Vikan - 08.02.1973, Page 5
ar hans að biðjast fyrirgefning-
ar. Þú verður bara að bíða og
sjá til. Sé hann hrifinn af þér,
þá reynir hann áreiðanlega aft-
ur, og vonandi verður hann þá
ekki fullur, jafnvel ekki einu
sinni bara dálítið.
P.S. Læra betur undir kennslu-
stundirnar.
Sannur ógnvaldur
Kæri Póstur!
Við erum hérna tvö að rífast
um það, hvort sagan ,,Ogn-
valdur skíðaskálans" sé sönn
eða bara skáldsaga. Góði Póst-
ur, viltu vera svo góður að
birta þetta bréf. — Hvernig er
skriftin? Hvað lestu úr skrift-
inni? Með fyrirfram þakklæti.
Ein forvitin.
„Ógnvaldur skíðaskálans" er al-
veg áreiðanlega skáldsaga. —
Skriftin er falleg, og hún segir
okkur, að þú sért varkár og ná-
kvæm og megir ekki vamm þitt
vita í neinu.
Stjörnumerki og
stjörnuspár
Kæri Póstur!
Ég er einn af þeim mörgu, sem
hef áhuga á öllu, er viðkemur
stjörnumerkjum og stjörnuspám.
Við lestur Póstsins sér maður f
svo til öllum bréfunum ein-
hverjar spurningar varðandi
þetta. Vikan birtir stjörnuspá í
hverju blaðl, sem ég veit, að
eru mikið lesnar. Einnig man ég
eftir greinum, sem fjölluðu um
öll stjörnumerkin, hvert í sínu
lagi, og voru þær mjög fróð-
legar og skemmtilegar aflestr-
ar. Það er orðið nokkuð langt
síðan þær birtust, og eflaust
hafa margir, sem áhuga hafa á
þessu efni, misst af þeim.
Hvernig væri nú að koma á fót
föstum þætti, er fjallaði um
stjörnumerkin? Hann þyrfti ekki
að vera nema svo sem ein síða.
í þessum þæfti gætuð þið haft
hina föstu stjörnuspá og svo
fjallað um stjörnumerkin og
annað þeim viðkomandi. Ég þori
að fullyrða, að slíkur fastur
þáttur yrði gífurlega vinsæll og
mikið lesinn. Ég vona, að Póst-
urinn komi þessari uppástungu
á framfæri við þá, sem ráða
efnisvali Vikunnar.
Að síðustu vil ég aðeins þakka
gott efni, sem Vikan flytur.
PeesS.
crCo
Okkur þykir alltaf vænt um,
þegar lesendur sýna efni blaðs-
ins áhuga, og tillaga þín er
fyllstu athugunar verð. Við höf-
um sannarlega orðið vör við
þennan gífurlega áhuga fólks á
öllu viðkomandi stjörnumerkj-
um og spádómum. Enda birtum
við alltaf öðru hverju eitthvað
um þessi mál.
Svar til Önnu
Daddýjar
Vesalingurinn, ósköp hlýtur þér
að líða illa, ef ástandið er eins
og bréfið gefur til kynna. En
þetta er auðvitað bara þín hlið
á málinu, og Pósturinn á erfitt
með að dæma um, hvað rétt sé
fyrir þig að gera. Sjálfsagt hafa
erfiðleikar móður þinnar tekið á
taugar hennar ekki síður en þín-
ar, og þvilíkt bitnar alltaf á
þeim, sem næst standa. Orð-
bragð hennar er auðvitað ekki
til fyrirmyndar, en hvernig er
þitt? Jú, þú hefur víst aldur til
að fara að heiman, ef þú vilt
það sjálf, og e. t. v. hefðirðu
bara gott af því að reyna að
standa á eigin fótum. En vænt-
anlegt barn setur óneitanlega
strik í reikninginn, og það er
von þú sért „í maski", eins og
þú orðar það. Viljið þið ekki
reyna að nálgast foreldra ykk-
ar, án þess að dæma þau fyrir-
fram? Auðvitað ertu alltof ung
til að hætta alveg námi og fara
að búa og annast lítið barn, en
úr því sem komið er, verðið þið
bara að taka þessu og gera ykk-
ar bezta. Hafðu lækni með í
ráðum varðandi leikfimina. —■
Skriftin er ekki falleg og rétt-
ritun öll í molum, en af skrift-
inni má ráða, að þú sért heið-
virð, en eigir dálítið erfitt með
skapið. Jómfrú og fiskur verða
að leggja sig í líma til að geta
átt góða daga saman, en þá
geta þeir líka orðið verulega
góðir.
MIDAPRENIUN
Látiö prenta alls konar aðgöngumiða, kontrol-
númer, afgreiðslumiða og fleira á rúllupappír.
Eina prentsmiðjan á landinu, sem prentar
slíka miða. Höfum einnig fyrirliggjandi og
útvegum með stuttum fyrirvara ýmiss konar
afgreiðslubox.
LEITIÐ UPPLÝSINGA
HILNIR m
Síðumúla 12 - Sími 35320
6. TBL. VIKAN 5