Vikan - 13.01.1972, Blaðsíða 29
I
■
Brezku sjónvarpsþættirnir
,,Hve glöð er vor æska“
(Please, Sir!), sem sjónvarpið
hóf sýningar á upp úr síðustu
mápaðamótum hafa þegar vak-
ið mikla athygli hér sem og
annars staðar þar sem þeir
hafa verið sýndir. Meðal landa
sem hafa sýnt þættina má
nefna Svíþjóð, Máritíus, Ástra-
líu, Nýja Sjáland, Hong Kong,
Finnland, Singapore, Zambíu,
Gíbraltar, Kanada og Holland,
1 er þaðan er gott dæmi um vin-
| sældir þáttanna: Eftir að tveir
höfðu verið sýndir gerði hol-
lenzka sjónvarpið könnun á
, vinsælustu sjónvarpsþáttum
þar í landi og „Hve glöð er vor
æska“ varð í efsta sæti, langt
fyrir ofan aðra þætti.
Hefur hollenzka sjónvarpið
þgear gert ráðstafanir til að fá
til sýningar næsta myndaflokk
af „Hve glöð er vor æska“,
þótt ekki hafi enn verið hafizt
handa um framleiðslu á hon-
um.
Efni þáttanna er sjálfsagt
öllum kunnugt nú þegar, en
ekki skaðar að rifja það að-
eins upp: Bernard Hedges (sem
leikinn er af John Alderton) er
ungur nýútskrifaður kennari
sem ræðst til starfa í unglinga-
skóla í austurhluta Lundúna-
borgar. Er hann ákveðinn í að
„hreinsa til“ þar, en skólinn er
þekktur fyrir óróaseggi, svip-
aða þeim og við kynntumst í
Jafnhliða því að nemendurnir
skemmta sér, hefur kennaraliðið
þungar áhyggjur af gangi mála
í skólanum.
Bernard, „stjarnan", lendir í ýms-
um ævintýrum á fyrsta kennslu-
ári sinu. Hann er leikinn af John
Alderton.
kvikmyndinni ,.To Sir, With
Love“. Bernard fær það verk-
efni að kenna 5C, sem er lang-
órólegasti bekkurinn í skólan-
um, en því hafði hann aldrei
búizt við. Hann er þess þó full-
viss, að öll börn eigi eitthvað
gott til — einhvers staðar —
og með það í huga einsetur
hann sér að bæta þetta unga
fólk. Þá byrjar gamanið!
Fyrsta daginn gerir hann þá
reginskyssu að lenda í útistöð-
um við Potter, húsvörðinn (sem
leikinn er af Deryck Guyler),
en hann er einnig hægri hönd
skólastjórans. Bernard situr í
súpunni.
Ástæðulaust er að rekja sög-
una lengra, því að sjón er sögu
ríkari, en aðrir leikarar í þátt-
unum eru: Noel Howlett, sem
leikur skólastjórann, Joan San-
derson, sem leikur einkaritara
hans; Eric (Mr. Smith), Rich-
ard Davies (Mr. Price), Peter
Cleall (Duffy), Liz Gebhardt
(Maureen), David Abbott (Ab-
bott), Malcolm McFee (Crav-
en)j, Pfeter Denyer (Diinsta-
ble), Penny Spencer (kyn-
bomba skólans, Sharon) og
margir fleiri. Leikstjóri og
framleiðandi er Mark Stuart.
☆
Krakkarnir í 5C eru ekki beinlínis
með kúristahugarfar og nota
kennslustundirnar einatt til annars
en að lesa kennslubækurnar.