Vikan


Vikan - 13.01.1972, Blaðsíða 4

Vikan - 13.01.1972, Blaðsíða 4
Hvar fæst Pira - sptem? Pira-System fer sigurför um heiminn eins og fram kemur í samtali viS uppfinningamanninn, Olle Pira, i Vikunni 29. júlí sl. Hús og skip hefur einkaumboð fyrir Pira System. Það er selt í verzluninni í Norðurveri, Hátúni 4A. Allt ann- að, sem selt er undir þessu nafni annars staðar, eru eftir- likingar, sem ber að varast. PIRA SYSTEM — Einkaumboð á íslandi: Hús og skip, sími 21830. MATREIÐSLUBÓK VIKUNNAR ----------------KLIPPIÐ HÉR--------------------- Vinsamlegast sendið mér möppu undir MATREIÐSLU BÓK VIKUNNAR. Greiðsla sem er 130 krónur, fylgir með í ávísun/póstávísun (strikið yfir það sem ekki á við). Ef hægt er óska ég eftir, að mappan verði í | bláum/ljósbláum/rauðum lit. (Strikið yfir það sem ekki á við). ^ 2E 0 X rrs Nafn 50 Heimili ----------------------KLIPPIÐ HÉR Q' HJJ X S a. Q- __i P0STURINN Lítiö eitt Kæra Vika- Viltu vera svo góð að svara nokkrum spurningum fyrir mig ef þú getur. Svoleiðis var að ég og nokkrar vinstúlkur mín- ar horfðum og hlustuðum á „21/2", þétt unga fólksins í sjón- varpinu, og okkur langar til að vita einhver deili á meðlimum tríósins „Lítið eitt". Hvað heita þeir, hversu gamlir eru þeir, í hvaða skólum eru þeir og þar fram eftir götunum. Þakka blað- ið. Stúlka að norðan. Vinsældir þessara drengja virð- ast vaxa stöðugt og því er okk- ur sízt á móti skapi aS svara þessum spurningum. Þeir heita Gunnar Gunnarsson, sem er í Kennaraskóla Islands, Steinþór Einarsson, sem er í Menntaskól- anum viS Tjörnina og HreiSar Sigurjónsson, sem er viS nám í trésmíSi í HafnarfirSi, en þar eiga þeir allir heima. Þeir eru 18 og 19 ára. Annars munum viS ekki betur en aS nöfn þeirra hafi birzt á skerminum er þætt- inum lauk og auk þess höfum viS oft birt nöfn þeirra og mynd- ir af þeim í þættinum „Heyra má . . .". Léttlyndi Elsku VIKA! Við þökkum þér fyrir allt gam- alt og gott. Við erum hér tvær skólasystur og erum alltaf að þræta um hvað léttlyndi sé. Við vonum að þú getir leyst úr þessu fyrir okkur svo við hættum að rífast. Við meinum þegar talað er um að stúlka sé léttlynd. Tvær í vanda. Pósturinn vill alls ekki vita til þess að fólk sé að rífast, svo hann fletfi upp í orðabók til að fá úr þessu skoriS í eitt skipti fyrir öll og þar stendur: „GlaS- sinna, léttur í lund . . Aftur á móti þykjumst viS vita, aS þaS sem þiS eruS aS fiska eftir er aS fá staSfestingu á því aS þaS sé léttlynd stúlka sem tekur siS- gæðið ekki allt of hátiðlega. Jólakveöja Kæra Vikal Ég ætla að skrifa nokkrar lín- ur. Ég fékk vinning í getraun- inni í fyrra. Það var brúða sem mér þykir mjög vænt um. Hún heitir Geirný Ósk og er ósköp þæg. Nú er ég orðin 9 ára og á heima í sveit fyrir aust- an Stokkseyri. Pabbi á 38 kýr og margar kvígur og kálfa og um það bil 100 kindur en eng- an hest. Ég er í skóla á Stokks- eyri. Vinkona mín, sem heitir Jóndís, flutti til Reykjavíkur í haust, en hún átti heima hérna á næsta bæ, svo að nú finnst mér oft tómlegt þegar hún kemur aldrei í heimsókn, en við lékum okkur svo oft saman. Kennarinn minn heitir Sig- urður Agústsson frá Birtinga- holti og er ömmubróðir minn. Handavinnukennarinn heitir Margrét Gísladóttir frá Hoftúni. Mér þykir gaman í handavinnu. Núna er ég að sauma jólastjörnu og lítinn dúk. Kæra VIKA, nú verð ég að hætta að skrifa. Ég þakka fyrir margt skemmtilegt í VIKUNNI. Kær kveðja og ósk um gleði- leg jól. Ragnheiður Jónsdóttir. • — C-—^ ViS þökkum þér kærlega fyrir bréfið Ragnheiður, sem við fengum með úrlausnarseðlun- um þínum úr Jólagetrauninni 1971. ViS biðjum kærlega að heilsa öllum heima hjá þér og vonumst til að fá bréf frá þér aftur við tækifæri. Gleðilegt ár! „Fækkaðu fötum. Elsku Póstur! Viltu vera svo góður að birta fyrir mig textann við lagið „Fækkaðu fötum", sem Hannes Jón Hannesson syngur. Viltu senda mér hann eða birta hann í VIKUNNI. Ég les alltaf VIK- UNA og finnst hún mjög skemmtileg. Bless, Ein syngjandi. Einfaldast er fyrir þig að eign- ast plötuna og skrifa textann niSur sjálf. Hann er of dóna- legur fyrir okkar smekkll- 4 VIKAN 2. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.