Vikan - 13.01.1972, Blaðsíða 36
blaðra eða bóla sem ekki var.
svo gott að losna við. Ég er
dálítið hryggur yfir endalok-
um Colosseum. Við áttum sam-
an ánægjuleg þrjú ár.
Steve Marriott átti varla orð
til að lýsa ánægju sinni yfir
þessum málalokum og kvað
Clempson akkúrat manninn
sem þeir hefðu verið í þörf
fyrir.
Og nú er okkar að bíða eftir
útkomunni, en nú er hið nýja
Humble Pie á leið í stúdíóin
til að vinna að nýrri LP-plötu.
☆
SKARPSKYGGNl
Framhald af bls. 9.
þoli ekki að sjá blóð — svo að
það hefur víst liðið yfir mig.
Fólkið í bifreiðinni hélt víst,
að ég væri að deyja eða því
líkt. Það hætti strax að gera
við bílinn, sem hafði bilað smá-
vegis og ætlaði að aka mér í
sjúkrahúsið. Þegar ég raknaði
við, vorum. við næstum komin
hingað að skálanum svó að ég
fór út og gekk hingað. É'g hélt
ekki, að þú yrðir hræddur. En
til vonar og vara sendi ég eft-
ir þér.“
☆
PRENTNEMINN
SEM VARÐ RITSTJÖRI
Framhald af bls. 13.
hamingjuóskir. Háskólar keppt-
ust við að heiðra hann. Hann
var meira að segja kjörinn fé-
lagi í hinu konunglega brezka
visindafélagi — af þeim sömu
mönnum, sem hlegið höfðu að
kenningu hans, er þeir heyrðu
hana fyrst.
„Heimspekingur rafmagns-
ins var orðinn einn af fræg-
ustu mönnum heims.
Benjamín Franklin fæddist í
Milk Street í Boston, 17. janú-
ar árið 1706. Hann var yngsti
sonur Jósía Franklins, sem var
sápugerðarmaður og kerta-
steypari að atvinnu og sautján
barna faðir. Hann kvæntist
ungur og bjó til 25 ára aldurs
í Banbury í Oxfordshire í Eng-
landi. Árið 1683 hélt hann yfir
hafið ásamt konu sinni og
þremur börnum — til fyrir-
heitna landsins, Nýja-Englands
í Vesturheimi. Orsök fararinn-
ar voru trúarofsóknir. Jósía
var fríkirkjumaður, en sam-
komur safnaðarins höfðu ver-
ið bannaðar. Þetta varð þess
valdandi, að nokkrir málsmet-
andi menn ákváðu að flytjast
búferlum vestur til að geta
notið fulls frelsis í trúmálum.
Jósia eignaðist fjögur börn þar
vestra með konu sinni, en hún
lézt eftir aðeins sex ára dvöl í
nýja heiminum. Jósía kvæntist
þegar aftur, og var síðari kona
hans Abía Folger, dóttir eins
af fyrstu landnámsmönnum
Nýja-Englands. Með henni
eignaðist hann tíu börn, og var
Benjamín Franklin yngsti son-
urinn, en fimmtánda barnið í
röðinni.
Benjamín Franklin lét sér
annt um sögu forfeðra sinna
og frænda og tókst að safna
saman ýmsum fróðleik um ætt
sína. Hann komst meðal ann-
ars að raun um, að fjölskylda
hans hafði lifað í 300 ár í sama
sveitaþorpinu, Ecton í North-
amptonshire, allt frá því að
fjölskyldan tók upp ættarnafn-
ið Franklin. Við rannsókn á
kirkjubókum í Ecton veitti
hann því eftirtekt, að hann var
yngsti sonur yngsta sonar í
fimm ættliðum.
Synir Jósía Franklins voru
látnir læra sína iðnina hver.
