Vikan

Tölublað

Vikan - 21.06.1973, Blaðsíða 8

Vikan - 21.06.1973, Blaðsíða 8
 Thorbjorn Egner* \nnie og Thorbjörn Egner hafa ' erið gift i þrjátiu og sex ár. Nú • ru þau oröin ein i húsinu i Ekely með Hannihal, hundinum þeirra. Iler eru þau að lita á gömlu imrnabækurnar, sem voru gefnar ut á striðsárunum . leg ósk, sem hefir blundað i mér frá minum eigin skólaárum. Sér- staklega man ég eftir þvi i ung- lingaskólanum, hve innilega ég var leiður á lestrarefninu, mér fannst efni lestrarbókanna bæði leiöinlegt og þurrt. Ég man ekki rétt vel hvað ég hugsaði þá, en vel getur verið að þá hafi vaknað hjá mér löngun til að gera lestrar- bækur betur úr garði, bæði hvað snerti mál og myndir, Ég hefi borið gæfu til að fá tækifæri til að sinna þessu áhugamáli minu. — Þér hafi aldrei verið starf- andi kennari? — Ekki beinlinis, en verksvið mitt hefir þó alltaf jaðrað viö það starf. Ég stjórnaði lika einu sinni skólaútvarpi, skrif- aði textabækurnar fyrstu sjö-átta árin eftir striö og ég var lika með málaraklúbbinn i út- varpinu. Og nokkuð löngu þar áö- ur stjórnaði ég i nokkur ár ljóða- og leikklúbb stúdenta I Oslo. Ég hefi alltaf haft mikið yndi af bókalestri, myndlist og hljómlist og þegar ég sjálfur heyrði og sá eitthvað markvert, hafði ég alltaf ákafa löngun til aö miðla öðrum af þvi. Það má segja að það kemur sér vel fyrir lestrarbóka- höfund. Nú finnst mér að allt, sem ég hefi fengist við um ævina, hafi verið undirbúningur að þessu lifs- starfi mlnu, aö sjá um útgáfu lestrarbóka. Jafnvel það, að við höfum sjálf eignazt fjögur börn, hefir verið liöur I undirbúningi þessa starfs. An þeirra hefði þetta ekki veriðsvo auðvelt, svo ég taki mér I munn ummæli okkar góöa vinar, Ole Brumm. Fjölskyldan hefir alltaf verið mér hjálpleg og ráðgefandi I efnisvali. Hér hefir alltaf veriö fullt hús af börnum og ungu fólki og ég hef alltaf haft náið samband við alla aldurs- flokka, sem nota þessar lestrar- bækur. Ég notaði mér þetta vel, þegar ég var að velja ljóðin, þá safnaði ég alltaf helmingi meira efni en á þurfti að halda og svo lét ég svo til átta af hverjum aldursflokki velja og gaf þeim stig 1—20, eins og i venjulegri keppni. Með þessu móti fékk ég mjög gott yfirlit yfir það sem hentaði hverjum aldurs- flokki. Þaö var athyglisvert aö’ sjá hve mjög þau voru sammála. — Þér hafið lika haft mjög góða aðstoðarmenn og ráðgjafa? — Já, það hefi ég haft, meðal annars ráðgjafanefnd skóla- manna, sem skipuð var mjög fær- um skólamönnum. Fyrst og fremst hefi ég verið svo heppinn að hafa Halldis Moren Vesaas mér til halds og trausts allan tim- ann, frá fyrstu til siðustu bókar. Hún hefir skrifað bæði bundið og óbundið mál, þýtt og verið með- ritstjóri að nýnorsku útgáfunum og einstakur ráðgjafi. Það hefir lika komið sér vel fyrir mig, sem lestrarbókaútgef- anda, að ég skrifa svolitiö sjálfur, teikna og mála — og þekki vel flesta rithöfunda og myndlista- menn. Margir af þekktustu rit- höfundum okkar hafa skrifað sér- staklega fyrirlestrarbækurnar, menn eins og Arnulf Overland og Inger Hagerup, Terje Vesaas, Skjæraasen, André Bjerke, Kare Holt og fleiri. Og Arthur Klæbo i Vesturlandsbindið ,,Milli hóla og hæða”, sem er heil skáldsaga og á að lýsa þeim landshluta, fólkinu og rithöfundunum, sem þar búa. Inger Hagerup skrifaöi litil ljóð eftir pöntun I fyrstu bindin og þegar hún gaf út ljóðasafnið sitt, „Persille litla”, sendi hún mér bókina með áskriftinni: ,,. . .með þakklæti fyrir að þú komst mörg- um þessara ljóða á framfæri”. Það er notalegt að hafa komið einhverju á framfæri! — Og hvað er að segja um myndlistarmennina? — Já, þeir hafa lika haft áhuga á lestrarbókunum, margir þeirra hafa myndskreytt ljóð og sögur og sumir hafa lánað listaverk til eftirprentunar, þeirra á meðal Reidar Aulin, Erling Enger, Harald Kihle, Else Hagen, Rian og fleiri og mörg þeirra hafa mál- að myndir sérstaklega fyrir lestr- arbækurnar. Það var Kai Fjell, sem málaði myndina af hinni ungu og stoltu Victoriu, við skáld- sögu Knut Hamsuns. Samanlagt eru þetta nú orðnar einar hundrað Iitmyndir af norskum og útlenzk- um listaverkum og ég held það sé hinum ungu lesendum mjög hollt að hafa þetta fyrir augunum dag- lega og læra að þekkja táknmál myndanna. — Eruð þér ánægður með árangurinn? — Já, það held ég. Ég hefi 8 VIKAN 25. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.