Vikan - 20.07.1972, Qupperneq 34
I húmi næturinnar
í raunini voru samskipti mín
við karlmenn ekki nærri svona
slæm. Þau höfðu aðeins gerzt á
tímabilinu, þegar mamma var
að halda framhjá pabba með
Timothy. Það var illa gert af
mömmu að gefa sig á vald ó-
kunnugum mani. Hún tilheyrði
pabba, jafnvel þótt hann væri
dáinn. Pabbi var alveg einstak-
ur. Ég hefndi hans og karl-
mennirnir voru aðeins vopn
við þá hefnd — ég man varla
eftir þeim; þeir voru ekki
merkilegri en það.
Ég ýkti bara þetta með veit-
ingaþjóninn, af ásettu ráði, að-
eins til að særa Robert, og færi
ég að halda fram hjá honum,
væri það eingöngu af þessari
ástæðu. Hann á það sannarlega
skilið.
Já, það var annars líka
skýrsla frá Sviss í skjölunum
hans. Hvað gat ég annað gert
en gera sem mest úr ástarbralli
mínu, til þess að leiða Robert á
villigötur? í fyrstunni virtist
svo sem Kalinski hefði verið á
rétta sporinu, og ég hafði haft
alvarlegar áhyggjur af því, en
við réttarhaldið hafði hún að-
eins sagt, að „tiltektir" allrar
fjölskyldunnar gætu verið
rannsóknarverðar. Það mátti
skilja á marga vegu. Þar sem
hún hafði ekki verið ákveðnari
en þetta og allur annar fram-
burður hennar var hrein della,
var gild ástæða til að halda, að
áhyggjur mínar væru ástæðu-
lausar. Með „tiltektum" hafði
hún áreiðanlega átt við ástar-
brallið, og var ekki sérlega
ísmeygilega að orði komizt, en
bréfin hennar voru að meira
eða minna hluta klámskrif.
Vegna þess, hve ringluð hún
var, þá var henni sleppt með
áminningu og sekt. Ég ákvað
að komast í samband við döm-
una og komast að því, hve mik-
ið hún vissi.
10.
Það var greinilegt, að Fuhls-
buttel-flugvöllurinn hafði
stækkað talsvert. Ég hafði
þekkt hann síðan í þá daga
þegar feiti stöðvarstjórinn var
að busla í sundlauginni með
fögrum konum. Nú ríkti þarna
engin slík léttúð, nema ef telja
skyldi silfruðu neglurnar á
hlaðfreyjunum — aðeins grænt
gras, blaktandi flögg og mann-
grúi. Ég steig upp í Lufthansa-
vélina til Frankfurt. Flugfreyj-
an var föl og þóttafull. Ég
stóðst freistinguna að gera
hundrað marka tilraunina á
henni, því að margar flugfreyj-
ur eru heiðarlegar, og ég vildi
ekki láta þessa tilraun eyða
blekkingunni hjá mér.
Ungfrú Kalinski átti heima
skammt frá stöðinni. Þegar ég
steig út úr bílnum, dokaði ég
ofurlítið við, áður en ég gekk
inn í húsið. Ég var þegar í stað
ávörpuð af amerískum negra-
dáta. Ég fór inn og stóð í ráða-
leysi í forsalnum, í órólegu
skapi. Fólk gekk inn og út og
horfði forvitið á mig. Bréfberi
kom niður stigann, og spurði,
hvort ég væri að gá að ein-
hverjum, en ég sagði: „Nei,
þakka yður fyrir,“ og reyndi
að taka mig saman.
Kalinski bjó í lítilli en stór-
hreinlegri íbúð á þriðju hæð í
nýrri húsasamstæðu. Hún var
orðin gömul — hárið snjóhvítt
og hvössu augun voru flóttaleg.
— Góðan daginn, frú Huss-
mann. Hún hrökk við eins og
hrædd, og hefði áreiðanlega
skellt hurðini í lás fyrir nefinu
á mér, hefði ég ekki sett fótinn
í milli.
— Þér þurfið ekki að vera
hrædd, frú Hussmann. Það er
ailt búið og gert, er það ekki?
Mig langaði bara til að tala of-
urlítið við' yður um þá góðu,
gömlu daga.
-— Ég veit ekkert! æpti hún.
— Ef þér farið ekki, skal ég
kalla á lögregluna.
— Já, það vær kannski ekki
svo vitlaust, sagði ég brosandi.
— Blessaðar gerið þér það!
Svo hleypti hún mér inn og
vísaði mér inn í setustofuna.
Mynd af mömmu stóð á skrif-
borðinu.
■—• Þetta var ánægjulegt, frú
Hussmann, sagði ég og benti á
myndina. — Þér eruð sannar-
lega ræktarsöm. Eigið þér allt-
af myndir af gömlum hús-
bændum yðar?
— Mér leið vel hjá henni
mömmu yðar, sagði hún, grát-
klökk, og neri hendurnar. —
Wendselling var mitt heimili.
— En þér kunnuð ekki við
hr. Londale?
— Þá skepnu! sagði hún
reiðilega. — Hann átti þar ekk-
ert að vilja. Ég hefði með
ánægju drepið hann sjálf.
— Hvað höfðuð þér eigin-
lega á móti hr. Londale, frú
Hussmann? Greip hann yður í
því að vera að staupa yður?
Þetta hitti í mark og hún
kafroðnaði.
— Ég gerði alltaf verkin mín
almennilega, svaraði hún ó-
lundarlega — og sannarlega á
maður skilið að fá sér bragð,
endrum og eins? Hann taldi
allt eftir mér, þessi mannfýla,
enda þótt hann neitaði ekki
sjálfum sér um nein heimsins
gæði.
— Þér eruð nú engu að síð-
ur að tala um hann stjúpa
minn, frú Hussmann, og ég
verð að biðja yður að gera það
af fullkominni virðingu. Og
fyrst við minnumst á svo-
lítið bragð, hvað er orðið af
gestrisninni yðar? Æltlið þér
ekki að bjóða mér eitthvað að
drekka? Ég er þyrst eftir allt
þetta ferðalag.
— Afsakið, sagði hún dræmt.
- Hvað vilduð þér fá? Kaffi-
sopa?
— Já, kaffi væri ágætt svar-
aði ég og mér var alvara. Með-
an hún var í eldhúsinu, skoð-
aði ég íbúðina vandlega, og í
rólegheitum. Þarna inni var
allt þetta venjulega: á veggn-
um slæm litprentun af Mona
Lisa og mynd af Matterhorn,
þakinn ljósrauðum snjó, gljá-
fægður skápur með kínversk-
um tebollum og málaðir mais-
kólfar í blikkvasa. Næst mynd-
inni af mömmu sá ég mynd af
dauflegum karlmanni með
hrokkið hár — sýnilega af hon-
um hr. Hussmann sáluga — og
svo opna biblíu. Á borðinu var
opin súkkulaðiaskja. Umbúða-
pappírinn lá enn við hliðina á
henni. Ég var rétt í þann veg-
inn að snúa honum við til'þess
að sjá skriftina, þegar gestgjafi
minn kom inn aftur. Frú Huss-
mann gaf mér kaffið og bauð
mér súkkulaðið. Ég tók marzi-
panstykki, og hafði gaman af
að sjá, að Kalinski -—- eins og
ég kallaði hana enn í huganum
— tók stykki með rommi í.
Gamli smekkurinn hennar
34 VIKAN 29. TBL.