Það hafði verið venja, að elzti
sonurinn lærði járnsmíði og
Jósía rauf ekki þá ævagömlu
hefð. Hins vegar var yngsti
sonurinn settur í skóla, þegar
hann var átt ára. Benjamín
Franklin segir svo í sjálfsævi-
sögu sinni: „Faðir minn hugð-
ist greiða mig sem eins konar
sonartíund til kirkjunnar og
láta mig læra til prests. Eg
hafði verið fljótur að læra að
lesa, svo fljótur, að ég man
ekki eftir mér ólæsum. Og all-
ir vinir föður míris hvöttu hann
til þessa og héldu, að mér
munjji ganga námið vel.“
En Jósía átti fullt í fangi með
að sjá sér og sinni stóru fjöl-
skyldu farborða. Hann treysti
sér því ekki til að kosta yngsta
son sinn til mennta, enda báru
lærðir menn lítið úr býtum á
þessum tíma. Benjamín Frank-
lin var því tekinn úr latínu-
skólanum og settur í annan
skóla, þar sem hann lærði
skrift og reikning. Þegar
Franklin var tiu ára, tók faðir
hans hann úr skólanum og lét
hann hjálpa sér við störf sín,
kertasteypu og sápugerð.
Tveggja vetra barnaskólanám
varð því öll sú skólaganga, sem
Benjamín Franklin naut. Hon-
um var nú fengið það starf að
sníða rök í kerti. láta brædda
tólg i strokk og kertamót, vera
í sendiferðum og fleira þess
háttar. Honum féll starfið af-
ar illa og hótaði föður sínum
að strjúka að heiman og ger-
ast sjómaður. Til þess mátti
Jósía ekki hugsa. Einn sona
hans hafði þegar strokið á sjó-
inn og þess vegna tók hann nú
að ganga með yngsta syni sín-
um til húsgagnasmiða, múrara,
rennismiða, koparsmiða og
fleiri handveí'ksmanna, þar
sem þeir voru við vinnu sína,
og reyndi þannig að komast að
raun um, hvaða starf væri
Benjamín Franklin helzt að
skapi. Árangur þessara rann-
sóknarferða varð sá, að Benja-
mín var látinn læra hnífasmíði
hjá frænda sínum. En Jósía
féll illa, að frændinn krafðist
borgunar fyrir kennsluna, svo
að hann lét son sinn hætta
náminu eftir skamman tíma.
Benjamín Franklin eyddi
öllum frístundum sínum í lest-
ur og sjálfsnám. Hann las all-
ar bækur, sem hann náði í og
þeim fáu aurum sem hann
eignaðist varði hann til bóka-
kaupa. Þessi lestrarfýsn hans
varð að lokum til þess, að fað-
ir hans ákvað að hann skyldi
verða prentari. Einn af sonum
hans, James, hafði þegar lært
þá iðn. Hann kom frá Englandi
árið 1717 með letur og prent-
vél og setti upp prentsmiðju í
Boston. Tólf ára gamall hefur
Benjamín Franklin prentnám.
Fyrir áeggjan föður þeirra
gerðu þeir bræðurnir með sér
fastan kennslusamning. Sam-
kvæmt honum átti Benjamín
að vinna hjá bróður sínum, þar
til hann væri tuttugu og eins
árs. Fyrir síðasta árið átti hann
að fá sveinskaup, en öll hin
árin ekkert. Benjamín náði á
skömmum tíma tökum á prent
listinni og varð brátt hægri
hönd bróður síns.
Benjamín Franklin mat föð-
ur sinn mikils og minnist hans
með fögrum orðum í ævisögu
sinni. Hann lýsir honum þann-
ig: „Hann hafði ágætt limalag,
var meðalmaður á vöxt, bar sig
vel og var mjög sterkur. Hann
var hugvitsmaður, teiknaði vel,
bar gott skynbragð á tónlist og
hafði skæra, viðkunnanlega
rödd. Þegar hann lék sálmalög
á fiðlu og söng með, eins og
hann gerði stundum á kvöld-
in. þegar dagsverkinu var lok-
ið, þá var unun á að hlýða.
Hann var einnig hagleiksmað-
ur og gat leikið sér að tólum
annarra iðnaðarmanna, ef tæki-
færi bauðst . . . Oft komu beztu
menn til hans og leituðu ráða
hjá honum í málefnum borgar-
innar eða þeirrar kirkjudeild-
ar, sem hann var í. Þá leituðu
einstaklingar ráða hans, er ein-
hvern vanda bar að höndum,
og oft var hann kosinn gerðar-
maður í deilum manna.“
Benjamín Franklin minnist
þess ekki, að foreldrum hans
yrði misdægurt, fyrr en þau
lögðust banaleguna. Móðir hans
lagði til að mynda öll börnin
sín tíu á brjóst. Þau náðu bæði
háum aldri. Hann lézt árið
1744, 89 ára gamall, en hún
1752, 85 ára að aldri. Þau voru
grafin hlið við hlið í Boston.
