Vikan - 13.01.1972, Blaðsíða 40
launafólks, og valda þar mestu
um náin tengsli samtakánna og
stjórnarinnar, sem hafa kom-
ið til af sjálfu sér þar eð krat
ar hafa verið við stjórnvölinn
á báðum stöðum. LO hefur oft
verið sakað um að vera ekki
orðið annað en tæki i höndum
stjórnarinnar til að koma til
leiðar stefnu hennar i atvinnu-
og verkalýðsmálum. Eitthvað
satt kann að vera í því, en á
hinn bóginn má benda á að
slík tengsli eru næsta eðlileg
í landi, þar sem verkalýðs-
fiokkur fer með völdin. Og
ekki hefur þessi samvinna
stjórnar og verkalýðssamtaka
tekizt verr til en svo, að óvíða
eða hvergi í heiminum býr
þorri launafólks við betri kjör
en í Svíþjóð — hvað sem allri
óánægju þar líður.
Sænskir atvinnurekendur eru
lika yfirleitt harðánægðir með
samstarfið við LO, og má kann-
ski segja að sú ánægja sé hæp-
in meðmæli með verkalýðs-
samtökum. Fullyrt er að engin
önnur verkalýðssamtök á Vest-
urlöndum hafi meiri skilning á
hagræðingarráðstöfunum,
sparnaði og samþjöppun i at-
vinnulífinui. Verkalýðssamtök-
in snúast til dæmis yfirleitt
ekki til mótstöðu, þegar fyrir-
tæki er lagt niður á þeim
grundvelli að það beri sig ekki
eða skili ekki nógu miklum
hagnaði. Þess í stað er reynt
að útvega starfsmönnunum
nýja vinnu. Síðustu árin hafa
tug- ef ekki hundruðþúsundir
Svía orðið að skipta um starf,
skóla síg undír nýtt starf og
gjarnan skipta um bústað þess
'végna, Og sumir þeirra, sem
misst hafa sin fyrri störf, hafa
ekki fengið neitt að gera og
þvi orðið að lifa á styrk frá því
opinbera.
En sænska velferðin sér að
vísu vel um sína. I engu öðru
riki heims býr fólk við meira
félagsöryggi. En sænsku al-
mannatryggingarnar eru líka
dýrar, sumir segja þær dýrustu
i heimi. Sumir kalla þær óseðj-
andi hít, sem tæmi fjárhirzlur
hins opinbera hraðar en í þær
geti safnazt.
Því að menn þurfa ekki að
vera alveg á nástrái til að eiga
tilkall til opinberrar aðstoðar.
Velferðarkerfi Svíþjóðar hefur
sem sé það markmið að hindra
að menn geti orðið fátækir. Af-
leiðingin er sú að Stokkhólmur
er nálega eina höfuðborg Evr-
ópu, þar sem slðfnm eru ekki
til ,og jafnvel ekki hverfi sem
hægt er að kalla að hafi á sér
fátæklegan svip, að minnsta
kosti ef miðað er við alþjóð-
legan mælikvarða. Til að hindra
að fólk neyðist til að búa í lé-
legu húsnæði fær það mikla
hjálp til að borga húsaleigu.
Árið 1970 fékk um ein milljón
og fjögur hundruð þúsund
manns í þessu skyni aðstoð sem
nam sem svaraði nærri hálf-
um þriðja milljarði íslenzkra
króna. Svo að segja hver ein-
asta fjölskylda, sem á ekki þó
nema sé eitt barn undir sext-
án ára aldri, getur fengið húsa-
leigustyrk.
Þrátt fyrir þetta ráða marg-
ar sænskar fjölskyldur ekki
við leiguna á nýbyggðu íbúð-
unum. Sérstaklega á þetta við
um ung hjón, sem eru að byrja
búskap. í Stór-Stokkhólmi eru
þannig hundrað og sextíu þús-
und manns skráðir á íbúðabið-
lista, og yfirvöldin geta ekki
leyst úr vandræðum nema eins
af hverjum tíu í bráðina. Það
úrræði að eignast eigin hús er
flestum Svíum bannað. Ríki og
bæjar- og sveitarfélög hvetja
ekki til byggingar einkaíbúða,
heldur eru þau andvíg slíkum
framkvæmdum og af gildum
ástæðum. Á meginlandinu, þar
sem einstaklingsframtakið er
meira í þessum efnum, eru út-
jaðrar borganna að verða að
óviðráðanlegu flóði af einbýl-
ishúsum og öðrum byggingum
reistum af einstaklingum, sem
lítið tillit taka til framtíðar-
skipulags. Þess háttar skipu-
lagsleysi er hrein viðurstyggð
í augum Svía, heimsins beztu
skipuleggjara.
Skömm að þvi að þiggja
opinberan ítyrk.
Skarholmen er dæmigerð
sænsk útborg, samanstendur
nær eingöngu af háhýsum. Þar
er allt í hreinum og beinum
línum og þrautskipulagt. Þar
er verzlunartorg, sérstakt svæði
fyrir þá sem vilja ganga sér til
heilsubótar, sérstakt háhýsi til
að leggja bílum (allur útbún-
aður sjálfvirkur), almennings-
salerni, kaffihús, veitingahús
og auðvitað vinnumiðlunar-
skrifstofa og „Socialbyrá“,
sem útdeilir styrkjum frá þvi
opinbera. En þótt undarlegt
kunni að virðast, gengur ekki
allt eins og í sögu á Skarholm-
en, að dómi yfirvalda þeirra
er stofnunum þessum ráða.
