Vikan - 21.06.1973, Blaðsíða 9
Þannig lita búningateikningar hans
út.
Thorbjörn Egner við vinnuborðið.
Hann er að leggja siðustu hönd á
búningateikningarnar i sjónvarps-
þáttinn „Káta fjölskyldan". Annars
er þarna margt, sem maður kannast
við, sviösmyndir úr Kardemonunu-
bæ og Hálsaskógi. Karius og Baktus
eru lika þarna á borðinu.
reynt að gera þessar bækur þann-
ig úr garði, að þær örvi lestrar-
áhuga og lestrargleði. Þess vegna
hefi ég lika horfið frá þvi að gefa
út heilsársbækur og haft bindin
heldur tvö fyrir hvert ár. Bækurn-
ar verða þá handhægari og þá er
lika hægt að byggja þær upp að
mestu leyti utan um eitt og sama
efnið. Hver bók fær þá sinn titil.
Ég hefi i öll þessi ár leitað með
logandi ljósi að heppilegu efni,
ekki beinlinis þvi stórbrotnasta,
heldur það sem listamennirnir
leggja til ungum lesendum, eitt-
hvað, sem fjallar um þá sjálfa,
annað fólk og umheiminn, eitt-
hvað sem vonandi leggur grund-
völl að áhuga þeirra á myndlist
og ritlist og verður þeim vega-
nesti langt fram yfir skólaárin.
— Og hvernig móttökur hafa
bækurnar fengið i skólum lands-
ins?
— Góðar, að ég held. Það eina,
sem skólarnir finna að, er aö
nemendurnir lesa mikinn hluta
efnisins, fyrr en þeir eiga að gera
það. En það tek ég ekki sem
slæma gagnrýni, heldur finnst
mér það sanna aö bækurnar eru
vinsælar og eiga rétt á sér.
— Siðustu bindin, sem ætluð
eru fyrir áttunda og niunda skóla-
ár, eru áhugavekjandi lestrarefni
fyrir fulloröna, hafiö þér þá ekki
áhyggjur af þvi að það sé nokkuð
erfitt fyrir skólaunglinga?
— Þaö finnst mér alls ekki. Það
sem kann að virðast ofraun þess-
um ungu lesendum, liggur ekki i
þvi að efnið sé eitthvað erfiðara,
heldur i þvi að þarna er að finna
efni, sem ekki hefir verið áöur i
slikum lestrarbókum. 1 þessum
bókum er meiri þáttur helgaður
þvi sem er að gerast á okkar tím-
um, meira af nútima skáldskap
og nýjum félagsmálaviðhorfum.
Heimsbókmenntirnar eru kynnt-
ar á breiöari grundvelli, eins og
aðrar upplýsingar um myndlist,
leiklist, kvikmyndir, tónlist og
aðrar listgreinar. Nýja efniö er
sett fram á auðskilinn hátt, en
það er ekki þar með sagt að kast-
að sé til þess höndum, þar er val-
inn maður á hverjum staö og
samstarfiö hefir verið einstakt.
Við höfum lagt mikið upp úr þvi
að allir textar séu settir fram á
einfaldan og auðskilinn hátt, án
ónauðsynlegra tökuorða.
— Hvernig er það nú, að hafa
lokið við svona vandasamt verk?
— Ég hefi ekki haft tima til að
gera mér þaö ljóst, segir Egner
brosandi, — ég hefi haft svo mikiö
annað að gera, ýmislegt, sem
Framhald á bls. 38
25. TBL. VIKAN 9