Vikan - 21.06.1973, Blaðsíða 13
SMÁSAGA
EFTIR
EDITII PARGETER
Ef ég hefði ekki þekkt Frank
Willard i fjögur ár, án þess að vita
i rauninni nokkurn skapaðan hlut
um hann, hefði ég liklega ekki
orðið svona djúpt snortinn. Ég
hafði verið i kriketklúbb með hon-
um i tvö ár, og tekið ofan fyrir
honum og konunni hans eftir
messu næstum hvern sunnudags-
morgun, siðan ég settist að i
nágrenninu, en samt fannst mér,
að þegar ég var sóttur i lögreglu-
stöðina þetta kvöld, þá væri ég að
sjá hann i fyrsta sinn.
Hann sat á bakbeinum stól,
með hendurnar hangandi mátt-
lausar niður milli hnjánna og
starði beint fram fyrir sig, dökk-
bláu augunum, máttlaus á
svipinn, rétt eins og yfirgefinn af
huga og minni.
Þegar ég kom i sjónmál hans,
horfði hann gegn um mig. Vel-
burstaðir svörtu skórnir hans og
gráu fötin, sem voru dálitið slitin
var hvort tveggja snyrtilegt að
vanda, en maðurinn innan i fötun-
um var eins og algjörlega óvirk-
ur. Læknirinn sagði að þetta væri
taugaáfall. Skrítiö, hvernig sálar-
líf mannsins starfar. Ekkert hafði
komið fyrir hann, likamlega séð,
og engin ný vitneskja hafði borizt
honum. Þetta sem hafði orkað
svona á hann, hafði verið i vitund
hans i heilt ár, og eini munurinn
var sá, að hingaö til hafði það
verið að baki augna hans, en nú
hafði það verið sett upp frammi
fyrir þeim.
Nákvæmlega hálftima áður
hafði lögreglan tekið hann fastan
fyrir að falsa bókhaldið hjá fyrir-
tækinu hans, og það einum tólf
sinnum, og draga sér eitthvað um
fimm hundruð pund.
Ég varð að snerta hann áður en
hann yrði min var. Ég settist fyrir
framan hann, tók i hendurnar á
honum og snertingin virtist eins
og vekja hann til meðvitundar.
En þegar ég sagði: — Halló,
Frank, hvað hefur komið fyrir
þig? Þá leit hann aöeins á mig
vandræðalega, og sagði: — Ég
veit það ekki, likast hræddu
barni.
Svona hafði hann verið allan
timann, var mér sagt. Hann hafði
hlustað á aðvörunina og ákæruna,
en siðan verið rétt eins o’g hann
botnaði ekki neitt i neinu.
Hugsunin um að nú væri allt orðið
uppvist bar hann ofurliði og hann
skildi þetta ekki.
Við ákærunni hafði hann ekki
sagt annað en: — Já. Og svo
skömmu seinna sagði hann, rétt
eins og hann langaði að útskýra
málið: — Hún var svo góðu vön og
hafði ekkert vit á peningum.
Þetta voru nú ekki miklar upp-
lýsingar, en nægilegar samt. Svo
virtist sem hann hefði verið
dálitið óvarkár siðast, og þá var-
lika um stærstu upphæðina að
ræða. Peningarnir voru næstum
allir heima hjá Uonum og hann
visaði á þá, reikandi eins og
svefngengill.
Að svo miklu leyti sem hann
átti nokkra hugsun i sér, gerði
hann sitt bezta til að hjálpa til.
Það gat ég vel skilið. Hann var
þrjátiu og tveggja ára gamall,
iðjusamur, velviljaður samvizku-
samur, þolinmóður og nákvæmur
j3g þannig eðlilega laga og réttar
megin.
Ég gat nú litið fyrir hann gert á
þessu stigi málsins, hvorki sem
eftirlitsmaður hans eða vinur.