Á vinnumiðlunarskrifstof-
unni eru um þessar mundii'
nærri fjögur hundruð manns
skráðir atvinnulausir, þar af
yfir nítiu yfir sextugt og yfir
fimmtíu undir tuttugu og fimm
ára aldri. Séu þeir atvinnu-
»
lausu í verkalýðsfélagi, fá þeir
styrk frá því (um það bil tvö
hundruð til níu hundruð ísl.
krónur á dag, eftir því hvert
stéttarfélagið er), en þeir sem
eru utan stéttarfélaga fá styrk
af almannafé (í Stokkhólmi um
fjögur hundruð og fjörutíu
krónur á dag). Af atvinnuleys-
ingjunum á Skarholmen eru
um hundrað og fjörutíu á bæn-
um, og þeim hefur stöðugt far-
ið fjölgandi undanfarið. f hlut-
falli við það vaxa áhyggjur
þeirra, sem annast fjármál
bæjarfélagsins.
Það eru ekki peningamálin
ein, sem eru starfsfólki al-
mannatrygginganna áhyggju-
efni. Það verður að vinna með
sem mestri leynd. Þótt fjár-
veitingar almannatrygginga
hafi farið hraðvaxandi í Sví-
þjóð undanfarna áratugi, telja
flestir Sviar ennþá skömm að
því að þiggjá styrk frá ríki
eða borg. Sögur ganga um
gamlar, sárfátækar konur, sem
frekar lifa á hundamat en leita
aðstoðar á Socialbyrá.
Öllum nauðþurftum fullnægt
og hvað svo?
En hvað svo sem fundið er
að Svíþjóð, bæði af Svíum
sjálfum og öðrum, þá breytir
það ekki þeirri staðreynd að
ekkert annað ríki í Evrópu er
betur skipulagt á hverja lund,
ekkert annað riki álfunnar er
auðugra og engu er stjórnað
réttlátlegar. Olof Palme hefur
líka svör á reiðum höndum við
gagnrýni, sem beinist að hon-
um og stjórn hans. Hann bend-
ir á að þótt ýmislegt gangi á
afturfótunum í Svíþjóð, þá sé
það smáræði eitt miðað við þau
vandræði er steðja að flestum
eða öllum ríkjum öðrum. Hann
bendir á „skrifræðisríkin i
Austur-Evrópu, er misst hafa
trúna á sjálf sig, og sömuleið-
is markaðsveldi kapítalismans,
sem einnig et farið að efast
um gildi sitt, að minnsta kosti
í Ameríku.“ Sú skoðun hefur
meira að segja komið fram að
athugandi væri hvort sósíal-
demókratísku ríkin, og þá eink-
um Sviþjóð og Vestur-Þýzka-
land, gætu ekki haft forustu
um myndun eins konar þriðja
afls milli téðra aðila tveggja.
Prófessor Hans Zetterberg,
forstjóri SIFO, stofnunar sem
annast skoðanarannsóknir með-
al almennings í Svíþjóð, held-
ur því fram að óánægja sú og
leiði, sem gætir nú i landinu,
sé óhjákvæmilegur sjúkdómur
í þjóðfélagi, sem er komið svo
langt að sjá öllum þegnum sin-
um fyrir allsnægtum og vel
það. Árið 1970 fór fram í nokkr-
um iðnaðarríkjum rannsókn,
sem byggðist einkum á því að
eftirfarandi spurningar voru
lagðar fyrir fólk: Gera tekjur
yðar betur en að hrökkva fyr-
ir lífsnauðsynjum? Náið þér
endunum saman en ekkert þar
framyfir? Eða hrökkva tekjur
yðar ekki fyrir því nauðsyn-
legasta?
í Vestur-Þýzkalandi svöruðu
nítján af hundraði aðspurðra
því að þeir hefðu of litlar tekj-
ur fyrir brýnustu lífsnauðsynj-
um, í Svíþjóð þrjátiu og níu af
hundraði. Þó efast enginn um
að þrátt fyrir góðan hag al-
mennings í Vestur-Þýzkalandi
búi Svíar að jafnaði við enn
betri kjör.
„Orsökin er sú,“ segir pró-
fessor Zetterberg, „að í södd-
um samfélögum aukast kröf-
urnar hraðar en því sem nem-
ur kjarabótunum. Velferðar-
ríkið hefur nú á fyrsta skeiði
þróunar sinnar fullnægt nærri
öllum efnislegum þörfum þegna
sinna — þeir hafa gnægð fæð-
is og skæða, þak yfir höfuðið,
félagslegt öryggi. Á næsta stigi
þróunarinnar verða stjórnend-
ur ofgnægtasamfélagsins að
læra list, sem er alveg ný af
nálinni: að hafa taumhald á
kröfum þegnanna. I þessu efni
sem öðrum er Svíþjóð fimm
til tíu árum á undan nokkru
öðru ríki. Það skiptir miklu
máli fyrir alla, hvort okkur
tekst að leysa það vandamál."
☆
MEISTARI
SKlÐAGÖNGUNNAR
Framhald aj bls. 19.
hér hafa verið nefndir. Fram-
kvæmdanefnd mótsins fannst
því tilhlýðilegt að afhenda
Mora-Nisse sérstök aukaverð-
laun. Þannig er sá verðlauna-
peningur til kominn í safnið,
sem Mora-Nisse heldur mest
upp á.
Vasagangan árið 1945 fór
fram við þau verstu skilyrði,
sem hugsast geta. Hiti var um
frostmark, minnkandi snjór og
suð-vestan gola.
Mögulegt er að rata á rétta
óburðinn, en það þarf sérstaka
snilli til að hann endist í 30—40
kilómetra og nær óhugsanlegt
er að hann endist 90 kílómetra
og flestir verða að gefast upp
vegna rangs áburðar.
En vikjum aftur að göngunni
1945, nær óþekktur unglingur,
Fride Larsson frá Lima kom
40 VIKAN 2. TBL.