Vikan


Vikan - 13.01.1972, Blaðsíða 41

Vikan - 13.01.1972, Blaðsíða 41
öllum á óvart, er tilkynnt var í útvarpinu, að hann væri fjór- um mínútum á undan næsta manni Mángsbodarna, Mora- Nisse var þá fjórði í göngunni, en flestir höfðu spáð honum sigri að venju. Engir vissu það aftur á móti, að hann hafði orð- ið að stanza einu sinni, til að skipta um áburð! Og aftur komu stórtíðindi frá göngunni, er fyrstu menn nálg- uðust Evertsberg, þá var Olle Wiklund orðinn fyrstur, hann var þi-emur og hálfri minútu á undan Mora-Nisse, en þess skal getið, sð hann hafði enn orðið að stanza og skipta um áburð og það tók hann 8 mínútur. Að því loknu rauk hann af stað með miklum hraða og hafði unnið upp % af forskoti Wik- lunds, sem um tíma var 12 míntúur. Stórtiðindi voru sífellt að berast út frá þessari örlagaríku göngu. Wiklund fékk einnig að kenna á óheppninni og varð að stanza, en þá kom nýr maður til sögunnar, Gunnar Wárdell frá Östersund tók forystuna, við Oxberg var hann 6 mínútum á undan Mora-Nisse og við Gops- hus 7 mínútum. Þá var Nisse í þriðja sæti, en Herrdin annar. Við Gopshus varð Mora-Nisse enn að stanza og 7 mínútna for- skot Wádells varð að 12 mín- útum! Á meðan Mora-Nisse skipti um áburð í þriðja sinn í göngunni flaug Wárdell áfram, liann hafði hitt á góðan áburð. En Mora-Nisse neitaði að við- urkenna ósigur sinn, i þetta sinn tókst vel til með áburðinn og hann sveif áfram eftir snjón- um. Viljaþrek hans vai’ aðdá- unarvert og það mátti sjá, að hann stefndi að sigii, annað sætti hann sig ekki við. Þegar 13 km voru eftir af þessari spennandi göngu var komið að stað, sem blaðamenn og leið- togar dvöldu á, Wárdell fór framhjá með góðum hraða og það liðu 7 mínútur þar til Mora Nisse birtist, hann hafði dregið mjög á Wárdell og rennslið var nú gott. sigurviljinn enn ódrep- andi og hann dró jafnt og þétt á Wárdell. En, að vinna upp 7 mínútna forskot siðustu 13 km — það var óhugsandi að áliti fréttamannanna og allir þekktu þeir þó baráttuþrek Nisse. Áburður Wárdells dugði í 80 km, en þá fór ferðin að minnka. Möguleikar hans fóru dvínandi, aðstaða More-Nisse batnaði nú, þvi að göngunni lauk í Mora, heimabæ isse, hann var hvatt- ur óstjórnlega af þúsundum sið- ustu kílómetrana. Mora-Nisse flaug áfram, og bilið minnkaði jafnt og þétt, þetta var eins og viðureign úlfsins og lambsins, ef hægt er að nota þá samlík- ingu. ' Við Selja 4 km frá markinu fór gangan yfir þjóðveginn og þar biðu þúsundir til að fylgj- ast með göngunni. Þarna kom Wárdeil, uppgefinn og þreyttur, hann hafði varla farið yfir veg- inn, begar mikil hróp heyrðust í fjarska, 2 mínútum og 20 sek- úndum síðar kom Mora-Nisse á mikilli ferð og nokkrum mín- útum síðar sá hann Wárdell, þá jók hann enn ferðina og þegar 2 km voru í mark var hann á hælum hans. Wárdell hafði gef- izt upp og gat ekki svarað, þeg- ar Mora-Nisse fór fram úr og þessa tvo kílómetra fór hann á rúmlega tveimur minútum betri tíma. Tími More-Nisse var 6 klukkustundir, 27 mínútur og 59 sekúndur. Tími Wárdells var 6 klst. 29 min. og 11 sek. Þessi lokasprettur Nisse er talinn einn sá fræknasti í sögu skíðagöng- unnar. Hann vann upp 12 mín- útna forskot síðustu 20 km og 7 og hálfrar mínútu síðustu 13 km og \ ar rúmum tveimur mín- útum á undan í mark. Törnkvist var þriðji i göng- unni, 6 og hálfri mínútu á eftir Nisse, Wiklund fimmti, 9 mín- útum á eftir Nisse og Fride Larsson 13. 19 mínútum á eftir. Þetta er ganga, sem menn tala um enn þann dag i dag. Þegar Svíinn Hedlund vann gullverðlaunin í 50 km göngu á OL í St. Moritz 1928 var sagt, að hann hefði unnið þyngstu gullverðlaujrin á leikunum. Tuttugu árum síðar sigraði Mora-Nisse aftur fyrir Svíþjóð og það var honum erfitt — en sigurinn var dásamlegur. Mora-Nisse virtist ekki vera í góðri æfingu i St. Moritz 1948, afrekin vöktu ekki neina sér- staka alhygli. í 18 km göngunni varð hann aðeins sjötti á úr- tökumótinu, einni og hálfri minútu á eftir Törnkvist. Hann var samt valinn í OL-liðið og varð fjórði, landar hans Martin Lundström, Nils Österström og Gunnar Eriksson voru í þrem- ur fyrstu sætunum. Hann var i leiðu skapi og hafnaði boði um að vera í boðgöngusveitinni en einbeitti sér að 50 km göngunni. Það var greinilegt, að Mora- Nisse var ekki í essinu sínu í St. Moritz. Þunna loftið, en stað- urinn er i 1800 til 2000 m hæö yfir