Vikan - 02.12.1971, Blaðsíða 83
VALD ÁSTARINNAR er eftir BODIL FQRS-
BERG höfund bókanno „Ásf og ótti“ og
„Hróp hjartans“. - Hrífandi og spennandi
bók um óstir og örldgabaróttu. - Kjörbók
kvenna.
NJÍ5NARI
ff Eftir liOtund
NcrP =
FRANCIS CLIFFORD
FRANCIS CLIFFORD skrifaði bókina „Njósn-
ari ó yztu nöf“. Sú bók varð metsölubók
hér á íslandi. Nýja bókin hans heitir
NJÓSNARI í NEYÐ. - Baróttan er hóð upp
á líf og dauða. - Ósvikin karlmannabók.
HÖRPUÚTGÁFAN
sundurleitra trúarhugmynda og
gerir hina stóru sýn Nýja testa-
mentisins að veruleika, þá, að
Kristur verði allt í öllu, ríki
hans kærleika sigri, það , veit
ég ekki. Hér eins og víðar er
þekking vor í molum. En þeg-
ar hið fullkomna kemur, líð-
ur það undir lok, sem er í mol-
um.
— Er um nokkra samræmda
stefnu í trúmálum að ræða hjá
lútherskum kirkjudeildum í
hinum ýmsu löndum? Er túlk-
un kenningarinnar mismunandi
hjá þeim?
— Blæbrigði eru mörg og er
það ekki undarlegt. Lúthersk
kirkja lýtur ekki sameiginlegri
yfirstjórn. Flestar lútherskar
kirkjur eru í alþjóðlegu sam-
bandi og vinna saman, til dæm-
is að þróunarhjálp og að líkn-
armálum. Einnig er á vegum
Heimssambandsins unnið að
guðfræðilegum rannsóknum,
sem miða að því að auka skiln-
ing lútherskrar kristni á sjálfri
sér. Jafnhliða fara fram við-
ræður við fulltrúa annarra
kirkjudeilda og er sú starfsemi
í vexti, bæði um dýpt og um-
fang. Allar lútherskar kirkjur
standa á sama grunni, það er
á grunni þeirra játningarrita,
sem í sviptingum siðbótartím-
ans túlkuðu þau meginsjónar-
mið í skilningi Ritningarinnar,
sem þá sameinuðu og sundr-
uðu. Sjálfsagt verður því ekki
neitað, að þjóðareinkenna gæti
að verulegu leyti í kenningar-
máta og trúarlífi, enda hefur
þróun ekki verið á einn veg
alls staðar. En miðað við allt
annað, sem skilur til dæmis
ungverskan lútherana og ís-
lenzkan, — tunga, þjóðarsaga,
atvinnuhættir og fleira — þá
er samstillingin í trúarlegu
viðhorfi furð^þeg staðreynd.
— Undanfarið hefur mikið
gætt róttækrar hreyfingar inn-
an kaþólsku kirkjunnar, en lítt
meðal prótestanta. Hver er
ástæðan að yðar dómi?
— Ástæðan er sú, að róm-
versk-kaþólska kirkjan er að
taka í einu stökki skref, sem
mótmælendakirkjurnar hafa
stigið smátt og smátt. Róm-
verskir eru nú til dæmis að
gera ýmsar þær breytingar á
guðsþjónustuformum, sem mót-
mælendur tóku upp þegar á
sextándu öld. Margt annað
hleðst nú á dagskrá hjá þeim,
sem í öðrum kirkjudeildum er
ekkert nýtt. í þjóðfélagsmál-
um eru róttækar raddir og
hreyfingar uppi í öllum kirkju-
deildum. Það ber ef til vill
meira á þeim meðal kaþólskra
48. TBL. VIKAN 83