Löngu síðar lét hinn frægi son-
ur þeirra setja svohljóðandi
grafskrift á leiðið:
„Jósía Franklin og Abía kona
hans eru greftruð hér. Þau lifðu
saman í ástríkum hjúskap
fimmtíu og fimm ár. Þau ólu
önn fyrir stórri fjölskyldu og
komu sómasamlega á legg
þrettán börnum og sjö barna-
börnum með stöðugu erfiði og
iðjusemi, er guð blessaði þeim.
og áttu þó hvorki jarðeignir
né voru í arðvænlegri stöðu.
Dæmi þeirra veri þér, er þetta
lest, hvöt til að stunda köllun
þína með árvekni og treysta
forsjóninni. Hann var guð-
hræddur og vitur maður, hún
grandvör og dyggðug kona.
Yngsti sonur þeirra reisti þenn-
an stein af sonarlegri ræktar-
semi við minningu þeirra.“
Árið 1721 réðist James
Franklin í það stórvirki að
hefja útgáfu blaðs. Það hét
„fréttablað Nýja Englands" og
var annað blaðið, sem gefið var
út í Ameríku. Eina blaðið, sem
komið var á undan því, hét
„Fréttabréf frá Boston". Allir,
sem James sagði frá þessari
ráðagerð sinni, hristu höfuðið
tortryggnir og réðu honum ein-
dregið frá að framkvæma hug-
myndina. Þeir voru sannfærð-
ir um, að blaðið mundi aldrei
bera sig. Eitt blað væri kapp-
nóg fyrir Ameríku. En James
sinnti engu úrtölum annarra.
Hann stofnaði sitt blað og lét
Benjamín bera það út til kaup-
endanna. Blaðið hlaut þegar
hinar beztu móttökur, og ekki
leið á löngu þar til gáfumenn
og ritsnillingar • tóku að ving-
ast við nýja blaðaútgefandann
og sóttust eftir að fá að skrifa
í blaðið. Þessir menn urðu nú
tíðir gestir í prentsmiðjunni.
Benjamín stóð jafnah álengdar
og hlustaði með andakt á sam-
töl þeirra og frásagnir. Hann
eyddi sjálfur öllum tómstund-
um sínum í að glíma við skrift-
ir og yrkingar. Með sjálfsaga
og eljusemi hafði honum þeg-
ar tekizt að tileinka sér sér-
stæðan kímnistíl, þótt hann
væri ekki nema sextán ára
36 VIKAN 2. TBL.
Equatone snyrtivörur
Húðsnyrting er undirstaða
allrar snyrtingar. Ef húð yðar
er þurr, normal eða feit
þarfnizt þér daglegrar húð-
snyrtingar, annaðhvort til að
viðhalda húðinni eða lag-
færa hana.
Ef þér notið EQUATONE frá
COTY reglulega hjálpar það
yður til að viðhalda og varð-
veita húð yðar. Athugið á
töflunni til hægri hvað hæfir
húð yðar, og snúið yður til
næstu snyrtivöruverzlunar
sem selur Coty.
Coty fæst aðeins í helztu
snyrtivöruverzlunum.
HÚÐGERÐ MORGUNSNYRTING KVÖLDSNYRTING NÆTURSNYRTING SÉRSTÖK MEÐFERÐ
NORMAL Ijlreinsun: Foaming Cleanser Andlitsvatn: Balancing Freshener Krem: Moisture Equaliser Hreinsun: Fácial /Cleansing Milk Andlitsvatn: Balancing Freshener Notið til skiptis Moisture Multiplier og -Enriched Night Treatment. Notið alltaf Overnight Eye Creme Notið einu sinni eða tvisvar í viku Tone Up Moisture Mask.
