Vikan - 20.07.1972, Page 26
HVER VERÐUR
ARFTAKI
MARGOT FONTEYN
Þaö er ekkert nýtt að erfitt er
að finna orð til að lýsa frábærum
hæfileikum dansstjörnunnar
Margot Fonteyn. bessi furðulega
kona getur ennþá, þótt hún sé
fimmtiu og þriggja ára gömul,
dansað I hlutverki Júliu á móti
Nureyev, töfrað áhorfendur
þannig að þeim finnst hún vera
fjórtán ára og ástfangin i fyrsta
sinn. En það verður samt ekki
hjá þeirri sorglegu staðreynd
komizt, að jafnvel Dame Margot
getur ekki dansað eiliflega. En
ennþá finnst aðdáendum hennar
ótrúlegt að þeir timar munu
koma, að hún skini ekki lengur
sem skærasta stjarnan i heimi
da n sl is ta r i nn a r , „prima
ballerina assoluta”. En aldurinn
hlýtur að segja til sin einhvern
daginn og þá mun hún kveðja með
glæsibrag hinnar miklu lista-
konu....
Hver verður arftaki hennar?
Viö konunglega ballettinn i
London, þar sem Margot Fonteyn
hefir alltaf verið eftirsóttur og
mjög dáður gestur, en hún var
aldrei fastráðin þar, er stór hópur
af mjög efnilegum dansmeyjum:
— Svetlana Beriosova, Antoinette
Sibley, Merle Park, Doreen
Wells, Lynn Seymour, Monica
Mason, Margaret Barbieri,
Deanne Bergsma, sem allar eru
sólódansmeyjar og hafa hlotið
mikla aðdáun áhorfenda. Þrepi
nebar eiu svo sólódansmeyjar,
sem ekki hafa hlotið svo mikið lof,
en hafa greinilega mikla hæfi-
leika. Allar 'nafa þessar stúlkur
sln séreinkenni og þær hafa allar
hlotið þjálfun sina við járnaga
konunglega ballettskólans, þar
sem aðeins ein stúlka af hundraði
eða hundruðum fær aðgang. Þvi
hefir verið spáð að hin rúmlega
þrltuga Antoinette Sibley verði
næsta skinandi stjarna á himni
ballettsins I Bretlandi. En það
verður samt ekki gengið fram hjá
hæfiioikum Merle Park eða
Svetlana Beriosova.
Ballettgagnrýnendur eru
harðir I horn að taka og sjaldan á
einu máli, en eitt veröa þeir lik-
lega sammála um, engin þeirra
verður önnur Margot Fonteyn.
En á hinn bóginn er ekki þar
með sagt að ekki komi fram dans-
mær með jafnmikla hæfileika úr
hinum stóra hópi við Konunglega
ballettinn.
Hver verður hún? Það veit
enginn ennþá, en eitt er vist, hún
verbur ein þeirra sem við birtum
myndir af á þessum opnum.
Merle Park fæddist I Rodesiu árið 1037 og kom til Sadler Walls ballettsins (sem nú er
Konunglegi ballettinn) áriö 1954. Fjórum árum siðar dansaði hún einleikshlutverk
og stuttu slöar aöalhlutverk. Hún hefur dansað mjög erfiö einleikshlutverk undan-
farin ár, sérstakiega siðastliðið ár. Hún dansaði hlutverk stúlkunnar i siðasta ball-
ett MacMiilans „Triad”.
Hið guilna tækifæri Antoinette Sibley var þegar hún tók
við hlutverki Odette-Odile af Nadia Nerina, sem varö
veik. Hún er fædd I Englandi og er nú ein af fremstu dans-
mcyjunum við Konunglega ballettinn. Hún á mörg ein-
leikshlutverk að baki, eins og Auroru prinsessu I „The
sleeping bcauty”, Clöru I bailet Nueyevs „Nutcracker”,
Júliu I Romeo og Júlia eftir Macmillan, titilhlutverkið I
„Cinderella” eftir Ashton og slðast en ekki slzt þá dansaöi
hún á móti Nureyev i „Jass Calender” eftir Ashton.
-J