Vikan


Vikan - 13.01.1972, Blaðsíða 48

Vikan - 13.01.1972, Blaðsíða 48
ÉG HEF ÁTT MJÖG ERFIBAR STHNDIR Konan sem lék Irene i Sögu Forsyteættarinnar er jafn athyglisverð, viðkvæmnisleg og Irene sjálf. Hún viðurkennir að hún sé mjög tilfinninganæm, munaðargjörn og langi mikið til að eignast barn, en vilji samt ekki giftast aftur . . . London í nóvember. Stóllinn hennar stendur í miðju sjónvarpsstúdíóinu og á baki hans er skrifað Nyree Dawn Porter. Stjarnan er að hvíla sig og reykir langan, mjó- an vindil. Það kemur út á eitt hve mörg hlutverk hún leikur, fyr- ir flestum er hún alltaf Irene í Sögu Forsyteættarinnar. Fyrir það hlutverk varð hún heims- fræg, auðug og fékk orðu brezka heimsveldisins. En með- an á upptöku sjónvarpsmynd- arinnar stóð, varð hún fyrir mikilli sorg. Fyrir sautján mán- uðum lézt eiginmaður hennar, Brian O'Leary leikari, á heim- ili hjónanna í London. Dánar- orsökin var of stór skammtur af deyfilyfjum og áfengi. Þá höfðu þau verið gift í ellefu ár. — Það getur enginn skilið hve ég tók þetta nærri mér . . . Hann var alltaf til taks, þegar ég þurfti á ráðum og öryggi að halda. En svo var hann horf- inn, það var hræðilegt. - Hvers vegna lét Brian 0‘ Leary lífið? — Hann átti erfitt með áð þola að ég varð þekktari sem leikkona en hann leikari. Og Nyree Dawn Porter er óendanlega sorgbitin á svip, þar sem hún situr í stólnum sínum, vafin í stóra-ullarpeysu. Það er leikhlé hjá henni og hún er að drekka kaffi. Það er óhjákvæmilegt að dást að vangasvip hénnar, hún er ótrú- lega fögur kona, eiginlega feg- urri en Irene var. — Það finnst mér ekki sjálfri. Ég hef andstyggð á sjálfri mér. Mig hefur alltaf langað til að vera dökk yfir- litum, eins og systir mín. Henni liggur lágt rómur. Hún er frá Nýja Sjálandi og nafn hennar, Nyree, þýðir „Litla, hvíta stjörnublómið". Það hæfir henni vel. Nú er hún að lekia í nýjum framhaldsþætti fyrir BBC, „The Protectors" og Ro- bert Vaughn er mótleikari hennar. Hver veit nema við fá- um að sjá þessa þætti. Nyree leikur di Contini greifafrú, sem býr í Róm, auðug, fögur -og þess utan snjall leynilögreglu- maður. — Hún er ævintýrakona, frjálslynd sál. Hún hefur ver- ið gift og er ekkert að flýta sér í annað hjónaband. Það er alltaf eitthvað að ske í kring- um hana, hún er hugrökk og kann vel að fara með skot- vopn. Hún er fögur. Hún nýt- 48 VIKAN 2.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.