Vikan

Eksemplar

Vikan - 08.02.1973, Side 9

Vikan - 08.02.1973, Side 9
Grískt gullskraut frá sjöundu öld fyrir Krist, ætlað til að bera i festi um hálsinn, þannig að það liggi niðri á bringu. Frá Kamírus á Ródos. Indverskur eyrnalokkur, gerður í Delhi á nitjándu öld. Smelltur, úr gulli, perlum, túrkísum og jargonum. um kynkvíslum hafa notað þá til skrauts og sundurgerðar. Blámenn hafa notað þá sem eyrnaskraut, og Kleópatra á að hafa leyst upp perlu í vínbik- ar þeim, er hún bauð Antóní- usi að bergja. Það vín hlýtur að hafa verið súrt sem edik til að hafa slík áhrif. En þar í landi var vínið sætt sem hun- ang að þeirrar tíðar hætti. Þetta tiltæki hennar er ráð- gáta. Ef til vill átti það að tákna stórmennskubrag henn- ar og ofrausn. Brátt kom að því, að gim- steinar fengu trúarlega þýð- ingu, auk þess sem töframátt- ur þeirra var óspart notaður. Töframenn notuðu gimsteina til að skyggnast inn í ókomna tímann og opinbera vilja guð- anna. Þeim var raðað í dular- full tákn á brjósthlífar æðstu presta Júðanna. Mikil helgi var tengd við gimsteinabauga katólskra kirkjuhöfðingja, og hinir trúgjörnu héldu þá gædda læknisdómi fyrir líkama og sál. Gimsteinar hafa verið muld- ir í duft og notaðir í læknis- lyf, en líka sem eitur. Eigi leið á löngu, þar til er konur tóku að skoða þá sem einkaerfð sína. Hinar ungu og fögru notuðu þá til að auka á töfra sína, tóku að jafna gliti perlunnar við hörundsbirtu sína, gneistum safírsins við ljós augna sinna og glóð rúb- ínsins við roða varanna. Hinar aldurhnignu táknuðu með þeim virðuleik sinn og skákuðu genginni æsku með íburði og ríkilæti. Barmskraut tiginnar ekkju kann að eiga lítið skylt við einbauginn á fingri nýfastn- aðar meyjar, en þó má rekja skyldleikann. Engin hönd þykist of hrjúf til að bera ósvikna gimsteina, enginn háls of visinn til að skreyta hann perluhelsi, eng- inn úlnliður of beinaber fyrir demöntum sett armband. í með- vitund konunnar er þetta ætíð dýrir steinar. Gimsteinar eru jafnan ást- sælasta gjöf elskhugans. Skáld- in syngja þeim lof og dýrð. Greyptir í veldissprota tákna þeir vald þjóðhöfðingjans. í glugga veðmangarans tákna þeir raunasögur, er hræra hjörtu brjóstgóðra og lífs- reyndra manna. Þeir eru líf- vana tákn um lífræna fegurð, gæddir ægilegu valdi til góðs og ills. Sagan um upphaf og upp- runa gimsteinanna er harla merkileg. Hér eru nokkur leið- armerki: Fyrir 55 öldum höfðu Forn- Egyptar þegar safnað í fjár- hirzlu sína mikilli gnótt dýrra steina, aðallega túrkisum, sem munu hafa verið fengnir í vöru- skiptum við Monitúa, herská- an þjóðflokk, er byggði Sinai- skaga. Sennilega hafa þeir safnað steinunum í gilskorn- ingum í hlíðum sandsteins- fjalla, sem þar eru frá kola- tímabilinu. Brátt rak að því, að konungur Egypta vildi afla steinanna sjálfur. Árið 3250 fyrir Krists burð bauð Usefes konungur út liði og hugðist undiroka Monítúa. Mun það hafa tekizt, því að vitað er, að 50 árum síðar lét Semarkef vinna námuna, og síðan var því haldið áfram um 2000 ára skeið. Maghara eða „náman góða“, er Egyptar nefndu svo, var lengi vel unnin af kappi, en er hún tók að tæmast um 2000 f. Kr., var tekin upp vinnsla í Serabit, 10 mílur frá Maghara. Sú náma hafði fundizt í tíð Snefrús konungs, 2900 f. Kr., en var tekin til vinnslu aftur á dögum Senwostri I, um 1950 f. Kr. Leiðangrar Egypta til að safna túrkísum á Sinaiskaga eru fyrsti námugröftur í stór- um stíl, svo að vitað sé. Virð- ist sem skipulag allt á leiðöngr- um þessum hafi verið svo svip- að því, sem nú gerist, að furðu sætir. Um 2000—3000 verka- menn voru sendir út af örk- inni undir stjórn tigins em- bættismanns frá hirð Faraós. Til aðstoðar hafði hann nokkra verkstjóra og námufræðinga og öflugan hervörð. Leiðangrar þessir voru vandlega skipu- lagðir. Þar voru sérstakir for- ingjar, er skyldu annast matar- birgðir, flutninga, hervernd, reikningshald og hreinlæti. Matvæli voru flutt á ösnum frá H Kragi Nebti úr fjársjóði Tútankamens Egyptalandskonungs, sem uppi var á fjórtándu öld fyrir Krist. Kraginn er úr gulli og lagður lituðum gierplötum. 6. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.