FEIT Hreinsum Foaming Cleanser Andlitsvatn: Ðalancing Toner Krem: Moisture Equaliser Hreinsun: Foaming Cleanser Andlitsvatn: Balancing Toner Moisture Equaliser, einkan- lega á háls og kinnar. Notið alltaf Overnight Eye Creme Notið Tone-up Moisture Mask a. m. k. þrisvar í viku. Ef húðin er mjög þurr skal nota það daglega.
ÞURR Hreinsun: Facial Cleansing Milk Andlitsvatn: Balancing Freshener Krem: Moisture Multiplier Hreinsun: Deep Cleansing Oil eða Facial Cleansing Milk Andlitsvatn: Balancing Freshener Notið alltaf Enriched Night Treathent og Overnight Eye Creme Notið Tone-up Moisture Mask einu sinni í viku.
FEIT Á NORMAL Hreinsun: Foaming Cleanser Andlitsvatn: Balancing Freshener Krem: Moisture Equaliser Hreinsun: Foaming Cleanser Andiitsvatn: Balancing Freshener Notið alltaf Moisture Equaliser og Overngiht Eye Creme Notið Tone-up Moisture Mask tvisvar í viku — sér- staklega á feita húð- bletti.
LÍTIÐ EITT FEIT Á ÞURRI HÚÐ ♦ Hreinsun: Foaming Cleanser Andlitsvatn: Balancing Freshener Krem: Moisture Equaliser Hreinsun: Facial Cleansing Milk Andlitsvatn: Balancing Freshener Notið til skiptis Moisture Multiplier og Enriched Night Treatment á þurra húðbletti. Notið alltaf Overnight Eye Creme Notið Tone-up Moisture Mask einu sinni eða tvisvar í viku
ÞURR HÚÐ Á ÞURRI HÚÐ Hreinsun: Facial Cleansing Milk Andlitsvatn: Balancing Freshener Krem: Moisture Multiplier Hreinsun: Deep Cleansing Oil Andlitsvatn: Balancing Freshener Notið alltaf Enriched Night Treatment og Overnight Eye Creme Notið Tone-up Moisture Mask vikulega.
MJÖG ÞURR HÚÐ Á ÞURRI HÚÐ Hreinsun: Deep Cleansing Oil Andlitsvatn: Balancing Freshener Krem: Moisture Multiplier eða Enriched Night Cream Hreinsun: Deep Cleansing Oil Andlitsvatn: Balancing Fresher.er í rakan bómullarhnoðra Notið mikið af Enriched Night Treatment. Berið á tvisvar með stuttu millibili. Notið alltaf Overni^ht Eye Creme Notið Tone-up Moisture Mask 10. hvern dag.
Notið alltaf „TOTALLY SOFT BODY LOTION" til líkamssnyrtingar
gamall. í dagdraumum sínúm
gældi hann við þá hugmynd,
að hann fengi sjálfur að skrifa
eitthvað í blaðið, — eitthvað
sem vekti verulega athygli. En
hann var sannfærður um, að
James mundi aldrei birta rit-
smíð eftir yngri bróður sinn.
Hann leit ætíð á sig sem kenn-
ara hans og húsbónda og ætl-
aðist til að Benjamín ynni sín
störf sem óskyldur væri.
Eitt sinn ákvað Benjamin
að leika eilítið á bróður sinn.
Hann skrifaði grein, breytti
rithönd sinni, merkti hana með
dulnefni og stakk henni loks
undir útidyrahurð prentsmiðj-
unnar seint um kvöld. Hér var
um að ræða skopgrein, þar sem
úði og gráði af beinskeyttum
athugasemdum um siðgæði og
venjur íbúanna í Boston. Grein-
in fannst morguninn eftir og
Benjamín átti fullt í fangi með
að leyna gleði sinni, þegar hann
sá bróður sinn hampa grein-
inni og lesa hana upphátt fyrir
vini sína. Þeir veltu því mjög
fyrir sér, hver höfundurinn
gæti verið. Benjamín var ekki
svo lítið upp með sér, þegar
hann heyrði, að allir þeir sem
gizkað var á, voru lærðir menn
og snjallir. Greinin birtist í
blaðinu og síðan þrettán grein-
ar til viðbótar af svipuðum
toga.
