Vikan


Vikan - 02.12.1971, Blaðsíða 37

Vikan - 02.12.1971, Blaðsíða 37
EFTIRLYSTUR JESÚS KRISTUR Öðru nafni: Messías, Sonur Guðs, Konungur kon- unganna, LávarSur lávarðanna, Prins friðarins, etc. — Grunsamlegur leiðtogi neðanjarðar frelsishreyfingar. — Eftirlýstur fyrir eftirfarandi: — Stundar lækningar, vínframleiðslu og matvæla- dreifingu án leyfis. — Truflar kaupsýslumenn í hofum sínum. — Umgengst þekkta glæpamenn, róttæka stjórnmála- menn, undirróðursstarfsmenn, vændiskonur og flækinga. — Kveðst hafa vald til að gera fólk að „börnum Guðs“. ÚTLIT: Venjulegur hippi — síðhærður með skegg og í kufli og sandölum. -— Tíður gestur í fátækrahverfum, á fáa efnaða vini og hverfur oft út í eyðimörkina. ATHUGH): Þessi maður er ákaflega hættulegur. Boðskapur hans er þó sérlega hættulegur ungu fólki, sem ekki hefur verið kennt að láta hann afskiptalausan ennþá. Hann breytir fólki og þykist geta frelsað það. Varúð: Hann er ennþá laus! lJað er svo saimarlega rétt. Eins og þessi auglýsing, sem birtist í „neðanjarðar“-blaði kristins safnaðar í Bandaríkjunum sýnir, þá er Jesús Kristur á lífi og við góða heilsu í róttækum anda og trúarlegri uppvakningu ungs fólks í Bandaríkjunum, og æ fleiri fylkja sér undir merki hans. Trú þeitra er einfaldlega þessi: Biblían er sönn, kraftaverk ske og Guð elskaði beiminn raunveru- lega svo tnikið, að liann gaf son sinn eingetinn . . . Árið 1966 lýsti Bítillinn Jobn Lennon því kæruleysislega yfir, að Bítlarnir væru vinsælli en Kristur ltefði verið; nú eru Bítlarnir búnir að vera og George Harrison ákallar Krist: My Siveet Lord. Hinir ungu og nýju lærisveinar Jesú Krists lilusla á Harrison en taka einungis mark á Meistara sinum: „Hvar sem tveir eða þrír eru satnan- komnir í mínu nafni, þar er ég mitt á meðal þeirra.“ Furðulegt en satt: Sú kynslóð sem undanfarin ár hef- ur verið ásökuð fyrir að flýja ábyfgð og raunveruleika með eiturlyfjum, villtu kynlífi, brjálæðislegri popp- músík, ofbeldi og óeirðum og fleiru og fleiru, hefur skyndilega snúið sér lil Guðstrúar og tilbeiðslu á Jesúm Krist. I>essi alda er tvímælalaust bin atliyglisverðasta af þeim sem upp liafa skotið kollinum hin síðari ár á með- al ungs fólks. „Jesú-byltingin“ svokallaða átti upptök sín í Bandaríkjunum og liefur breiðzt þar út með ógur- legum braða og verður þess vafalaust ekki langt að biða að einhvers konar armur þessarar hreyfingar brjótist hingað til íslands, því Jesúfólkið tekur bókstaflega þau orð Meistarans: „Farið og gjörið allar þjóðir að læri- sveinum, skírið þær til nafns föðurins, sonarins og hins heilaga anda.“ Sjálfur biskupinn yfir íslandi lýsti því nýlega yfir í sjónvarpsþætti, að Iiann teldi þessa hreyfingu jákvæða og vitað er, að innan æskulýðsnefndar kirkjunnar hef- ur verið ræddur sá möguleiki að maður verði sendur utan til að kynnast hreyfingunni, þannig að hægt sé að vita hvernig bregðast eigi við, þegar og ef — íslenzk æska gerist hluti af Jesú-byltingunni. Þetta svokallaða Jesúfólk skiptist aðallega í þrjá liópa vestur þar, en eitt á það sameiginlegt. Kristur er sá eini og því til staðfeslingar rekur það vísifingur upp í loft- ið: One way! Jesú-fólkið, einnig kallað „Street Cliristians“ og „Jesus Freaks“, er mest áberandi í þessari hreyfingu; það er fólkið sem hefur blandað saman hinum nýja kúltúr og íhaldssömum trúarbrögðum. Upphaf lireyfingar þeirra er rakið alll aftur til ársins 1967, er blómaskeiðið var í hápunkti i San Franeisco, en um svipað leyti urðu vakn- ingar víðar um Bandaríkin. Sumir, en alls ekki allir, aðhyllast enn hippalífernið en fleiri í hópnum telja það þó forkastanlegt. í þessum hópi er mikið um fyrrver- andi eiturlyfjaneytendur og þess háttar fólk. Venjulega fólkið er lang stærsti liópurinn og, eins og nafnið bendir til, venjulegasta fólkið. 1 þessum liópi eru ungmenni úr venjulegum æskulýðshreyfingum. Aður fyrr var þetta aðeins armur af evangeliskum mótmæl- endum, en nú hafa þessi ungmenni gerzt harðari i trúnni og nær algjörlega óháð kirkjunum og kirkjudeildunum sem skópu þau. Flest eru af miðstéttarfólki, bursla- klippt og „borgaralega“ klædd. Kaþólska Iwítasiinnufólkið birtist mjög óvænt og á dramatískan liátt árið 1967, rétt eins og Jesúfólkið. A opinherum vettvangi eru þau siðavönd, en innan síns lióps ofstækisfull í tilbetðslu sinni á heilagan anda. Þau viðhalda tengslum sínum við kirkjuna en hafa sett marga presta mjög úr jafnvægi. A vissan hátt eru þau svipuð hvítasunnusöfnuðum mótmælenda, sem hafa staðið fyrir endurnýjun í eigin kirkjum í áratug. Ekki ætlar VIKAN að leggja neinn dóm á þessa hreyf- ingu en við höfum fengið 10 kunna Islendinga til að segja sitt álit á Jesú-byltingunni svokölluðu. ó. vald. 48. TBL. VIKAN 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.