Vikan


Vikan - 13.01.1972, Blaðsíða 7

Vikan - 13.01.1972, Blaðsíða 7
Karl Gústaf, krónprins Svía, er allmjög upp á kvenhöndina, eins og myndin ber með sér. Hann fær að verða konungur að afa sínum látnum, en valdaleysi hans í hásætinu verður jafnvel enn al- gerðara. ar sjálfir og ekki síður útlend- ingar voru sannfærðir um að Svíþjóð væri það ríki jarðar, sem stjórnað væri af mestri skynsemd, réttsýni og fram- farahyggju. En nú er sem sagt farið að kveða við annan tón. Og það var stjórnarflokkurinn sjálfur. sósíaldemókratar, sem ýttu óþyrmilegast við helgisögninni. Sama ár og skipt var um for- sætisráðherra gerði nefnd, skip- uð af flokknum til að kanna jöfnuð innan þjóðfélagsins, heyrinkunna skýrslu, sem hljómaði eins og ákæra. Sam- kvæmt skýrslunni fór þvi fjarri að jöfnuður ykist í þessu fyrir- myndarríki „jafnaðarmanna", þvert á móti. Fyrirtækin, sem landsmenn byggðu afkomu sína á, urðu sífellt stærri og „Raggarna", eins og vandræða- unglingarnir sænsku eru kallaðir, valda lögreglunni oft ærnum erf- iðleikum, og vinstúlkur þeirra stundum ekki síður. Og sænskir lögreglumenn eru engin alger stillingarljós frekar en stéttar- bræður þeirra annars staðar. færri, bilið milli þeirra, sem fyrirtækjum stjórnuðu og hinna sem þar unnu varð sífellt breiðara, mishröð verðbólga hrjáði landslýðinn. atvinnu- leysi var meira að segja ekki óþekkt, barnaheimili voru of fá og sjúkrahús sömuleiðis, konur voru láglaunaðri en karlmenn, húsaleiguokrið var orðið hrein plága, eldra fólk átti í vandræðum með að fá vinnu og vextir af sparifé voru svo lágir að fólk, sem treysti á slíka eign, gat hvorki lifað af henni eða dáið. í stuttu máli sagt: Flokkur- inn uppgötvaði að fyrirmynd- arríkið var ekki laust við sömu vandamálin og hrjá þróuð iðn- aðarríki yfirleitt. Það félags- lega öryggi, sem Svíar höfðu Framhald á hls. 39.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.