Vikan


Vikan - 20.07.1972, Qupperneq 43

Vikan - 20.07.1972, Qupperneq 43
ÆVI WINDSORS KVIKMYNDUÐ Framhald af bls. 11. á heimili sínu, það voru jafn- vel brotnar rúður með stein- kasti, svo hjartadrottningin v£irð að flýja til Rivierunnar. í Englandi var allt á öðrum endanum. Það var nú ljóst að konungurinn ætlaði að afsala sér völdum vegna þessarar tví- fráskildu konu. Bæði Baldwin og Churchill reyndu að koma vitinu fyrir hann, en án árang- urs. Stór hópur, en langt frá því öll þjóðin, var reiðubúinn til að viðurkenna hana sem drottningarefni. Mannfjöldi safnaðist saman fyrir utan Downing Street 10 og öskraði: — Við viljum fá okkar kon- ung og stúlkuna hans líka! • Wallis, sem beið í Cannes með kjölturakka sína, var ör- vingluð. Þegar blaðaljósmynd- arar báðu hana að brosa, sagði hún: — Hvernig ætti ég að geta brosað? Hún gaf út þá yfirlýsignu að hún væri reiðubúin til að hætta við að sækja um skilnað, fara heim til eiginmannsins og af- sala sér konunginum. Flestir hugsuðu að þetta væri lausnin, þá voru öll vandamál úr sögunni. En svo auðvelt var það nú ekki. Það höfðu víst fáir reiknað með Edward VIII. Föstudaginn ellefta desember, klukkan tíu, hélt hann hina frægu afsalsræðu sína og tal- aði í útvarpi til brezku þjóð- arinnar: —■ Þér verðið að trúa mér, þegar ég fullvissa yður um að ég sé mér ekki mögulegt að bera hina þungu ábyrgð og upp- fylla allar mínar konungsskyld- ur eins og ég hefði viljað, án hjálpar og aðstoðar þeirrar konu sem ég elska . . . Hann lauk svo kveðjuræðu sinni: — Og nú höfum vér fengið nýjan konung. Ég óska af öllu mínu hjarta, honum og yður, þjóð hans, hamingju og vel- gengni. Guð blessi yður. Guð blessi konunginn. Þá viknaði allur hinn sið- menntaði heimur. En konung- urinn kom sér um borð í skip hans hátignar „Fury“ og fór til Austurríkis. Frú Simpson beið í Cannes og hafði sér til dund- urs að spila við Somerset Maugham. Fjórða maí 1937 stóð svo Wallis á þrepunum að Chateau de Candé í Touraine og beið hins fyrrverandi kon- ungs, sem hafði látið stöðva bifreið sína við hliðið. Hann flýtti sér út úr bílnum og stökk upp þrepin, með alpablóm í hendinni. Þá voru þau loksins sameinuð. Brúðkaupið stóð mánuði síðar. Frú Simpson var í „Wallisblárri" dragt og hún sagði: — Oui. Og Edward sagði: — Oui. Síðan var sunginn óðurinn „O, Perfect Love“. Brezka kon- ungsfjölskyldan lét sig engu varða þessa athöfn. Og Wind- sorhjónin hófu svo það líf sem beið þeirra, líf á faraldsfæti, á sífelldu flakki milli Parísar og Rivierunnar og annarra þeirra staða sem fína fólkið heldur sig helzt. Á stríðsárunum vann hann mikið starf í þágu franska Rauða krossins, en eftir stríðið var hann gerður að landsstjóra á Bahamaeyjum. Því starfi gengdi hann í fjögur ár. Her- togafrúin var glæsileg húsmóð- ir, gestrisin og lagin á að gera notalegt í kringum þau. Eftir það voru þau atvinnulaus, þau gátu aðeins reynt að njóta lífs- ins sem bezt. Þau höfðu nóg- ar tekjur og fengu líka töluvert fyrir æviminningar sínar, sem hafa verið gefnar út. f húsi þeirra við Bois de Bologne eru tuttugu og eitt her- bergi og þjónustufólkið hefur venjulega verið tuttugu talsins. Einu sinni lofaði Wallis að lifa fyrir kónginn sinn, en illkvitt- ið fólk segir að í seinni tíð hafi hún frekar lifað fyrir Dior. Eina missættið í sambúð þeirra, sem vitað er um, var alltaf út af reykingum hans. Þau höfðu bæði mikinn áhuga á að borða rétt fæði og að safna ekki hold- um. Allar götur frá brúðkaups- deginum (Wallis gaf Museum of Modern Art brúðarskart sitt) reyndi hertoginn að fá konung- leean titil til handa eiginkonu sinni, en án árangurs og það hefur alltaf andað köldu í beirra garð frá fjölskyldu hans í Bretlandi. En í seinni tíð var þó eitthvað farið að rofa til, Elisabeth hefur kannski feng- ið samvizkubit, enda hefur verið sagt frá því í fréttunum að hún hafi nýverið heimsótt frænda sinn í París. Það sem varð þeim erfiðast síðustu ár- in, var að vinir þeirra fóru að týna tölunni. Það var sagt að hertogafrúin hafi haft gaman að því að segja