Vikan


Vikan - 13.01.1972, Blaðsíða 50

Vikan - 13.01.1972, Blaðsíða 50
Kona um borð - Ný og spennandi framhalds- saga hefst í næsta blaði Framhaldssögur Vikur.nar hafa notið mikilla vinsælda að undanförnu; hafa þótt spenn- andi cg skemmtilegar. I næsta blaði lýkur annarri þeirra, Nornanótt, en ný hefst. Hún heitir Kona um borð og er hörkuspennandi frá upphafi til enda. Við spáum því, að hún verði ekki síður vinsæl en þær sögur, sem birzt hafa í vetur. Við hvetjum því lesendur til að missa ekki af henni, heldur byrja að fylgjast með henni strax. Prédikarinn á Lækjar- torgi Allir kannast við prédikarann á Lækjartorgi, Sigurð Sveinbjörnsson. Loftur Guð- mundsson rithöf- undur bregður upp skýrri mynd af honum í næsta blaði. 0 Önnur grein um Benjamín Franklin. • Smásagan A bak við grímuna. @ Fjórar litprentaðar uppskriftir í Mat- reiðslubók Vikunnar. © Tvö spáný sn'ð frá Simplicity. © Og ótalmargt fleira. Hvernig eru franskar konur? Franskar konur hafa alltaf verið álitnar ást- leitnari en konur annarra þjóða. En er þetta rétt? I næsta blaði birtist skemmtileg grein um frönsku konuna, sem byggð er á viða- mikilli rannsókn þýzks vikublaðs. Paul McCartney talar Saga Bítlanna er stöðugt til umræðu. Vikan birti í fyrra langt viðtal við John Lennon, sem mikla athygli vakti. Nú segir Paul McCartney söguna frá sínu sjónarhorni. Nyree Dawn Porter á marga vini í London . . . hún er líka hrifin af öllu þar, nema regn- inu. Hún fer oft í reiðtúra með aðdáendum sínum, en hún leit- ar ekki til þeirra ef hún verð- ur fyrir sorg. — Ég sendi boð eftir systur minni, ég elska hana og eys yfir hana allri þeirri móður- ást, sem ég hef ekki getað lát- ið mínu eigin afkvæmi í té. Við búum saman í litlu húsi og við höfum bæði kött og hund. Ég hef aldrei fyrr átt hund, en mér finnst það dá- samlegt, það er svo notalegt að finna tryggð skepnunnar. Hann stekkur upp um mig, þegar ég kem heim, eins og hann vilji tjá mér ást sína. En ég segi það satt að ég elska systur mína mest af öll- um. Hvernig hún lítur út? Hún er miklu laglegri en ég. Hún hefur sítt, svart hár og mjög ljóst hörund. Nyree Dawn Porter var mjög niðurdregin og miður sín eftir dauðsfall eiginmannsins; þá var það systir hennar sem kom henni til huggunar. — Það er mjög sjaldgæft að syst- ur séu svo samrýmdar, segir hún. Önnur er ljós, hin dökk. Önnur er fræg sjónvarps- stjarna, hin er ósköp venjuleg stúlka, en þegar Nyree talar um systur sína, hlær hún. Hún tendur upp til að borða sinn venjulega hádegisverð, harð- soðið egg og kampavín og seg- ir um leið, með sinni ljúfu, hásu rödd: — É'g vildi óska að ég væri eins og systir mín. Vinir okkar hafa tekið marg- ar skemmtilegar myndir af okkur saman og þegar ég skoða þessar myndir, þá verður mér alltaf á að hugsa að það sé hún sem er falleg . . . ☆ HITTUMST AFTUR - I NÆSTU VIKU — Heldurðu ekki að við séum í Paradís? 50 VIKAN 2. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.