Vikan


Vikan - 13.01.1972, Blaðsíða 26

Vikan - 13.01.1972, Blaðsíða 26
Pinnabrauð er sá matur sem hæf- ir í boðum, bæði fyrir smáa og stóra hópa. Hér fara á eftir 25 til- lögur að pinnabrauði, en tökum fyrst nokkrar algildar reglur við þsesa matargerð. Ekkert pinnabrauð má vera stærra en svo að hægt sé að borða það í einum munnbita. Það er ca. á stærð við krónupening. Allt álegg og skraut verður að vera hæfilegt að stærð og ná- kvæmt svo það virki ekki handa- hófskennt á brauðinu og ósnyrti- legt. Smyrjið helzt pinnabrauðið eft- ir tegundum. Setjið t. d. allt kjöt- áleggið á í einu, þá salat, og að síðustu skraut. Það léttir vinnuna og flýtir fyrir. Og brauðið virkar áþekkara. Pinnabrauðið má sem hægast smyrja 2—3 tímum áður en það er borðað og geymast í kæliskápnum. Séu fleiri en 5—6 manns þarf að bera brauðið fram á fleiri en einum bakka. Pinnabrauð má bera fram með hanastéli, sherry, sem forréttur á undan miðdegisverði eða morg- unverði, með te eða kaffi eða sem náttverður. Og þannig gerum við pinna- brauð: 1. Skerið brauðið í þríhyrning eða ferning eða kringlótt og stærðin ca. eins og krónupening- ur. Ef smjör er haft á brauðinu er bezt að smyrja það áður en skor- ið er niður í smábita. 2. Setjið aðaláleggið á og ef vill dálítinn salatblaðsbita á það. 3. Festið siðan skrautinu, 2—3 mismunandi tegundum, með tann- stöngli úr plasti eða tré. o—o 1. Franskbrauðsferningur með mildum osti og hlaupi, t. d. sól- berja eða rifsberjáhlaupi. 2. Hyljið franskbrauðsferning með skinku, setjið piparrótarrjóma á og skreytið með tómatræmu. 3. Þríhyrndur rúgbrauðsbiti með tómatsneið. Pylsubiti, s. s. spægipylsa þar á með hálfri fylltri ólívu. 4. Franskbrauðssneið kringlótt, smurð með mayonessi. Túnfiskur í olíu settur þar á. Skreytið með hálfri eggjasneið og tómatstrimli. . 5. Ferningsrúgbrauðsbiti með skinku, skreyttum með ananasbita og mandarínubáti. 6. Franskbrauðshálfmáni smurð- ur, salatblað sett ofan á. Setjið klump af smurosti ofan á og ban- anasneið. Kreistið sítrónudropa yfir bananasneiðina. 7. Smyrjið ferkantaða rúg- brauðssneið með sinnepi. Skinka lögð yfir. Aspasbiti þar ofan á og dillgrein. 8. Ferkantað rúgbrauð smurt með lifrarkæfu, sem hrærð er upp með rjóma. Skreytið með svörtu vínberi. 9. Smyrjið ferkantað rúgbrauð með mayonessi, sem bragðað er til með piparrót. Grænt salat lagt á. Rúllið sneið af roast-beef um- pickles og setjið ofan á með stein- selju. 10. Smyrjið ferkantaðan fransk- brauðsbita, setjið þar á tungu, rúllaða um hrærð egg. Skreytið með karsa eða steinselju. 11. Rúgbrauðsferningur smurð- ur með lifrarkæfu. Skinkukramar- hús sett á og inn í kramarhúsið er sett vínber. 12. Rúgbrauðsþríhyrningur og hyljið með soðinni tungu. Skreyt- ið með piparrótarmayonesse og sneið af sultaðri asíu. 13. Smyrjið kringlótta fransk- brauðssneið með niðursoðinni ap- ríkósu, .fylltri með sýrðum rjóma (créme fraiche) og skreytið með steinselju. 14. Smyrjið rúgbrauðsþríhyrn- ing með smurosti eða grænum alpaosti. Skreytið með grænu og fylltri ólívu. 15. Smyrjið rúgbrauðsþríhyrn- ing með karrýmayonesse, hyljið með kjöti t. d. kálfakjöti, setjið dálítinn tómatkraft yfir og skreyt- ið með steinselju. 16. Smyrjið franskbrauðsþrí- hyrning með remoulaðisósu, eða maýonesse sem bragðað er til með fíntsaxaðri, sýrðri agúrku, kapers og steinselju. Leggið sneið af ro- ast beef ofan á. Skreytið með þunnri lauksneið, kaperskornum og steinselju. 17. Smyrjið franskbrauðsþrí- hyrning með karrýmayonesse. — Hyljið með grænu salati. Hyljið með soðnu hænsnakjöti. Skreytið með kavíar, hrærðum upp með dál. mayonesse. 18. Smyrjið rúgbrauðsferning. Hyljið með steiktum kjúklingi. Skreytið með ananasbita og coc- tailberi. 19. Smyrjið heilhveitibrauð með fínni lifrarkæfu. Skreytið með skinkurúllu og mandarlnubáti. 20. Smyrjið franskbrauðssneið kringlótta. Leggið grænt salat á sneiðina. Leggið kálfakjötssneið á og skreytið með hleyptu soði og steinselju. 21. Smyrjið rúgbrauðsferning. Hyljið með osti og skreytið með mandarínubáti. 22. Smyrjið rúgbrauðsferning. Hyljið með grænu salati. Setjið ost á og blátt vínber. 23. Smyrjið franskbrauðsfern- ing með mósuðum sardinum i tómat (takið hrygginn úr) blandið með rifinni piparrót og steinselju (saxaðri). Skreytið með grænu sal- ati og fylltri ólívu. 24. Setjið túnfisk í oliu á franskbrauðsferning. — Setjið agúrkusneið á mayonessetopp sem er vel kryddaður með sítrónusafa. 25. Smyrjið heilhveitibrauðs- ferning með góðri lifrarkæfu. — Skreytið með steiktu fleski og tómatstrimli. 26 VIKAN 2. TBL. -á

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.