Réttarhöldin yfir honum urðu aö
biða einar þrjár vikur eða meira,
af þvi að hann var ekki i neinu
ástandi til að setjast i saka-
mannastólinn.
t tvo eða þrjá daga var hann
eins og hálfdauður, en þegar
þetta deyfðarmók rann af honum
var hann helmingi verri viður-
eignar — ýmist féll hann alveg
saman eða rauk upp með ofsa.
Hann var i heila viku á deyfilyfj-
um, en loksins varð hann rólegri
og svipaður þvi, sem hann átti að
sér.
Jafnskjótt sem hann var orðinn -
málhress til að tala við lög-
fræðing, fór ég að hitta konuna
hans, og hvetja hana til að koma
honum i hendur einhvers góðs
lögfræðings, eins fljótt og unnt
væri.
1 rauninni hafði ég aldrei veitt
henni athygli fyrr — annars hefði
ég verið fljótari að átta mig á öllu
málinu. Hún tók á móti mér i litla
snotra húsinu þeirra, i búningi,
sem hefði ekki þurft að skammast
sin fyrir i kokteilsamkvæmi hjá
sendiherra, og með safirdjásn í
platinukeðju. Tuttugu og átta ára
gömul, verulega lagleg en með
hörkulegan svip. Dökkt hár og
litlar þykkar nautnasjúkar varir.
Hún var ekkert máltreg i sam-
bandi við manninn sinn. Þetta
hafði verið hræðilegt áfall fyrir
hana, sem hún mundi aldrei fyrir-
gefa. Hann hafði valdið henni
skömm og illu umtali um hana
saklausa. Þvi að saklaus þóttist
hún sannarlega vera og nú illilega
móðguð. Henni bæri engin skylda
til að vera bundin glæpamanni og
það ætlaði hún sér heldur ekki að
veröa.
Hann gæti fengið lögfræðiað-
stoö, ekki satt? Sjálf yrði hún að
hugsa um sina eigin stööu. Ef hún
léti almenning verða i nokkrum
vafa um afstöðu sina, væri hún að
gera sjálfri sér rangt til.
Hún ætlaði sér að vitna með
sækjandanum. Jú, hún vissi vel,
að henni bar engin skylda til þess
að lögum, en hún væri bara skyld-
ug til þess sjálfrar sin vegna.
Frank yrði að taka afleiðingum
af sinum eigin gerðum og skyldi
ekki fá að koma þeim á hana. Og
hvað snerti að fá sér lögfræðing,
hvaðan ætti hún að taka það sem
slikt kostaði? Nú yrði hún að sjá
sjálfri sér farborða — ekki svo að
skilja, að hann hefði nokkurn
tima getað séð almennilega fyrir
konu. Og svo var um að ræða sið-
feröilega hlið málsins ef ekki
annað.
Ég varð þeirri stundu fegnastur
þegar ég slapp út. Stofan var of
mikil spegilmynd ef svo mætti
segja, af frú Willard sjálfri. Hún
var rikmannlega búin og full af
dýrum hlutum. Þarna var skápur
fullur af mjög vönduðu postulini,
persneskt gólfteppi og stórkost-
lega dýr flygill. Alls konar
skrautgripir fylltu arinhilluna.
Þaö lá i augum uppi, hvert
peningarnir höfðu fariö. Ég
minntist þess lika, eftir allar
þessar upplýsingar, að ég hafði
gengið aö þvi visu, að loðkápan
hennar væri úr gerviskinni en nú
komst ég á aðra skoðun. Með
svona smekk var það engin furða
þó hún hefði ekki peninga handa
verjanda mannsins sins.
Það var ég, sem náði i lög-
fræðinga handa honum. Haan
hafði viljað játa sig sekan, en
Fordyce reyndi að fá hann ofan af
þvi. Hann hafði enn tilhneigingu
til að fara i þá áttina, sem honum
var ýtt, og það var eins og honum
væri sama, hvert viöleitni okkar
bæri hann, þar eð heimur hans
Framháld. á nœstu síðu.