Vikan

Tölublað

Vikan - 21.06.1973, Blaðsíða 22

Vikan - 21.06.1973, Blaðsíða 22
Þáttur i umsjá Jens Holse, garðyrkjumanns Blóm úti og irmi strax í gegn um moldarklumpinn, hefur plantan verið of þurr, og þá þarf að setja hana í fötu fulla af vatni, þannig að moldar- klumpurinn standi alveg undir vatni. Þar þarf potturinn að standa í ca. 1/2 klst, því næst er vatnið látið renna af, og nú hefur plantan verið vökvuð á full- nægjandi hátt. Þegar vökvað er með áburðar- vatni þarf einnig að vökva þannig, að potturinn er fylltur upp að brún: aðeins á þann hátt getur maður fullvissað sig um, að plantan hefurfengið það magn af næringarsöltum sem hún þarf með. Vökvið aldrei með isköldu vatni! Ef plönturnar aftur á móti eru sjúkar: fella blómhnappa, fella blöð eða á annan hátt þroskast óeðlilega, þá má ekki vökva með áburðarvatni — fyrst þarf að finna hvað að er. Ef til vill er moldin of gömul, ræturnar á einn eða annan hátt skemmdar eða að það þurf i aðskera plöntuna niður. (Spyrjið fagmanninn, en takið með yður hluta af plöntunni — aðeins á þann hátt hefur hann möguleika á að svara yður rétt.) Undir öllum kringumstæðum: vökvið aðeins með hreinu vatni, þar til rætur plöntunnar eru komnar vel í gang aftur. En svo nauðsynlegt sem það er að vökva einu sinni í viku með áburðarvatni, eins nauðsynlegt er það að vökva inn á milli með hreinu vatni, þannig að afgangs áburður skolist burt. Því miður er það oft svo, að sami áburður er notaður fyrir allar plöntur, sem er langt frá því- að vera æskilegt. Sumar plöntur og þær eru flestar, þuría köfnunarefni ásamt kalium og fosfórsýru, en aðrar þurfa áburð, sem verkar súrí (lágt pH), t.d. skemmist KAKTUS auðveldlega af köfnunarefnisáburði, en þarí hins vegar að fá kalium og fosfórsýru, ásamt magnium og járni 3—4 sinnum á mánuði. Jens Holse Meöterö pottablóma Plontur þuría næringu, þegar vaxtartíminn byrjar, allan tímann meðan þær vaxa og sér- staklega meðan þær mynda blómhnappa og eru í þann veginn að blómstra. Það er því góð regla að vökva með áburðarvatni einn ákveðinn dag í viku, frá þvi u.þ.b. 1. marz og fram í október. Um leið þarf að muna að vökva aldrei með áburði, ef plantan er þurr: þess vegna skal gegnvökva vel kvöldið áður en vökvað er með áburðar- vatni. Þegar pottarplöntur eru vökvaðar, er nauðsynlegt að gera það rétt — allt of oft er aðeins smáslett vatni á moldina. Vökva skal með svo miklu vatni, að það standi upp að brún blómapottsins. Ef það rennur

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.