Vikan


Vikan - 13.01.1972, Blaðsíða 45

Vikan - 13.01.1972, Blaðsíða 45
Það var við upptöku á sjónvarpsþætti í Berlín að þeir hittust, söngvararnir tveir; Ivan Rebroff, sem er fertugur og hollenska undrabarnið Heintje, sem nú er orðinn 16 ára. Heintje lét í Ijós hrifingu sína yfir gífurlegu raddsviði hins fræga „keppinautar" síns. Rebroff hló og sagði: — Bíddu bara, vinur minn, þess verður ekki langt að bíða að þú ræður við fjórar áttundir! Heintje var yfir sig hrifinn af hestunum, sem voru með í sjónvarpsþættinum og sagði að ef til þess kæmi að hann missti röddina, eða ef hann héldi henni ekki, þegar hann yrði fullorðinn, þá ætlaði hann að leggja fyrir sig reiðmennsku. Heintje byrjaði, eins og Rebroff, að syngja inn á plötur, árið 1968 og milli þess sem hann er á söngferðalögum býr hann í 18 herbergja húsi meö móður sinn. Nýlega var hann á söngferðalagi í Bandaríkjunum, söng þá í sjón- varpsþáttum og heimsótti Disneyland. Bráðiim færð |mi Njðhiir *vona djúpa rödd 2. TBL. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.