Vikan - 21.06.1973, Blaðsíða 47
lltiö fengið að borða, en i Hotel de
Paris er góður matur.
— Hvernig i fjandanum geturðu
verið að hugsa um
kvöldmat . . . .:
— Hvað heldurðu, að langt sé
suður i Messinasund?
— Það hef ég enga hugmynd
um.
— Ef þú getur uppá sex hundruð
milum, mi’.ndi það ekki fjarri
lagi. Ef báturinn þeirra gengur
fimmtin hnúta, tekur það þá
fjörutiu klukkustundir að komast
þangað, ekki satt?
— En hvað kemur
Messinasundið þessu við?
— Mér datt i hug að komast
þangað og hafa þar einskonar
móttökuathöfn fyrir þá.
— En hversvegna ættu þeir að
fara þá leið?
— Það er eðlilegast og beinasta
leiðin. Þú verður að muna, að þeir
hafa enga hugmynd um, að við
vitum hvert þeir hafa farið, og
þessvegna fara þeir sér ekkert
varlega, út þvi þeir eru komnir
hérna út úr höfninni.
— Jæja, kannski það sé nú ekki
það vitlausasta að fá sé eitthvað i
gogginn.
— Eg vissi alveg, að þú mundir
verða á sama máli og ég sagði
Verrell.
Eftir ágæta máltið, gengu þeir
félagar upp i herbergi Verrells.
Hann hrigndi til afgreiðslu-
mannsins og bað um að fá sam-
band við einkanúmer Wrights i
London.
Þjónn kom með kaffi handa
þeim og tæpti á þvi, að þeir
mundu lika vilja fá vindla.
Verrell kvað það vera rétt til
getiö.
Þegar þjónninn var farinn út,
hallaði Georg sér aftur á bak i
stólnum og svældi nýja vindilinn.
— Ég skal segja þér nokkuð, sagði
hann.
— Það tekur ekkert sérlega
langan tima að venjast
lifnaðarháttum, sem maður hefur
verið óvanur.
— Biddu þá Wright um
kauphækkun og þá geturðu vanið
þá á þá.
— Já. Georg starði hugsandi á
vegginn andspænis sér. — Mér er
rétt sem ég sjái á honum bolablts-
svipinn þegar hann fer að velta
þeirri umsókn minni fyrir sér.
Slminn hringdi. Verrell tók
hann og frétti, að sambandið við
London væri tilbúið. Innan
tuttugu sekúndna var hann farinn
að hlusta á Wright.
— Hvar i fjandanum ertu
niöurkominn? þusaði Wright, og
vanþóknun hans var auðheyrð,
enda þótt sambandið væri ekki
sem bezt. — Veiztu hve lengi ég er
búinn að vera að reyna að ná
sambandi við þig?
— Við erum i Monte Carlo.
— Hvað eruð þið að gera þar?
— Viö erum að fá okkur einn
konjak, eftir ágæta máltið, og svo
vindla. Eftir andartaK ætla ég að
fara að gera að hendinni á honum
Georg.
— Hvað er að henni.
— Hann skarst á hnifi.
— Er þaö alvarlegt?
— Honum finnst það, en ég held
nú ekki, að það sé neitt verulegt.
— Það eru nú verstu fréttir,
sem ég hef fengið lengi, Verrell,
og hvað i skrattanum hafið þið
verið að bralla? Franska
lögreglan hefur verið að öskra á
mig - einhver blábjáni, sem heitir
Guichard, reyndi að þrasa, en
ég gat nú þaggað niður i honum.
Og okkar eigin yfirvöld hafa verið
stynjandi út af þvi, sem þau
frönsku hafa sagt þeim. Ertu að
ieggja landið i rúst, eða hvað?
Hversvegna hefurðu ekki verið
tekinn fastur og settur i Steininn?
— Liklega mest vegna þess, að
nú sem stendur feröumst við á
frönskum vegabréfum.
— Og hvernig náðuð þið i þau?
— Ég rakst á tvo herramenn.
fyrir tilviljun.
— Guð minn góður. Sagði ég þér
kannski ekki, að . . .
— Jú, það gerðirðu og ég
hlustaði á hvert orð sem þú
sagðir. Viltu nú hringja til itölsku
lögreglunnar og biðja hana um að
hjálpa okkur?
— Hversvegna gerirðu það ekki
sjálfur. Þú ert þó sæmilega máli
farinn.
- Ég viLhelzt ekki gera það,
rétt i bili. til þess að vekja ekki á
mér ofmikla athygli hjá
höfðingjunuin hérna.
— Hversvegna ekki það ?
Ertu viss um, að þig langi til að
heyra það?
— Vist vil ég það. æpti Wright.
Við vorum rétt komnir yfir
itölsku landama’rin. og fórum svo
Vogarmerkift (24.
sept. — 23. okt.)
Freistingar ætla aft
verða á yegi þinum i
vikunni og er vissara
aft gæta mjög vel aft
sér, sérstaklega ef
rignir um helgina.
Miðvikudagur var-
hugaverftur, svo ekki
sé meira sagt.
Drekamerkift (24.
okt. — 22. nóv).
Eitthvaft, sem þú lest,
veldur þér miklum
heilabrotum, og verft-
ur jafnvel til þess aft
þú leggur út I eitthvaö
sem vinir þlnir telja ó-
ráðlegt. Fimmtudag-
urinn er tvlmælalaust
mesti heilladagur vik-
unnar, ekki sizt fyrir
konur.
Bogamannsmerkift
(23. nóv, —21. des)
Þú lendir i skemmti-
legu ævintýri um helg-
ina. Þá munt þú og
kunningjarnir gera
mikla lukku einhvers
staftar þar sem þift
hafið ekki komið áður.
Samt er nokkur hætta
á aft helgin verfti enda-
sleppt ef ekki er haldiö
vel á spöðunum.
Geitarmerkift (22.
des. — 20. jan).
Persóna, sem er I fjöl-
skyldu þinni er i mikl-
um vanda stödd, og
þarf á hjálp að halda.
Ekki er vist að svo
mikift beri á vandan-
um i fyrstU, en svip-
aztu vel um, ef ein-
hver skyldi þurfa á
hjálp þinni að halda.
Vatnsberamerkift (21.
jan — 19 febr.).
Þaft bendir allt til
þess, að þessi vika
verði öðru visi en þú
gerðir ráft fyrir i upp-
hafi. Þaö verður til
þess aft valda þér ein-
hverjum vandræðum,
en engin ástæða er til
aft örvænta, þvl vikan
veröur annars hin á-
nægjulegasta.
Fiskamerkift (20.
febr. — 20. marz).
1 vikunni munt þú
komast að raun um aö
þú átt fleiri vini, en þú
heldur. Einn þeirra
kemur þér skemmti-
lega á óvart og ættir
þú að muna að sýna
glefti þlna og ánægju
svo aft ekki verfti um
villzt. Heillatala 9.
25. TBL. VIKAN 47