Vikan


Vikan - 20.07.1972, Qupperneq 6

Vikan - 20.07.1972, Qupperneq 6
SÍÐASTA VERK SPRENGJU- SÉRFRÆÐINGSINS! Englendingurinn Norman Hill var sér- fræðingur í að gera sprengjur óvirkar og talinn einn hinn færasti í heimi á því sviði. Lögreglan um allan heim sendi eftir Norman Hill ef eitthvað þurfti að gera sem þeirra eigin menn réðu ekki við. Norman Hill vissi alltaf, að hvert verk gat orðið það síðasta. Örlítil mis- tök, vitlaus handtök — og hann var búinn að vera. Seint um kvöld var hann vakinn heima hjá sér. Það var frá varnarmála- ráðuneytinu í London og Hill var sagt að hann ætti að fara til Hong Kong. Hann spurði ekki nánar um það en fór rakleitt út á flugvöll þar sem her- flugvéí frá brezka flughernum beið hans. Þeggr hann kom til Hong Kong var honum sýndur pakki sem á stóð: „Forðið ykkur, föðurlandsvinir!" Lög- reglan hélt sprengju vera í pakkanum og Hill fór með hana út í garðinn um- hverfis lögreglustöðina. Hann lærði að fara með sprengiefni í síðari heims- styrjöldinni og vissi hvað hann var að gera. En allt í einu skeði það sem hann hafði búizt við í hartnær 30 ár. Sprengjan sprakk. Hill hélt lífi en þetta varð samt hans síðasta verk. Handleggurinn var tekinn af og myndin sýnir kínverska lögreglumenn rjúka til strax eftir sprenginguna. ENGINN ELSKAR FIFI Hið dæmigerða nafn gleðikonunnar er Fifi, Lóló, Mímí og svo framvegis. Á Hawaii-eyjum er um þessar mundir stödd karlvera sem heitir Fifi. Og Fifi, sem er í rauninni frá Seattle í Wash- ington, elskar engimn, ekki einu sinni yfir nóttina. Fifi þessi er górilluapi sem sendur var til Hawaii til að leita sér að maka, þar sem lítið hefur fæðzt af górillum í bandarískum dýragörð- um undanfarin ár. Gæzlumaður Fifi segir að þetta sé nú farið að leggjast á sálina á hon- um og að skap hans versni með hverj- um degi. Og nú er fyrirhugað að senda Fifi aftur heim til Washington, ósnort- inn. Innan skamms setja Englendingar á markaðinn bjór í túpum og verður eft- ir það varla hætta á, að krúsirnar fari að fljúga á pöbbunum. Er aðalástæðan fyrir þessu sú, að bjórkönnur og flösk- ur hafa valdið miklum óþægindum í Bretlandi undanfarin ár og enn er átt við hina gífurlegu megnun. Þægilegt verður að eyða þessum plasttúpum — en ekki eyðast þær þó sjálfkrafa eins og til stendur að reyna hér á landi.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.