Vikan - 20.07.1972, Qupperneq 4
Teppin sem endast endast og endast
á stigahús og stóra gólff leti
Sommer teppjn eru úr nælon. Það er sterkasta teppaefnið
og hrindir bezt frá sér óhreinindum. Yfirborðið er með þéttum, lá-
réttum þráðum. Undirlagið er áfast og tryggir mýkt,
síslétta áferð og er vatnsþétt.
Sommer gólf- og veggklæðning er heimsþekkt. Sommer teppin
hafa staðizt ótrúlegustu gæðaprófanir, m. a. á fjölförnustu
járrrbrautarstöðvum Evrópu.
Við önnumst mælingar, lagningu, gerum tilboð og gefum
góða greiðsluskilmála. Leitið til þeirra, sem bjóða Sommer verð og
Somrner gæði.
UTAVER
GRENSÁSVEGI 22-24
SÍMAR: 30280 - 32262
PÓSTURINN
Hangir ekki á
sjoppum
Elsku Póstur minn!
Ég vil byria á því að þakka þér
fyrir allt gamalt og gott.
Mig langar að biðja þig að gefa
mér góð ráð.
Svo er mál með vexti að ég er
ofsalega hrifin af strák og hef
verið það í næstum hálft ár.
Hann er ofsalega feiminn (eins
og ég). Ég held að það sé ein-
hver búinn að segja honum að
ég sé að spá í hann, því að
hann glápir svo á mig þegar ég
mæti honum einhversstaðar.
Hann á heima skammt frá mér
og ég sé hann alltaf þegar ég
fer í vinnuna. Ég á ekki gott
með að ná tali af honum, því
hann hangir ekki á sjoppunum
eins og aðrir krakkar.
Hann fer stundum á böll en ekki
ég (því að ég hef ekki aldur
til þess strax).
Elsku góði Póstur minn, viltu
gefa mér góð ráð til þess að ná
í hann. Hvernig er skriftin?
Ein í ástarsorg.
Gerðu þér far um að mæta hon-
um sem oftast og þegar hann
glápir á þig, skaltu glápa alveg
óhikað á móti. Þá skulum við
sjá hvort hann tekur ekki við
sér, að minnsta kosti ef áhuginn
er einhver hans megin.
Skriftin er skýr og læsileg, en
á vonandi eftir að snotrast eitt-
hvað.
Píkuskrækir í
massavís
Kæri Póstur!
Ég vil byrja á því að þakka
ykkur fyrir allt gamalt og gott.
Ég hef ekki skrifað þér áður en
nú get ég ekki orða bundizt
lengur. Ég get ekki annað en
dáðst að þolinmæði þinni, hvað
þú endist til að svara þessum
píkuskrækjum sem þú birtir í
massavís. Mér liggur við að
segja nær eingöngu. Á ég þar
við þessi bréf sem rignir yfir
þig frá ungpíunum okkar (s-
lenzku. Ég fæ ekki betur séð en
þeir, sem tala sem hæst um
framhleypni æskunnar megi taka
aftur orð sín, í það minnst á
meðan svona ráðleysishjali er
útbýtt um landsbyggðina í formi
prentaðs máls.
Ég á þó ekki við þau mál sem
gamaldags og afturhaldssinnað-
ir lesendur kalla klám. Satt að
segja er ég steinhissa á að fólk
skuli segja upp jafn ágætu blaði
og Vikan er vegna skrifa um
jafn hversdagslega hluti. Og að
lokum: sérðu nokkuð út úr
skriftinni?
Tvítugur sveitavargur.
Við þökkum það sem vel er til
okkar mælt. Skriftin bendir til
að þú sért skapfastur og hafir
fastmótaðar skoðanir.
Mjög sár
Kæri Póstur!
Þannig er mál með vexti að ég
er búin að vera með sama
stráknum í fjögur skipti í röð,
en á síðasta balli var hann með
annarri stelpu, sem hann hefur
verið með áður, og lét sem hann
sæi mig ekki. Ég veit ekki til að
ég hafi gert neitt á hluta hans
og er mjög sár yfir þessu. Ég er
ofsalega hrifin af honum, en ég
veit ekki hvort hann er hrifinn
af mér. Mér finnst að hann hefði
getað sagt mér upp áður en
hann fór að vanga aðra stelpu
við nefið á mér. Elsku Póstur,
hvað finnst þér? Hvað á ég að
gera, á ég að vera með honum
áfram ef hann vill, eða á ég að
láta hann flakka? Hvernig eiga
fiskarnir og bogmannsmerkið
saman? En fiskarnir og vogar-
merkið? Hvernig er skriftin og
stafsetningin og hvað lestu úr
skriftinni?
Virðingarfyllst.
Ein í vanda.
Éf þú þolir illa að hann sé með
öðrum stelpum jafnframt þér
skaltu láta hann flakka, að
minnsta kosti þangað til hann
lofar staðfastlega bót og betrun.
Eins og sakir standa er hann
varla mjög hrifinn af þér, ann-
ars hefði hann varla farið að
hnusa ! hinn kvenmanninn
frammi fyrir þér.
4 \>IKAN 29. TBL.