Vikan

Tölublað

Vikan - 21.06.1973, Blaðsíða 41

Vikan - 21.06.1973, Blaðsíða 41
úti fyrir, svo að það væru þeir sjálfir en ekki Englendingarnir, sem heföu gengið i gildru. Sá elzti tafsaði eitthvað við ttalann, sem aftur ávarpaði Verrell hrottalega: — Hvaðan eruð þið? — Frá Nice. — Hvað vilduð þið honum Togliatti? — Eg var aösegjaað viö vorum að finna hann Chivers. — Það er haugalygi. Verrell hló. ítalinn varð svo bálvondur, að hann sneri byssunni aftur og steig fram, og ætlaði sýnilega að berja Verrell i höfuðið með henni. Eldri Egyptinn æpti einhverja skipun og ttalinn hikaði, og stóð þá rétt sex fet frá Verrell. — Hvar er þessi Togliatti, sem þið eruð alltaf að tala um? spurði Verell, sallarólegur, rétt eins og ekkert væri um að vera. — Haltu þér saman: æpti ttalinn. — Eruö þið búnir að drepa hann? — Viö höfum engan drepið. — Eldri Egyptinn gekk varlega fram hjá Georg og nálgaðist Verrell. Hann mælti á ensku með miklum framandi hreim, en skildist samt. — Þið segizt hafa komið til að hitta mann að nafni Chivers. Eruð þið enskir? Verrell athugaði manninn vandlegaren áður. Hann var með örótt andlit og eitt örið náði yfir þvera kinnina. Augun voru óhugnanlega ljósblá. Það var sýnilega, að hann bar litið af mannlegum tilfinningum i brjósti. — Eruð þið enskir? spurði hann aftur. — Skiptir það nokkru máli? — Til hvers eruð þið hingað komnir? — Til þess að hitta hann Fred Chivers, kunningja okkar. — Þaö er lygi. — Er þaö? Verrell yppti öxlum. Egyptinn leit út að útidyrunum og á landa sinn, sem stóð það. Sá var i illa sniðnum fötum, blá- og rauðköflóttum. Hann dró frá glugganum, nægilega til þess að sjá út, og hristi siðan höfuðið. Allt i einu heyrðu þeir langdregna og aumlega stunu. Italinn gekk i áttina að dyrunum, sem lágu inn úr eldhúsinu, en stanzaði þá samkvæmt skipun frá þeim elzta. Þá heyröu þeir aðra stunu, stutta en ennþá vesældarlegri en þá fyrri. Enda þótt augnablikið væri ekki sem . heppilegast, fann Verrell, að nú eða aldrei varð að láta til skarar skriða. — Allti lagi. kallaði hann. — Kom inn. Mennirnir fjórir, sem voru farnir að trúa þvi, að þessi rósemi Verrels gæti ekki stafað af öðru en öryggi hans um sjálfan sig. Lykillinn aö nýjum heimi Þér læriö nýtt tungumál á 60 tímu LINGUAPHONE Tungumálanámslceió á hljómplötum eóa segulböndum tii heimanáms: ENSKA. ÞÝZKA. FRANSKA, SPANSKA. PORTUGALSKA. ITALSKA, DANSKA. SÆNSKA. NORSKA, FINNSKA. RÚSSNESKA. GRlSKA, JAPANSKA o. fl. Afborgunarskilmálar Hljóðfcerahús Reyhjauihur Laugaurgi 96 simi: I 36 56 sneru nú allir að útidyrunum, sannfærðir um, að liðBauki væri á ferðinni. Verrell krækti handleggnum um hálsinn á manninum með örið og herti aö eins og kraftar hans leyfðu. Svo sló hann með æfðri hendi á úlnliðinn á hinum manninum og hnifurinn datt á gólfiö. ttalinn reyndi að hleypa af skoti, en Verrell hafði varið sig, með hinum manninum. Italinn reyndi að færa sig til hliðar, en kom þá innan seilingar frá Georg, sem var að berjast viö að láta ekki hnif lenda i sér. Georg sparkaði frá sér og ttalinn veinaði af sársauka en hneig þó ekki niður. Verrell sveigði höfuð andstæðings sins til baka og sparkaði um leið aftan i fætur hans. Maðurinn datt og Verrell með honum, en varöi sig enn. Verrell seildist eftir hnifnum en þá gall við mikill hvellur og neyðaróp