Vikan - 13.01.1972, Blaðsíða 16
í hlíðum Skópus-fjalls, þar
sem sér yfir múra Jerúsalem,
hafði gifurlegur fólksfjöldi
safnazt til að vera við' vígslu
hins nýja Hebreaháskóla.
Tíu þúsund Gyðingar, frum-
herjar sem sveittust blóðinu
við að breyta auðnum Pale-
stínu í eitthvað sem minnti á
landið sem „flaut í mjólk og
hunangi", ætluðu að tryllast af
fagnaðarlátum er hár og bein-
vaxinn maður, klæddur skar-
latsskikkju kanslara háskólans
í Cambridge, gekk upp á ræðu-
þallinn ásamt leiðtogum Gyð-
inga.
Hrifning samkomufólksins
átti sér engin takmörk.
„Þarna er hann! Drottinn
blessi hann!“ hrópaði .það er
það kom auga á manninn, sem
það hafði komið til að sjá og
hylla.
Flestallt fólkið var fátækt.
Það var flóttamenn frá Aust-
ur-Evrópu, frá Arabalöndun-
um, frá Bandaríkjunum, og
næstum eins og hægt var ólíkt
skarlatsklædda manninum, sem
nú varð aðnjótandi hömlu-
lausrar tilbeiðslu þess.
Þegar þessi heiðursgestur
steig fram til að ávarpa sam-
komuna, snarþagnaði hún. Ekk-
ert heyrðist nema þytur gol-
unnar í lundum nýplantaðra
trjáa og snörl í einstaka
ósnortnum úlfalda. Ekkert ann-
að — nema mál ræðumanns.
„Minnizt þess,“ sagði hann á
vígsludegi þessa nýja háskóla,
sem var tákn endurreisnar
fornrar men'ningar, „að á
myrkustu dögum myrkustu
aldanna, þegar vestræn menn-
ing' virtist nálega útdauð, sokk-
in fyrir áhrif barbara, þá unnu
Gyðingar og Arabar saman að
því að blása í fyrstu glæðurn-
ar, sem lýstu upp það skugga-
lega tímabil."
ÁKALL.
í þessum orðum lá ákall um
að forðast þær hættur og
árekstra, sem biðu á jöðrum
sögusviðsins. Og efalaust jafn-
framt grunur um að það kynni
að vefjast fyrir mönnum. En
þessi dagur 1925 var aðeins
dagur gleði og friðar. Og múg-
urinn sem síðan raðaði sér
meðfram götunum í Tel Avív,
konurnar sem grétu og rudd-
ust fram til að snerta skikkju-
fald hins mikla manns er hann
ók hjá i sigurhrósi, ekkert af
þessu fólki var á þessu mikla
augnabliki í skapi til að horfa
fram í timann.
Þótt undarlegt kunni að virð-
ast var maðurinn, sem fólkið
dáði svo gífurlega, næstum eins
ólikur því og hugsazt gat. Ekki
einungis hafði hann fæðzt á
landsetri meðal grænna dala
hinnar rauðu, frjóu jarðar í
Eystra-Lothian, í Skotlandi,
heldur og var móðir hans dótt-
ir markgreifans af Salisbury
og sjálfur hann kvæntur inn i
Cecil-fjölskylduna, einhverja
þá voldugustu í Englandi. Und-
arlegast af öllu var þó kannski
það að maðurinn, sem Gyðing-
ar um allan heim nú tilbáðú,
var sjálfur kristinn og harð-
einlægur í þeirri trú, enda al-
inn upp af heittrúaðri, evange-
lískri móður.
Hann var Arthur Balfour,
þingmaður og fyrrverandi for-
sætisráðherra, og hafði nú sinnt
opinberum málum í nærri
hálfa öld.
í augum Gyðinga var hanrt
hetja. Því að það var Balfour,
sem sjö árum fyrir umrædda
athöfn hafði, sem þáverandi
utanríkisráðherra Bretlands,
undirritað fræga yfirlýsingu,
sem síðan er við hann kennd.
Brezka stjórnin gaf út yfir-
lýsingu þessa annan október
1917, og var þar einfaldlega —
kannski of einfaldlega — tek-
16 VIKAN 2. TBL.