verið
talsvert á döfinni undanfarin
ár; Jesúbyltingin er ekki eina
dæmið um það. Hreyfingar með
róttæk, þjóðfélagsleg stefnu-
mið hefur gætt mjög í kristin-
dómnum síðustu árin, einkum
innan kaþólsku kirkjunnar, og
í Noregi tóku nokkur ung-
menni sig til og tíndu saman
í kver róttæka ritningarstaði,
fyrst og fremst úr Matteusi og
Spámönnunum. Af hvaða anda
sem öll þessi ólga í kristninni
er sprottin, þá geta velunnarar
hennar varla yfir því kvartað
að hún njóti ekki nægrar at-
hygli þessi árin.
Varla fer hjá því að mörgum
þyki fróðlegt að heyra viðhorf
forustumanna íslenzku kirkj-
unnar til þess, sem er á döfinni
hjá kristninni úti í heimi, og
eins hver muni afstaða krist-
inna manna hérlendis almennt
til trúmála, samanborið við af-
stöðu trúbræðra þeirra í öðr-
um löndum. Vikan sneri sér því
til biskups íslenzku þjóðkirkj-
unnar, herra Sigurbjarnar Ein-
arssonar, og lagði fyrir hann
nokkrar spurningar.
— Hver teljið þér að Jesús
hafi verið í augum íslenzku
þjóðarinnar gegnum aldirnar?
Og hver er hann í augum henn-
ar í dag?
— í einu riti Nýja testa-
mentisins segir: Jesús Kristur
er í gær og í dag hinn sami og
um aldir. Vist breytast tímar
og menn, hættir og hugsun. En
grunnstef mannlegs lífs hljóma
líkt, hvernig sem annað breyt-
ist. Jesús svarar til þeirra á
sama veg um aldirnar. Er vert
að minna á í þessu sambandi,
hve margt í arfleifð kristinnar
kirkju heldur fullu lífi. „Öll
er hjálp af þér“, sagði Kol-
beinn Tumason á þrettándu
öld. Eysteinn segir efnislega
það sama, Hallgrímur líka.
Kristnir menn nútímans haga
orðum í mörgu á annan veg en
fyrri tíðar menn, en þeir kann-
ast við sjálfa sig í hverri heilli
og fullri játningu til Jesú Krists
og í hverri bæn í hans nafni,
gildir einu frá hvaða öld er.
Og ég held, að kristnar kyn-
slóðir þessa lands gætu einum
munni og einum huga gert orð
Hallgríms að sínum:
Gegnum Jesú helgast hjarta
í himininn upp ég líta má,
Guðs míns ástar birtu bjarta
bæði fæ ég að reyna og sjá.
Nú er svo að sjá að trúar'-
þörf fólks sé alltaf fyrir hendi,
en að sú þörf krefjist mismun-
andi svörunar eftir tímabilum.
Vill ekki hvert tímabil sína
sérstöku útgáfu af Messíasi?
Og þarf Messías endilega að
vera tengdur einhverjum
ákveðnum helgisögnum eða
ritum?
— Trúarþörfin segir til sín
með mismunandi móti, það er
rétt. Kristur nægir öllum tím-
um, allri trúarþörf. Og hann er
ekki niðursoðinn í bók. Hann
er lifandi. Því síður er hann
hugarfóstur, sem taki mynd-
breytingum . eftir tíðarfari og
aldaranda. Messías, sem væri
aðeins draumsýn, væri að sjálf-
sögðu síbreytilegur, rétt eins og
hver önnur hilling. Hann væri
ekki tengdur neinni bók eða
riti. En sá Messías, sem Jesús
frá Nazaret holdgaði með lífi
sínu, dauða og upprisu, er
tengdur ákveðnum ritum, Nýja
testamentinu. Þar er mynd
hans, orð hans, og andi hans
er virkur í þeim vitnisburði,
sem þar er fólginn. Hitt er
annað mál, að ég leita til hans
með mínar spurningar, þú með
þínar. Eins er um kynslóðir.
Sumar áleitnustu spurningar
nútímans voru ekki til fyrir fá-
um áratugum. Aðrar eru horfn-
ar, sem sóttu á fyrri tíma. Jes-
ús Nýja testamentisins er ekki
automat, sem skili föstum for-
múlum, ef þrýst er á hnapp.
Hann er dynamískur veruleiki,
lífsmegin, lifandi vilji og andi,
sem bregzt við nýjum aðstæð-
um á nýjan hátt, gerir nýjar
kröfur, gefur nýja sýn. Þó er
grunnur og mark hið sama frá
kyni til kyns. En það er köll-
un og tækifæri hvers tíma að
uppgötva hann og auðlegð hans
að nýju.
— Hafa íslendingar nokkurn
tíma verið mjög trúaðir á
guði? Þeir hafa lengstaf verið
bændur, jarðbundnir realistar
Framháld á hls. 81.
48. TBL. VIKAN 13