heyrðist um leiö. Kúlan hafði fariö skakkt um þrjá þumlunga og hitt þennan lifandi skjöld Verrells. Verrell greip hnifinn, mundaði hann og kastaði honum siðan. Blaöið lenti iöxlinni á ttalanum, sekúndubroti áður en hann skaut aftur, Kúlan lenti i veggnum. Maðurinn með örin var að gera hægra handleggnumá sér eitthvð til góða, þvi að blóðið streymdi úr honum, og reyndi að brölta á fætur. Verrell rak hnéð beint framan i hann og hann hrökklaðist til hliðar og lá siðan i hrúgu á gólfinu. Georg var i vanda staddur. Neðan hann var að fást við ttalann, hafði hann linað takið á hnifnum, sem nú var tekinn að nálgast siðuna á honum um of. Þriðji maðurinn ætlaði að stinga hann, en náði ekki almennilega til hans, svo að hnifurinn rétt snerti siðuna á honum. Á borðinu stóð hálffull vinflaska. Verrell greip hana og kastaði henni. Hann hitti beint i mark. Flaskan lenti i andlitinu á öðrum manninum og hann reikaði burt og greip hönd fyrir auga. Verrell geistist fram, að þriðja manninum,greip i handlegginn, með hnifnum, sneri upp á hann og maðurinn varð að snúa sér við. Verrell sleppti honum á siöasta augnabliki og maðurinnn skall i vegginn, veinandi. ttalinn færði byssuna yfir i vinstri höndina, miðaði og skaut. Kúlan rétt snerti mittið á Verrell. Verrell sneri sér snöggt við, greip siðan um fæturna á ttalanum, svo að maðurinn skall i gólfið. Byssan rann eftir gólfinu. Þriðji maðurinn hljóp á eftir henni og Georg sömuleiðis. Iiann beið þangað til hinn laut niður, en sparkaði þá i hann. Maðurinn veltist um hrygg og lá svo kyrr einar tvær sekúndur. Annar maðurinn ætlaði alveg vitlaus að veröa. Hann æpti upp, þaut út að dyrum, reif upp huröina og hljóp út. Félagi hans, sá með örin og blæðandi handlegginn, hljóp á eftir honum. Nu heyrðist þriðja og mesta stunan innan úr húsinu og i þetta sinn brá Georg og Verrell svo viö, að það varð þeim að ógagni. ttalinn hljóp til og annar maðurinn brölti upp af gólfinu. Verrell var ótrúlega fljótur til. Hann greip i meidda handlegginn á manninum og sneri upp á hann. ttalinn æpti af sársauka og hneig niður. Georg reyndi að hafa hemil á hinum manninum, en hann hélt ennþá á hnifnum og beitti honum, náði til vinstri handarinnar á Georg og skar hana, áður en hann slapp burt. Verrell athugaði höndina á Georg. Skurðurinn var þvert yfir fingurna en ekki djúpur. — Þetta er ekkert veruiegt, sagði hann. — Vertu ekki að vorkenna mér ofmikið, sagði Georg og velti þvi fyrir sér, i hve marga parta þyrfti að skera mann, áður en Verrell ofbyði. Verrell tók byssuna upp af gólfinu, athugaöi hve margar kúlur væru eftir i henni, og rétti hana síðan að Georg. — Það er allt i lagi með hægri höndina á þér. Ef þú þarft að skjóta þennan náunga, þá dreptu hann samt ekki. ttalinn sem var bullsveittur, fór eitthvað að babla, en Verrell skeytti þvi engu og gekk inn i ganginn fyrir innan eldhúsið. Þar var næstum alveg dimmt, afþvi að allar dyr voru lokaðar, og eina birtan kom úr eldhúsinu, svo að hann kveikti á rafljósinu. Hann heyröi eitthvert hljóð úr her- berginu til hægri og opnaði dyrnar. Þar lá maður á gólfinu. Hendur hans og fætur voru bundnar með mjóu snæri og meiðsli hans voru svo mikil, að það var mesta furða, að hann skyldi yfirleitt 25. TBL. VIKAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.