Vikan

Eksemplar

Vikan - 08.02.1973, Side 7

Vikan - 08.02.1973, Side 7
MIG DREYMDI KIRKJUBRUNI Kæri draumráSandi! Mig langar til að biðja þig að ráða íyrir mig draum, sem mig dreymdi fyrir stuttu. Hann er svona: Mér fannst ég vera stödd í kirkjunni hér í þorpinu, sem ég bý í. Fannst mér ég vera þar fyrir altari í hlutverki prestsins, íklædd hvítum skrúða. Ekki fannst mér það sem ég las líkjast neitt því, sem ég á að venjast, að prestar fari með. Ég var mjög óánægð með frammistöðu mína í þessu hlutverki. Er þessari athöfn í kirkjunni var lokið og allir komnir út, fannst mér faðir minn eiga að slökkva ljósin og læsa kirkjunni., Ég var komin út á götu, þegar hann kemur hlaupandi til mín og er þá búinn að þessu. Verður mér þá litið til kirkjunnar og bregður mjög, er ég sé að logar upp úr þakinu á skrúðhúsinu. Faðir minn stekkur af stað og kemst einhvern veginn upp á þakið, þar sem eldurinn er og þar að þakglugga (sem þar er ekki nema í draumnum), en ég hrópa til hans að opna ekki gluggann. Mér finnst að eldurinn hafi kviknað út frá gasi,. sem kirkjan sé annað hvort lýst eða hituð upp með (en hún er það ekki í raunveruleikanum). Síðan erum við allt í einu komin inn í kirkjuna til þess að gá betur að þessu. Mig minnir, að fleira fólk hafi verið með okkur. En þá sést enginn eldur í kirkjunni. Ekki var ég neitt hissa á því í draumnum. Með fyrirfram þökk fyrir ráðninguna. S.H. Það er venjulega fyrir mótlæti að dreyma að maður sé í kirkju, einkum ef messan fer öll eðlilega fram. Nú er því ekki til að dreifa í þessum draumi. Og eldur táknar reiði, ósamkomulag, eyðslusemi, háska eða eignatjón. Eld- urinn í kirkjunni var enginn eldur, þegar til kom. Þess vegna álítum við, að draumurinn sé fyrir yfirvofandi hættu, sem góðu heilli tekst að sneiða lijá. STJÖRNUHRAP Kæri draumráðandi! Mig langar til að biðja þig að ráða eftirfarandi draum: Mig dreymdi, að ég var stödd alein um kvöld einhvers staðar í námunda við Skúlagötuna. Allavega var ég stödd við sjóinn, en samt var umhverfið hálf óraunverulegt mið- að við það sem er í dag. Ég var á leið heim. Sé ég þá allt í einu mjög skæra stjörnu á himninum. Skyndilega fer hún af stað og stefnir niður til mín með óskaplegri birtu. Mér varð dálítið illa við og segi við sjálfa mig: „Þetta er einhver vitrun“. En þegar stjarnan er komin talsvert nálægt mér, breytir hún um stefnu og steypist í sjóinn að mér fannst alveg í hafsauga. Samstundis slokkna öll ljós í borginni, og allt verður niðadimmt. Síðan komu óskaplega miklar þrumur og hávaði. Mér fannst sjórinn lyftast upp í himinhæð. Eg hrópaði upp „Ragnarök" og endurtók það tvisvar. Loks varð allt kolsvart. Þegar ég rankaði við mér, var ég stödd á eyju langt úti í hafi. Allt var orðið kyrrt. Sjórinn var rennisléttur og himinblár og tær. Allt var svo hreint og fallegt, og þegar ég lít á mig, er ég kviknakin. Ég tók að svipast um á eynni. Hún var ósköp lítil. Ég hefði getað gengið um hana á nokkr- um mínútum. Þarna var enginn nema ég og maðurinn minn og sonur okkar lítill. Þeir voru báðir naktir líka. Mér datt fyrst í hug, hvað ég ætti að gefa barninu að borða, því að ekkert líf var á eynni, ekkert nema gras- toppar hér og þar. Og við það vaknaði ég. Mig langar að taka fram, að ég er þónokkuð berdreymin, en þennan draum skil ég ekki. Með fyrirfram þakklæti fyrir ráðninguna. H.K. Þennan drauni er erfitt að ráða. Eitt er þó víst: Hann táknar undur og stórmerki. Þegar þetta er skrifað, eru hinar ægilegu náttúruhamfarir í Vestmannaeyjum í al- gleymingi cg hugurinn hvikar ekki frá þeim. Er ekki hugs- anlegt, að þig hafi dreymt fyrir þessum atburðum? Þú ert að vísu búsett í Reykjavík. en það þarf ekki að breyta neinu. Ef þessi tilgáta er rétt, þá má bæta því við, að sam- kvæmt draumnum munu Vestmannaeyingar hverfa aftur til eyiar sinnar og hefja þar búsetu á nýjan Ieik. Guð gefi, að svo megi verða. Að lokum má geta þess, að bréfið er dagsett 18. janúar, en eldgosið hófst sm kunnugt er að- faranótt 22. jrnúar. AÐ LEIÐAST EFTIR LÖNGUM VEGI Kæri draumráðandi! Mig langar að biðja þig að ráða fyrir mig þennan draum: Mér fannst vinkona mín og kærastinn hennar (Þau voru ekki saman um þetta leyti) takast í hendur og leiðast eftir löngum, auðum vegi. Kemur þá til mín strákur, sem ég þekki og segir: „Eigum við ekki að gera þetta líka?“ Hann tekur í hönd mína og við leiðumst á eftir þeim. Hann var i bláum jakka. Fyrir hverju er að dreyma að taka í höndina á manni, sem heitir Hafsteinn. Og hvað þýðir nafnið Matthías í draumi? Jæja, kæri draumráðandi! É'g vona, að þú ráðir draum- inn fyrir mig fljótlega. Ég hef áður sent þér draum til að ráða og fékk þá góða ráðningu. Með fyrirfram þakklæti. Tína. Vinkona þín og kærasti hennar munu taka saman aftur, og þú ferð að vera með umræddum strák. Samband ykkar verður langt og farsælt. Það boðar góðan félagsskap að kyssa á hönd manns, sem heitir Hafsteinn, og Matthías táknar einlivers konar vinning eða hagnað. SKEGG í DRAUMI Kæri draumráðandi! Ég vil þakka þér fyrir þinn ágæta þátt, sem ég les alltaf. Ég ætla ekki að biðja þig að ráða sérstakan draum heldur segja mér hvað skegg táknar í draumi svona yfirleitt. Með beztu kveðju. Þ. í einni draumráðningabók segir svo um skegg: „Það er fyrir drukknun eða hrakningi að drepa skeggi sínu eða hári í vatn eða sjó. Það boðar velgengni að dreyma sjálfan sig með sítt og fallegt skegg. En sé skeggið rakað af eða klippt, boðar það missi og tjón. Dreymi ógifta stúlku að hún sé með skegg, er það lienni fyrir giftingu, en giftri konu er það fyrir því, að hún missir mann sinn.“

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.