Vikan - 13.01.1972, Blaðsíða 22
AKNGRIMUR SIGURÐSSON
OG SKULI JON SIGURÐARSON
RITA UM
FLUGVÉLAR
Ljósm.: Skúli Jón Sigurðarson.
BRANTLEY 305, TF-DIV
Þetta er eina þyrlan okkar íslendinga í dag. Andri Ö
Heiðberg kafari og þúsundþjalasmiður keypti hana til
landsins árið 1966, en þá hafði Andri drifið sig til Texas og
lært að fljúga þyrlu. Annars er Andri enginn byrjandi, því
hann lærði flug árið 1946.
Þessi þyrlutegund er teiknuð af N. O. Brantley, sem teikn-
aði sína fyrstu þyrlu árið 1946, en þetta er fyrsta gerðin,
sem nær útbreiðslu. Andri hefur flogið vél sinni undan-
farin sumur fyrir Orkumálastofnunina og leyst af hendi
alls konar verkefni við góðan orðstír; flutt menn og tæki
fjallatinda milli.
Þyrlan tekur 4 farþega, auk flugmanns, og flughraði
hennar er 170—180 km/klst. Hún er rauð og hvít.
Myndin sem hér er af þyrlunni er tekin þegar Andri er
að lenda á fjallstindi sunnan við Hofsjökul.
annað fólk, eins og þetta kæmi
henni ekki við.
En svo fann hún blóðbragð,
bragð af sínu eigin blóði. Það
gat ekki verið að hennar eigin
varir hefðu verið kysstar svona
hrottalega. Það gat ekki verið
hennar eigin líkami sem varð
fyrir þessum frekjuiegu faðm-
lögum...
Síminn hringdi.
Hann leit upp og hló framan
í hana.
— Hver skyldi vera að
hringja? Ætlar þú ekki að
reyna að gizka á það? Ég þori
að veðja að það er hann... að
það er hann...
Hann hló, æðislegum hlátri,
meðan hringingin stóð yfir.
Þegar síminn þagnaði, þagnaði
hann líka.
— Jæja, stúlka mín? sagði
Kollok háðslega. — Hvernig
kanntu við kossa mína?
Ósjálfrátt fór hún að skjálfa
og hún sá ánægjuglampa í aug-
um hans. Hann var sýnilega
ofsaglaður; hann lék sér að
henni, eins og köttur að mús.
Og eins og kötturinn, myndi
hann drepa hana að lokum,
bæði hana og börnin. Þetta var
leikur fyrir honum.
— Þú ert hrædd, sagði hann.
— Ertu í rauninni hrædd við
mig? Finnst þér ekki gott að
kyssa mig?
Hann rak andlitið beint fram-
an í hana og horfði fast í augu
hennar. Hún fann fyrir andar-
drætti hans og fylltist ofboðs-
legri skelfingu.
— Jæja, hvað segir þú svo?
Svaraðu mér. Ertu hrædd við
mig?
Hún gat ekki komið upp
nokkru orði og henni var ljóst
að hann vissi það.
— Hvað er að þér. Hefur
t.ungan verið skorin úr þér, eins
og skottið af Tiddli? sagði hann
grimmdarlega. Henni var ljóst
að hann vissi allt um hana, að
hann gat lesið hana eins og
opna bók.
Án þess að hugsa, gat hún
kreist fram einhver orð, en var-
ir hennar voru stirðar af
hræðslu. — Ég er ekki hrædd,
aðeins undrandi... Ég er undr-
andi yfir kossum þínum...
Þetta kom allt svo óvænt...
Hann hló, lengi og hjartan-
lega, eins og að hann hefði
gaman að því að hún skyldi líta
svona raunveruléga á þetta.
— Ég verð svo sannarlega að
viðurkenna, alpablóm, að þú
hefur skemmtilega kímnigáfu.
Já. það má nú segja ...
