Vikan


Vikan - 13.01.1972, Blaðsíða 46

Vikan - 13.01.1972, Blaðsíða 46
§íðan §íða§t Með tígrisdýr á barnum Glaðlyndur búllueigandi, Andy Iardella, í Scarsdale í New York 1 Bandaríkjunum, hefur látið innrétta glerbúr á barnum hjá sér og þar geymir hann þriggja ára gamlan tígr- isunga, sem hann kallar „Tolg- hy“ (Töffi). Er búrið ramm- byggt mjög og útbúið öllum mögulegum þægindum fyrir Töffa, svo sem loftræstingu og kiósetti. Hefur þetta að vonum aukið viðskiptin hjá Iardella og vitanlega þarf ekki að taka fram að öll dýraverndunarfélög í USA eru á hælum hans og krefjast þess að dýrið verði tek- ið af honum. Kannski Animal Justice Society í London taki málið að sér! Með 105 glös í hendinni „The Great Barschelly“ heit- ir dúó í Vestur Þýzkalandi og sýna þau listir sínar við góðar undirtektir, enda eru þau tvö eina fólkið í heiminum, sem framkvæmir slíkar listir. Það sem þau gera er að setja fyrst fimm kampavínsglös, full af kampavíni, á bakka og setja síð- an annan bakka, með fjórum vatnsglösum, undir þann. Síðan gengur þetta koll af kolli, þar til hæðirnar eru orðnar 26 og glösin 105. Það tók þau tvö ár að þjálfa sig — og þúsundir glasa ... Bretarnir draga líka Brezka lögreglan hefur löng- um haft það orð á sér að vera einstaklega prúðmannleg í allri framkomu og það hefur vakið furðu flestra annarra en fslend- inga, að þar eru lögregluþjónar (bobbies) ekki vopnaðir skammbyssum og öðrum dráps- tólum. Nú er aftur á móti að verða breyting á þessu og eiga nú allar löggur á Bretlandseyj- um að fá skammbyssur. Aftur á móti mega löggurnar ekki nota byssurnar, nema í sjálfs- vörn og við að stöðva vopnuð rán. Svipaðar reglur gilda í Bandaríkjunum og víðar, en mun það mjög upp og ofan hvernig lögreglumenn túlka þær. Brezka lögreglan verður þó vonandi til fyrirmyndar í þessum efnum, þrátt fyrir að hún hafi fengið heimildar og fræðslukvikmyndir frá FBI. Myndin sýnir brezka bobbía á æfingu á Wembley-leikvang- inum. Sama tungldrossían fyrir keppinautana Bandaríkjamenn og Sovét- menn tala fögrum orðum öðru hverju um samstarf sín á milli og hefur hvað hæst verið haft um samstarf á sviði geimvís- inda. Nýlega töluðu þeir um að vinna saman að smíði tungl- bíls, en báðar þjóðir hafa sent slíka bíla til karlsins í tunglinu, þótt aðeins Bandaríkjamenn hafi sent þangað menn. Þessi mynd var tekin í Luzern í Sviss og sýnir Rússann Vitalij Sev- astianov, stjórnanda Sojus 9 og James Lowell, stjórnanda á Appollo 13, maðurinn sem gerði kraftaverkin í þeirri svaðilför. Hver veit nema að þessir tveir eigi eftir að keyra saman í þessum tunglbíl í raunverulegu umhverfi? 46 VIKAN 2. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.