Vikan

Tölublað

Vikan - 21.06.1973, Blaðsíða 36

Vikan - 21.06.1973, Blaðsíða 36
te)ALf £>?:sd&fé ANDRÉS ÖND vit á, hugsaði ég en sagði það samt ekki. — Og þá langaði hana afskap- lega i gott pianó. Hún spilar vel, eins og þú veizt, og það var af- skaplega leiðinlegt fyrir hana að láta sér nægja lélegt hljóðfæri. Ég varð einhvernveginn að útvega peningana. Ég varð að útvega henni þetta. Þú þekkir hana ekki, svo að þú skilur þetta auðvitað ekki. Ég skildi það óþarflega vel, en ég gat lika skilið orðin, sem tlndust upp úr honum, og aumkað hann. Bláu augun störðu á mig angistarfull, er hann hélt áfram: — Það var þegar Höllin var seld og allir þessir fallegu hlutir fóru á uppboð. Við höfðum verið þar einn sunnudaginn, þegar munirn- ir voru sýndir, og þvi gat hún aldrei gleymt. Þarna var borð- búnaður úr Meissen-postulini, einhver sá fallegasti, sem ég hef nokkurn tima séð — enda talaði hún um það mánuðum saman á eftir. Og þarna var skápur með filabeinsskrauti og Feneyjaspeg- ill i svörtum glerramma. Þegar hún heyrði, að þetta ætti að selja, varðhún næstum veik af löngun i það Hvað gat ég gert? Ég varð að kaupa það handa henni. Ég hélt, að þetta yrði i siðasta skiptið — en það heldur maður alltaf. Hr Benson skrifaði mér — vissirðu það? Þetta var svo vin- gjarnlegt bréf og það hefði ekki mátt halda, að ég væri búinn að stela frá honum árum saman. Ég get ekki skrifað honum aftur. Ekki enn. Mig langar tii þess en get það bara ekki. Viltu þakka honum fyrir mig og segja, hvað mér þyki þetta leitt.... Ég fór alltaf frá honum þegar hann byrjaöi að gráta. Ekki vegna þess að ég þyldi ekki aö horfa á það, ég var löngu kominn yfir það, heldur vegna hins, að þegar svo var komið virtist hann gleyma, aö ég væri nokkurs- staöar nærri, og falla aftur i eitt- hvert mók. Ég held það hafi bara verið þreyta eftir að hafa talað, hugsað og munað, og jafnvel það eitt að vera til hefði getað gert hann örmagna. Vegna sektarjátningar hans og algerðar uppgjafar, og vegna þess, að það þurfti engan lög- fræðing til að benda á, að hann var niðurbrotinn maður, fékk hann átján mánaða dóm. Fangelsisstjórinn sem hann var hjá, átti langt samtal við mig og læknirinn, sem taldi þessa fangelsisvist fremur verndar- gæzlu en refsingu, var bálvondur út af þessum dómi. — Hvern fjandann halda þeir. að við getum gert fyrir hann á átján mánuð- um? spurði hann. — Að þvi er ég bezt get séð, verður hann fyrsta sex mánuðina á spitala að mestu leyti og siðan þarf hann sálfræði- aðstoð, guð má vita hve lengi, að minnsta kosti miklu lengur en þessa mánuði, sem þá eru eftir. Og einmitt þegar hann virðist ætla að fara að verða almenni- legur, verðum við að sleppa hon- um lausum og svo lendir hann á geðveikrahæli, nema hann verði sérstaklega heppinn eða þá sterkari en ég held hann vera.* Ég var að mestu leyti á sama máli en fékk bara ekki að gert. Og viöbrögð hans voru skárri en ég haföi búizt við. Hann var fyrir- myndar fangi, samvinnuþýður, hægur og lagði sig fram um að valda sem minnstum erfiðleikum og mestri hjálp. Eitthvað i eigin fari, sem hann hafði aldrei tekið eftir og heldur ekki nú, hafði áhrif á lif hans I fangelsinu og stuðlaði að gangi honum til handa: fólki fór yfirleitt að þykja vænt um hann. Konan hansskrifaði honum eitt bref, hvassyrt og iskalt, þar sem hún fordæmdi glæp hans og þóttist laus allra mála, en gat um úrræði sin til sjálfsbjargar. nú þegar hann gæti ekki lengur. séð henni farborða. Bréfið komst aldrei til hans. Fangelsstjórinn endursendi það til hennar og mæltist til þess. að hún legði af svona tón framvegis. en héldi sig að meinlausari atrið- um. ef hún vildi hálpa manninum sinum llarin helði getað sparað sér omakið. þvi að hun skrilaði til þess eins að slita öllu sambandi við hann og ætlaði sér alls ekki aö skrifa oftar. Willard slapp þvi viö svipur hennar og sporðdreka, og tók góðum framförum. Við kviðum allir þeirri stundu er hann yrði látinn laus og yrði að takast á við þau vandamál, sem fangelsið eitt gat verndaö hann fyrir. Mér var þetta svo mikið áhyggjuefni, að ég fór meira aö segja til konunnar hans, og ætlaði að biðja hana um samúð með honum, ef nauðsynlegt yrði. En það ómak hefði ég getað sparað mér. Heilagleikinn i henni gekk alveg fram af mér. Hún heföi spurzt fyrir um skilnað, og var bæði hissa og hneyksluð á þvi, að engin ástæða væri fyrir hendi og fangelsisvist væri engin sjálfsögð skilnaðarsök. En það eitt var hún viss um, að hún myndi aldrei taka hann til sin né búa með honum framar. Nú átti hún leigu- samninginn um húsið og ef Frank ætlaði að fara að þrengja sér þar inn, skyldi hún skella hurðinni á nefið á honum. þessum glæpa- manns-óþverral Hún var bæði falleg og hortug, hóflega skrevtt gimsteinum, og i- klædd dýrum fatnaði og einhvern veginn hvorttveggja i senn feg- urri og ósiðaðri en ég hafði séð hana áður 1 setustofunni voru ný og falleg gíuggatjöld og i postu- linsskápnum var glænyr teborð- 36 VIKAN 25. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.