Hún varð ofsareið. Andartak
vék hræðslan fyrir reiðinni.
Það var hætta á að hann myrti
hana, en hún þoldi samt ekki að
hann gerði gys að henni...
Hún ætlaði að segja eitthvað
í reiði sinni, en áður en hún
kom upp nokkru hljóði, var
hann búinn að grípa um kverk-
ar hennar. Hann þrýsti fast að,
fastar .. . fastar. Hún barðist á
móti í örvæntingu sinni. En
hann var alltof sterkur, hún
hafði ekki einu sinni þrek til
að hljóða eða kalla á hjálp ...
Og til hvers var það? Það gat
enginn heyrt til hennar nema
börnin; enginn gat hjálpað
henni... Nú hafði hún aðeins
loft í lungunum til nokkurra
sekúndna ... eftir nokkrar sek-
úndur gæfi hún upp öndina ...
Þegar hún fann að öll við-
leitni var til einskis, slakaði
hún á, hætti að strita á móti.
Hún fann dauðann nálgast og
varð máttlaus.
Hann losaði takið og hvíslaði
blíðlega: —• Svona nú, stúlka
mín. Það þýðir ekki að standa
uppi í hárinu á mér. Það finn-
urðu sjálf. Nú ertu orðin eftir-
lát og góð. Svona nú ... svona
nú ... En hún heyrði aðeins ó-
Ijóst til hans.
Það suðaði fyrir eyrum henn-
ar og hana verkjaði í brjóstið.
En svo heyrði hún að hann var
að tala við hana. Hún opnaði
augun. Augu hans voru dökk og
svipur hans ákafur.
Hann kraup á kné við sófann
og brosti ánægjulega, það leit
út fyrir að hann væri ánægður
með sjálfan sig.
— Auga fyrir auga og tönn
fyrir tönn. Þú ert heimskari en
ég hélt þú værir, alpablóm,
sagði hann svo.
Það var hlátur í rödd hans:
— Hvað segir þú um að
sænga hjá mér — í breiða rúm-
inu uppi á lofti? Við verðum að
vera úthvíld á morgun. Því á
morgun rennur upp sá mikli
dagur. Við skulum bæði sofa í
tvíbreiða rúminu, rúmi læknis-
hjónanna...
Hann hló ennþá. Hún leitaði
í huga sér eftir einhverju, sem
hún átti að vita, en gat ekki
munað það... Meðan hún var
að skoða hug sinn, hringdi sím-
inn aftur.
— Þetta er örugglega frú
Hannah, sagði hún fljótt. — Nú
verð ég að svara, annars verður
hún skelkuð. Hún heldur að
eitthvað sé að og flýgur þá
heim á morgun.
— Og við kærum okkur ekki
um það. Við höfum ekki lokið
ætlunarverki okkar. Þá er það
í lagi, taktu þá símann. En
gættu þess vel hvað þú segir.
— Að sjálfsögðu.
— Mundu að ég stend við
hlið þér, svo það er eins gott
fyrir þig að haga orðum þínum
rétt.
— Halló! sagði hún í símann
og barðist í örvæntingu við að
vera róleg.
Henni var fullkomlega ljóst
að þetta var eina tækifæri sem
bauðst til hjálpar, hún varð að
nota það. En hvernig átti hún
að koma frú Hannah í skilning
um að hún og börnin væru í
hættu, þegar Kollok hlustaði á
hana?
—• Er það Heidi? spurði frú
Hannah og það mátti heyra á
rödd hennar að hún var fegin.
Sambandið var slæmt — rödd
frú Hannah var fjarlæg og dauf
en einmitt það varð til þess að
Heidi datt nokkuð í hug .
— Já, þetta er Heidi, svaraði
hún, — hvern tala ég við? Hún
brosti til Kolloks.
— Heidi, þekkir þú ekki rödd
Fra.mha.ld á bls. 43.
22 VIKAN 2. TBL.