sjávarmáli, hafði slæm áhrif á hann, gerði andardrátt- inn erfiðan. Hann svitnaði ó- eðlilega mikið og átti erfitt með að ná góðri ferð. Útlitið var því allt annað en gott, en margir höfðu trú á honum, þeir vissu að hanri langaði til að sigrað í þessari göngu. Hann tók ekki annað í mál. Hann hafði sigrað í nær öllum göngum, sem keppt er í, en yantaði olympíusigur í safnið. Hann hafði unnið til sig- urlauna í Vasagöngu, sænska meistaramótinu mörgum sinn- um, Holmenkollenkeppni osfrv. Það vantaði aðeins Olympíu- sigurinn, fyrr var More Nisse ekki ánægður. Hann gat sýnt hið rétta keppnisskap, þegar á reyndi, enginn gat einbeitt sér eins og þessvegna trúðu margir á Mora Nisse í 50 km göngunni. Hann vissi um veikleika sinn, ef hann var þá einhver, vissi hve- nær hann átti að beita kröftum sinum til fulls, hann var hinn fullkomni keppnismaður. Útlitið var ekki gott í upp- hafi göngunnar, jafnvel þó að Sviarnir væru í fyrstu sætun- um til að byrja með. Eftir 6 km var Harald Eriksson fyrstur, síðan Törnkvist og Mora-Nisse þriðji, aðeins sekúndur skildu þá að. Eftir 11 km var Mora- Nisse annar, 25 sekúndum á eft- ir Eriksson, eftir 16 km 38 sek- úndum, og við 20 km 1 mínútu og 8 sekúndum, og þegar snúið var við og gangan hálfnuð, hafði More-Nisse dregið örlítið á landa sinn, munurinn var 1 mínúta og 3 sekúndur. Þeir Er- iksson og Mora Nisse voru lang- fyrstir. Tvöfaldur sænskur sig- ur blasti við, og sérfræðingarn- ir voru vissir um, að nú færi More-Nisse fljótlega fram úr landa sínum og sigraði örugg- lega. Síðari helmingur göng- unnar var ávallt hans sterka hlið, öfugt við Eriksson. Mora-Nisse dró jafnt og þétt á vin sinn Eriksson, þegar gengnir höfðu verið 31 km var munurinn aðeins 20 sekúndur, og eftir 36 km hafði hann tek- ið forustuna og Eriksson var 50 sekúndur á eftir. Nú var eins og Mora-Nisse væri að hefja gönguna, hann geystist áfram eins og fuglinn fljúgandi, og þegar 5 km voru í mark var bilið 3 mínútur og 56 sekúndur. En síðustu 5 km voru erfiðir, þunna loftið sagði til sin, auk þess sem áburðurinn var ekki sem skildi í lokin, en Mora Nisse kom í mark sem yfir- burðasigurvegari, en að lotum kominn. Þremur mínútum og 32 sekúndum siðar kom Harald Eriksson. — Ertu nú ánægður, sagði útvarpsmaðurinn Sven Jerring, þegar sveitungi hans kom i mark. Jú, ekki neita ég því, sagði Mora Nisse, ég varð að sigra og nú get ég hætt, bætti hann við. En Mora-Nisse hætti ekki strax, hann vann marga góða sigra síðar. Norðmenn og Finn- ar segja, að hann sé bezti skíða- göngumaður, sem fram hafi komið, og Svíar sjá enga ástæðu til að vera á annarri skoðun. Enginn vafi er á því, að hann er í röð þeirra allra beztu. Sér- staklega var hann sigursæll í Vasagöngunni, sem er 90 km löng og hann var mun betri í 50 km göngu heldur en 18 og 30 km. Þó var hann í fremstu röð á öllum vegalengdum. Mora Nisse var sérstaklega glöggur á áburðinn, sem er afar þýðingar- mikið. Hann var keppnismaður i fremstu röð. Hann tók þátt í mörgum kappgöngum og aldrei gafst hann upp. Hann afsakaði sig aldrei, þó að illa gengi og var ávallt fyrstur til að óska sigurvegaranum til hamingju. Hann var prúðmenni fram í fingurgómana, jafnt í keppni sem utan. Fyrimynd, bæði sem íþróttamaður og borgari. Mora Nisse var einn bezti ambassador Svia um árabil, manneskja sem sænsk æska og raunar öll sænska þjóðin var stolt af. NORNANOTT Framhuld af bls. 11. grasið og malarstíginn. Það eina sem hún gat gert, var að fljóta með Penelope og óska þess að þær kæmust fljótlega niður að ströndinni, svo hún gæti farið að synda, því að henni fannst það vera eina leiðin til að losna við þessa einkennilegu tilfinningu. Mar- tröð, sem þó var alls ekki mar- tröð. Draumur, sem ekki var neinn draumur heldur. Hún hafði óljósa hugmynd um að eitthvað væri að, en gat ekki gert sér ljóst hvað það var. Það hafði eitthvað með það að gera að þær væru ekki að fara í rétta átt og loks- ins varð henni ljóst að þær væru alls ekki á leið til strand- arinnar, heldur upp á eyna og þá kom hræðslan yfir hana aftur. Hún reyndi að losa sig, en hún var svo máttlaus, eigin- lega löpuð. Hún sá Penelope líta um öxl og hlæja, en um leið heyrði hún sönginn. Söng og ósamhljóma hljóðfæraslátt. Og svo sá hún alla fylking- una, allar þessar andlitslausu 2. TBl. VIKAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.