Vikan - 02.12.1971, Page 47
er spori framar
saumavél framtiðarinnar
Nýr heimur hefur einnig opnazt ySur meS
Singer 720 gerðinni, sem tæknilega hæfir
geimferðaöldinni.
* Sjálfvirk spólun. * Öruggur teygjusaumur.
* Stórt val nýrra nytjasauma. * InnbyggSur sjálf-
virkur hnappagatasaumur. * Keðjuspor.
Á Singer 720 fáið þér nýja hluti til að sauma sioger 237,
hringsaum, 2ja nála sauma, földun með blindsaum
og margt fleira.
Sölu og sýningarstaðir: Liverpool Laugaveg 20,
Domus Laugaveg 91, Gefjunn Iðunn Austurstræti 10,
Dráttarvélar Hafnarstræti 23, Rafbúð SlS Ármúla 3
og kaupfélög um land allt. Tökum gamlar vélar sem
greiðslu upp I nýjar: singer 437.
•SS «
»•
an honum hvalbeinshlunna sem
lágu þarna í skútanum. Svo
tókst þeim þá hæglega að
hrinda bátnum fram, því að
fjörunni hallaði í flæðarmálið
og þeir voru vanir þessu verki,
höfðu lag á að hafa hnén þann-
ig undir súðinni á bátnum, að
þeim tækist að halda aftur af
honum, þegar skriðurinn væri
kominn á hann, og koma í veg
fyrir, að hann dytti á aðra
hvora hliðina. Þegar hann var
kominn fram í flæðarmálið,
báru þeir hlunnana upp í skút-
ann, ýttu síðan undan landi og
lögðu út árar. Þá er þeir voru
komnir út úr vognum, tóku þeir
stefnu norðan við tá höfðans,
sem skagaði alllangt út í fjörð-
inn, spölkorn fyrir utan þorpið.
Drengirnir hétu Þorkell og
Bjarni og voru Þorsteinssynir.
Þorkell var þrettán ára og
Bjarni ellefu. Faðir þeirra hafði
verið formaður á vélbátnum
Trausta, sem hafði verið gerður
út þarna úr þorpinu. Hann hafði
verið duglegur og aflasæll for-
maður og mörgum sinnum lent
í vondum veðrum að vetrarlagi,
en aldrei hlekkzt á. Svo var það
einu sinni á styrjaldarárunum
að hann fór á sjó í góðu veðri
dag einn í júnímánuði og kom
ekki aftur að landi. Veðrið
breyttist ekkert, en bátar, sem
voru á svipuðum slóðum og
Trausti þennan dag, heyrðu
geipimikla skothríð, og einn
þeirra fann á reki lóðastamp,
er var merktur Trausta. í sum-
um stöfunum í þessum stampi
gat að líta gljáandi kúlnabrot.
Þýzkur kafbátur hafði grandað
mönnunum með vélbyssuskot-
hríð og sökkt Trausta í djúpið.
Það var stafalogn, en samt
var eins og ískaldur súgur færi
um drengina, þar sem þeir reru
út á fjörðinn í dökkum skugga
fjallsins. Á vinstri hönd þeim
reis Höfðinn — eins og svartur
haus á hrikastóru dýri, sem
lægi þarna fram á lappir sínar,
en norðan við leið drengjanna
varpaði máninn sindrandi
geislabrú á fjörðinn. Bjarni litli
leit til Höfðans. Þaðan heyrðist
þungur niður. Það var eins og
dýrið murraði í svefni. Og
Bjarni litli hryllti sig í herðum.
„Róðu ekki svona mikið,“
sagði Þorkell fullorðinslega við
bróður sinn. „Þú þreytir þig á
því. Ég held þetta vinnist hjá
okkur, lagsmaður. Við höfum
tímann fyrir okkur. Fiskurinn
bítur varla fyrr en með birting-
unni, ef ég þekki hann rétt.‘“
Og Þorkell spýtti um tönn
munnvatni sínu. Svo bætti hann
við: „Og það skyldi maður
halda!“
Bjarni sagði ekki neitt, og
þeir reru þegjandi um hríð. Svo
mælti Þorkell með hægð, en
auðheyrilega af bældri óró:
„Hvað heldurðu nú, maður,
að mamma segi?“
„Hún verður vitanlega hrædd
en það verður að hafa það.“
„Ja-á, það er þó reynt —
þetta,“ sagði Þorkell fullorðins-
lega og strauk vettlingstotunni
upp af nefbroddinum á sér, eins
og hann hafði oft séð verka-
mennina gera, þegar þeir hímdu
vinnulausir neðan til við
bryggjuhúsið og voru að rabba
um tíðarfarið og atvinnuleysið.
„Mig var eitthvað að dreyma
það, áður en ég vaknaði, að ég
væri að fljúgast á við stelpu.
Svoleiðis á að geta verið fyrir
fiskeríi, hefði maður haldið, og
ef við kæmum nú með björg,
lagsmaður!"
Bjarni litli greip andann á
lofti og ók sér öllum á þóttunni,
en hann þagði sem áður.
Nú var svo komið, að slysa-
bæturnar, sem mamma hafði
fengið, voru þrotnar; mestur
hluti þeirra hafði farið til að
greiða upp skuldina, sem hvíldi
á húsinu, og afgangurinn hafði
smáminnkað, unz nú var ekk-
ert eftir. Vinna við fisk hafði
verið mjög lítil upp á síðkastið,
og um þessi íhlaupaverk, sem
48. TBL. VIKAN 47