Vikan


Vikan - 20.07.1972, Page 15

Vikan - 20.07.1972, Page 15
herberginu. Hún stóö þarna þráöbein. Hún var tigulleg og fögur. Hinn stirönaöi svipur, sem nú var á andliti hennar, lýtti hana þó. Linda stóö upp og gekk til hennar. „Hvaö er aö, elskan?” spuröi hún. „Ertu veik?” Helena deplaði augunum ein- kennilega. Svo var eins og hún losnaði úr álögum, og hún tók eftir nærveru okkar. „Hvaö?” spuröi hún. „Nei, nei, ég er bara þreytt. Ég held, ég fari bara strax að sofa?” Hún brosti til okkar og gekk út. Og ég vorkenndi henni. Ég veit ekki, hvers vegna svo var. Hún óö alveg i peningum, hún var fögúr, og samt liktist hún stúlku, sem hefur aldrei átt skemmtilega daga. Brátt stóö Haughton upp og sagöist ætla að fara aö hátta. Ég reyndi að fara að lesa leikritið, sem Jóhann haföi fengið mér til lesturs og umsagnar. Siöan voru liönir'tveir timar, og ég var ekki búinn meö fyrsta þátt. Ég horfði á Carolu. Hún var i hálfgagn- sæjum, svörtum silkikjól meö hvltri skreytingu i hálsinn. Hún var fögur, og hún var ekki min lengur. Og ég gat sjálfum mér um kennt. Skyndilega var hurðinni aö bókaherberginu svift upp, og nú sá ég bara aftan á doktorinn, þegar hann strunzaöi út. Gólfiö hristist næstum. Svo slengdi hann útidyrahuröinni aftur, og rúöurnar skröltu á ný. Jóhann kom inn i stofuna. Hann var rauður i framan, en brosandi. „Mjög ofsafenginn maöur,” sagöi hann bara. „Hvernig væri að fá sér sopa?” Þaö stóðu tvær kampavins- flöskur i kælifötum úr silfri. önnur var oröin tóm, en hin hálf- tóm. Þegar hann var búinn aö fylla glas sitt, hringdi hann á Bert og baö um meira kampavin. , ,Það er ekki til meira, herra. A ég aö senda eftir meiru?” „Þaö gerir ekkert til, Bert, svaraöi Jóhann. „Viö Carola náum sjálf I það niöur i brugg- hús.” Carola leit upp úr bókinni, sem hún var að lesa. „Nei, Jóhann ...” „Nú, hvaö er aö þvi?” spuröi Jóhann. „Ég er ekki fullur. Er þaö?” Hann var dálitiö drukkinn. „Þetta er stutt, elskan, fjórðungur úr milu. Við getum fariö i bilnum. Þú hefur gott af ferska loftinu. Fyrst ljúkum við bara viö spiliö.” Ég sat þarna kyrr og las sömu linurnar upp aftur og aftur, á meöan þau luku spilinu. Svo stóö Jóhann upp: „Jæja, nú skulum viö ná i meira vin.” „Ekki fyrir mig,” svaraöi Linda. „Viö hvað áttu?” spuröi Jóhann. „Kvöldið er nú ekki alveg búiö ennþá.” „Fyrir mig er þaö búið,” sagði Linda. „Égætlaaöfaraaðhátta. Góöa nótt.” Jóhann leit þá á mig. Ég sagöi honum, að ég ætlaði lika i rúmiö. Carlin geispaöi og sagöist ætla aö fá sér dálitiö ferskt loft úti viö og fara svo aö hátta. Aö svo mæltu gekk hann út um frönsku gluggana og út á flötina. Þá gekk Jóhann aö Carolu, tók um hendur henni og dró hana á fætur. Hann tók utan um hana. Ég gat ekki litiö undan. „Náöu þér I höfuðklút,” sagöi hann. „Við náum sjálf I viniö.” Ég hélt, að hún ætlaöi aö fara að segja nei. Ég hugsa, að hún heföi gert þaö, heföi hún ekki litiö viö og séö. að ég var aö horfa á hana. Ég veit ekki, hvernig svipur minn var, en svipur hennar varð ákveönari og hún sagöi: „Jæja þá.” Og svo losaði hún sigjlr faömi hans og fór út. Jóhann gekk til min. Hann brosti, en ég sá sigurhrósið i augum hans. „Hvernig er leik- ritiö?” Ég sagöist ekki vita þaö enn, og svo spurði hann mig, hvort ég skemmti mér nokkuð. „Jú,” sagði ég illgirnislega. „Dásamlega! Það var fallega gert af þér aðbjóða mér. Hvernig geöjaðist Carolu aö þvi, að mér skyldi hafa verið boðiö i brúð- kaupsferðina?”