Benjamín varðveitti vel
leyndardóminn, en loks stóðst
hann ekki lengur mátið og
sagði frá öllu saman. Hann
varð þegar, var við, að vinir
bróður hans tóku nú að beina
athygli sinni að prentneman-
um og meta hann meira en áð-
ur. Þetta féll James afar illa.
Varð þetta upphaf að ósam-
komulagi milli þeirra bræðra;
stöðugum illdeilum, sem oft
enduðu með því að James lagði
hendur á bróður sinn.
Eitt sinn birtist í blaðinu
harðorð ádeilugrein um stjórn-
mál sem þingið tók óstinnt
upp. James var tekinn fastur
og dæmdur til fangelsisvistar
í mánaðartíma. Benjamín var
einnig handtekinn og yfir-
heyrður, en slapp með áminn-
ingu. Það kom i hlut Benja-
míns að annast útgáfu blaðs-
ins, á meðan bróðir hans var í
fangelsinu. Hann notaði þetta
tækifæri óspart, lét gamminn
geysa og skrifaði nú undir fullu
nafni. Flestum bar saman um,
að þessi ungi maður væri
óvenju efnilegur, en mörgum
þótti hann um of skömmóttur
og hæðinn, og litu hann horn-
auga af þeim sökum. Þegar
James var leystur úr haldi, var
honum fengin í hendur skipun
frá þinginu þess efnis, að hann
mætti ekki framvegis gefa út
Fréttablað Nýja-Englands.
James og vinir hans skutu
á ráðstefnu i prentsmiðjunni
til að ræða um, hvað gera
skyldi. Sumir vildu breyta
nafni blaðsins, en loks varð
samþykkt, að Benjamín Frank-
lin skyldi heita útgefandi þess
framvegis. En til þess að þing-
ið gæti ekki fett fingur út í, að
James gæfi áfram út blaðið,
en léti aðeins námssvein sinn
vera útgefanda þéss að nafn-
inu til, voru gömlu námssamn-
ingarnir látnir falla úr gildi. í
staðinn gerði James nýjan
samning við bróður sinn, sem
skyldi skoðast einkamál þeirra.
Þetta fyrirkomulag var laust
í reipunum, en hélzt þó í marga
mánuði. Loks risu þó nýjar
deilur milli bræðranna. Benja-
mín undi illa ófrelsinu og vildi
brjótast undan handarjaðri
bróður síns. Hann færði sér í
nyt þá erfiðu aðstöðu, sem
James var í, til að knýja fram
betri aðstöðu og aukið frelsi
sér til handa. „Ég tel þennan
ódrengskap minn eina af fyrstu
yfirsjónum mínum,“ skrifar
hann í ævisögu sinni. „Ég hef
ef til vill verið helzt til ögr-
andi og ósvífinn.“
Þeir bræður skildu ósáttir.
Benjamín Franklin fór að
heiman og hélt til Fíladelfíu,
en þá stóð sú borg með mest-
um blóma í Ameríku.
Hann var aðeins sautján ára
gamall og hélt af stað út í hina
stóru veröld til að standa á
eigin fótum. Hann var gæddur
hugrekki hins hrekklausa, sem
þekkir ekki heiminn.
Honum var nauðugur sá
kostur að hleypa heimdragan-
um. Það er til marks um mis-
sættið milli bræðranna, að
James gekk á milli allra pi*ent-
ara í Boston og sá til þess, að
Benjamín fengi ekki atvinnu í
annarri prentsmiðju. Ennfrem-
ur var Benjamín illa séður í
borginni og höfðu ungæðisleg
skrif hans í blaðið séð fyrir
því. Hann hafði lent í deilu
vegna trúmála og farið heldur
ógætilega. í augum margra var
hann hinn argasti guðleysingi,
óalandi og óferjandi. Hann ótt-
aðist meira að segja, að ef
spyrðist að hann ætlaði að
hlaupast á brott úr bænum,
yrði komið í veg fyrir, að hon-
um tækist það. Hann fékk því
vin sinn til að semja við skip-
stjóra á litlu skipi um að flytja
2. TBL. VIKAN 37