frá móðurömmu sinni, sem varð hundrað ára. Hún bjó í Washington, en var fædd í Baltimore. Og þegar fólk spurði hana hvers vegna hún færi ekki til Baltimore til að hitta kunningja sína, þá sagði hún með þjósti: — Hitta þá? Þér eigið lík- lega við að ég eigi að grafa þá upp? Rökkrið féll yfir hertoga- hjónin eins og aðra, hljómsveit- irnar láta ennþá heyra í sér, en þau eru hætt að dansa. En þau höfðu eina huggun: eftir áratuga baráttu gat hertoginn að lokum komið því til leiðar að þau eiga að fá að hvíla í brezkri mold, í konungagraf- reitnum í Windsor í nánu sam- býli við Viktoríu og Albert hennar. Þangað hefur hertog- inn verið fluttur á líkbörunum og Wallis fær að fylgja honum, þegar þar að kemur. Það má því segja að við andlátið fær hún nokkra uppreisn. HEYRA MÁ Framhald af bls. 33. Við gerðum „Witchwood" og flýttum okkur alltof mikið við það.“ Svo hætti Wakeman, eins og áður segir, í staðinn kom Blue Weaver. Hann reyndist vera maðurinn sem alltaf vantaði í hljómsveitina, hæfilega „fun- ky“, eins og það er kallað í út- landinu. Síðan kom „Grave New World“ og gekk sú plata til- tölulega vel. komst á vinsælda- listana í Bretlandi og víðar og í júní hófu STRAWBS sína fyrstu hljómleikaferð um Bandaríkin. Sú ferð gekk vel (að vísu var henni ekki lokið þegar þetta var hamrað á papp- ír) og styrkur þeirra í Bretlandi eykst. Hljómplötufyrirtækinu þeirra þótti það gott, því það kostaði hvorki meira né minna en 14.000 pund að gera „Grave New World“, en slík upphæð nemur um 3 milljónum íslenzk- um! f dag er hljómsveitin skipuð eftirtöldum mönnum: Blue Weaver á píanó og orgel, John Ford á bassa og gítar, Tony Hopper á gítar, Richard Hud- son -á trommur, gítar og sítar og Dave Cpusips, gítarleikara og söngvara, sem auk þess semur megnið af lögum þeirra. ☆ HVER ER MORÐINGINN ... Framhald af bls. 9. leitað peninga í húsinu. Að þessu sinni hafði Selma haft í húsinu þúsund krónur, en þær höfðu ekki verið- teknar. Svo að morðinginn hefur varla verið að leita að peningum. Engu að síður hefur morð- inginn tekið sér góðan tíma. Það er alls ekki að sjá að hann hafi verið gripinn ofboði eftir glæpinn. Hann sópaði saman glerbrotunum úr rúðunni, sem hann braut, og fór rólega að öllu. Hnífinn tók hann með sér, lokaði dyrunum og læsti á eftir sér. Lykilinn hefur hann tekið með sér eða hent honum, enginn veit hvort. Það var Dagmar Olsson, sem uppgötvaði hvað gerzt hafði á þriðjudaginn. Hún skrapp þá heim til Selmu frænku til að spyrja hvort hún gæti hjálpað henni með eitthvað, en kom þá að húsinu læstu. Það fannst henni undarlegt. Hún leit inn um glugga og sá Selmu liggj- andi á gólfinu. Síðan hefur fólkið í byggð- inni lifað í linnulausri skelf- ingu. Morðið á Selmu var það versta sem fyrir hafði komið þar og ekki tekizt að útskýra. En ekki það eina. Tólf brunar höfðu orðið áður á skömmum tíma, og skýring aðeins feng- izt á helmingi þeirra. Menn höfðu verið hræddir við brennuóðan mann, en nú ótt- uðust þeir þar á ofan morð- ingja. Bæði lögregla og almenning- ur reyndi að finna skýringu. Hver hafði verið ástæðan til morðsins? Allir þekktu Selmu og vissu að hún hafði ekki átt margt óvina. Raunar var aðeins um einn mann að ræða, sem hugs- azt gat að bæri kala til henn- ar. Og fólk sagði sín á milli að það væri áreiðanlega hann. En lögreglunni tókst fljót- lega að hreinsa hann af allri sök. — Við vitum að hann fór frá Lima morguninn þann tutt- ugasta og þriðja. Við vitum með vissu að hann var heima hjá sér, fjörutíu mílur frá Lima, þetta kvöld. Hafi þau Selma átt eitthvað vantalað, þá kem- ur það ekki inn á þetta, segir lögreglan. En fólkið í byggðinni lét sér ekki segjast. — Þá hefur hann leigt ein- hvern. Það er alveg ákveðið enginn annar, sem getur hugs- azt að beri haturshug til Selmu. En lögreglan hvikar ekki frá því að maður þessi sé saklaus. Enginn í byggðinni sá ókunn- ugan mann eða menn á vakki dagana fyrir glæpinn. Og eng- inn varð var við gestakomur 29. TBL. VIKAN 43

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.