^ Þessi spurning þurrkaði út bros hans, en hann fékk ekki tækifæri til að svara, þvi aö nú kom Carola inn aftur. Hún var komin I ullar- kápu og var nú með höfuðklút á höföinu. Hann var meö rauöum og hvitum köflum. Hún leit ekki á mig, þegar ég gekk fram hjá henni á leið til herbergis mins. Þegar ég var að hátta, heyröi ég bilhurö skellt. og Carolu mót- mæla einhverju. Svo fór vélin i gang. Þegar bilhljóöiö dó út, fór ég I náttföt og slopp og settist viö gluggann i myrkrinu. Brátt heyröi ég bilinn koma aftur. Svo heyrði ég huröaskell og fótatak á mölinni, og ég vissi, aö Jóhann, Carola og kampaviniö væri nú að koma bakdyramegin. Og nú heyrði ég engin mótmæli. Ég veit ekki, hversu lengi ég sat þarna og kvaldi sjálfan mig, en loks ákvað ég að fara upp i her- bergi Jóhanns og biðja um meira kampavin. Ég býst viö, að þetta hafi verið brjálæöiskennd hugmynd, en ég gat ekki gleymt þvi, að hann haföi drukkiö sig út úr i gærkveldi, og ég býst viö, að ég hafi álitið, aö ég gæti gert mér upp kátinu og fengiö hann til að drekka ..... drekka sig kannske út úr aftur. Þetta var auðvitað þýöingarlaust, og þetta var auöviröilegt bragö, ef Carola elskaöi hann i raun og veru. En ég vildi reyna allt. Þaö logaði dauft ljós efst viö stigann. Ég gekk aö herbergi Jóhanns og stanzaði viö dyrnar. Svo.barði ég strax að dyrum og greip hurðarhúninn, vegna þess aö ég vissi, að ég myndi hætta viö þetta uppátæki, ef ég hikaöi nokkuö. Hurðin opnaðist, og ég gekk inn i dimmt herbergiö. Og strax fann ég, að eitthvað var ööru visi en það átti aö vera. Ég hafði ekki heyrt neitt né séð. Ég fann það bara. Ég var allur óstyrkur og i uppnámi, hélt niöri I mér andanum og reyndi að greina umhverfiö i þessu niöamyrkri. „Jóhann,” sagöi ég. „Jóhann.” Og þá hreyföist skuggi viö gluggann. Andartak skyggði skugginn á birtuna, sem komið haföi inn um gluggann. Og ég sá skuggann bera skýrt viö rúöuna. Svo voru frönsku gluggarnir opnaöir, og einhver var að ganga eftir svölunum, og ég vissi, að það var ekki Jóhann. Ég held, að ég hafi hrópað. Ég veit, aö ég hljóp af stað að glugg- anum. Og mér fannst, sem eitt- hvaö endurvarp ljóss leiftraöi snögglega frá augum mannsins, áöur en hann hvarf. Svo datt ég um stól og féll á hrammana. Ég man ekki vel, hvað gerðist næst. Ég stóð upp og fór út á svalir. Þá sá ég, að það var ekki hátttil jaröaraf þeim. Ég hikaði, en svo heyrði ég eitthvað hljóö fyrir aftan mig. Þegar ég snéri mér viö, hafði hurð verið opnuð, og ljós skein inn i herbergið. Það var stutt á hnapp, og nú varö bjart i herberginu. Þarna stóð Carola við dyrnar. „Alan!” Augu hennar voru galopin og full ótta. Ég flýtti mér til hennar og greip hendur hen- nar. „Ég heyrði i einhverjum,” sagöi hún. „Ég hélt, aö það væri Jóhann.” Ég sagði henni, hvers vegna ég heföi fariö til herbergis Jóhanns. Ég sagði, aö einhver heföi veriö inni i herberginu og heföi sá farið út um franska gluggann, sem lá aö svölunum. „Það vár ekki Jóhann,” sagði Framhald á bls. 36. 29. TBL. VIKAN 15

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.