Vikan - 21.06.1973, Blaðsíða 24
Ævi okkar cr öll mörkuð áföngum, mismunandi stórum og mikil-
vægum. Eitt stærsta skrefið stigum við, þegar við ákveðum meö
hverjum við eyðum ævinni. Sem betur fer reynist það einmitt mörgum
þeirra mesta gæfuspor. Það fer naumast hjá þvi, aö þcgar tvær mann-
eskjur hafa búið saman i fjölda ára, borðað við sama borð dag eftir
dag, sofið i sama rúmi nótteftir nótt, umgengist sama fólkið ár eftir ár,
þolað saman súrt og sætt, þá hafi það komizt aö einu og öðru hvort um
annað. Og með það i huga settum við saman svolitið persónulegan
spurningalista og börðum að dyrum hjá nokkrum ágætum hjónum,
scm voru svo elskuleg að taka þátt i þessu græskulausa gamni okkar.
Það skal tckið fram, að þátttakendur svöruðu þessum spurningum
algjörlega i einrúmi, án þess að fá tækifæri til þess að hafa áhrif hvort á
annað, svo að það er ekki um neitt svindl að ræða, þar sem svörunum
ber sama.n. t þessu blaði eru það Sigurlaug Bjarnadóttir og Þorsteinn
Ó. Thorarensen, sem svara spurningum okkar, en næst tökum viö hús á
leikarahjónunum Margréti ólafsdóttur og Steindóri Hjörleifssyni.
HVAÐ VIT
HVORT Uf
SIGURLAUG UM
ÞORSTEIN
í.Það er nú enginn hægðarleikur
að svara svona lagaðri spurn-
ingu. Viss hætta á að svarið beri
keim annaðhvort af sjálfhælni
eða óskhyggju. Ég hugsa nú helzt,
að honum þyki margt vel brúk-
legt i fari minu. Allavega hefur
hann þá frá upphafi borið mina
bresti af karlmennsku og æöru-
leysi. En hvað honum likar bezt?
— Ætli ég verði ekki að veðja á
þennan eiginleika, sem oftast er
kallaður afskiptaleysi, en væri
eiginlega betur lýst sem áreitn-
isleysi, þó að það sé ljótt orð mál-
farslega séð. Eg reyni yfirleitt að
lofa honum að ráða sinum gerð-
um óáreittur. Hef t.d. aldrei am-
azt við þvi að hann tæki i nefið,
enda vafalaust margfalt hrein-
legri tóbaksnotkun en sigarettur
eða pipa. 1 gamla daga muldu tó-
baksmenn klútana sina, en nú
hafa sjálfvirkar þvottavélar leyst
allan vanda i þessu sambandi. En
— i einlægni sagt, ég renni nokkuð
blint i sjóinn með þetta 'svar.
2. Ég hef oft sagt, að Þorsteinn sé
þagmælskasti maður i heimi. Þaö
þarf slyngustu menn til aö veiða
úpp úr honum eitt eða neitt, sem
hann ætlar og vill þegja yfir. Get-
ur stundum komið sér dálitið illa!
Ég held, að hann væri mesti
klaufi i þessum almennu slúður-
samkvæmum, þar sem allir vita
allt um alla og samræðúr byggj-
ast á upplýsingamiðlun og upp-
lýsingaveiðum um náungann. —
Sem sagt, ég tel ekki fráleitt, að
þagmælska og varkárni i dómum
um aðra séu eiginleikar, sem
hann metur hvað mest. (Það væri
þá einna helzt i einstaka Föstu-
dagsgrein i Visi sem hann sleppir
dálitið fram af sér beizlinu!)
•'i.Hann er nú, að ég held, heldur
litið fyrir að láta hluti fara i taug-
arnar á sér svona i venjulegum
skilningi. Ég hugsa þó, að það
sem viö almennt köllum sýndar-
mennsku eða oflæti komist einna
næst þvi. Svo veit ég nú raunar,
að það getur farið i finu taugarn-
ar á honum — og gerir það, þegar
hann er truflaður við verkefni,
sem hann er að kljást við — t.d.
með ótimabærri tiltekt og hrein-
gerningu á skrifborðinu hans og
nánasta umhverfi þess.
4. Það má guð vita. Hann les heil
býsn, og svo er hann nú rithöfund-
ur sjálfur, blaðamaður, sagn-
fræðingur — fjölfræðingur. Ætli
ég skjóti ekki bara á Þorstein
Thorarensen! (Þetta fyrirgefur
hann mér aldrei.)
5. Það liggur þessa dagana á nátt-
borðinu hans heill bunki af ensk-
um sakamálareyfurum með titl-
um og káputeikningum af svæsn-
asta tagi. Aðspurður kveðst hann
lesa þetta til að slappa af fyrir
svefninn. Sem betur fer dreymir
hann vist sjaldan neitt að ráði.
Annars byði ég ekki i draumfarir
hans, meðan á þessari lesningu
stendur.
(í. Yfirleitt hefir hann gaman af
tónlist, bæði klassiskri og nýrri.
F’ramhald á bls. 39
SIGURLAUG UM
SJÁLFA SIG
1. Að sjálfsögðu likar mér mæta
vel við margt i fari hans. En ætli
— af praktiskum ástæðum — mér
liki ekki einna bezt við þann kost
hans, hve laus hann er viö það að
vera matvandur, gerir sér flest
að góðu og gefur öðru heimilis-
fólki gott fordæmi. Þaö er i raun-
inni ofboðslegt til þess að hugsa,
hvernig við og önnur allsnægta-
þjóðfélög getum leyft okkur i senn
ósæmilegt bruðl og gikkshátt i
mataræði, vitandi um hundruð
milljóna manna i heiminum, sem
svelta heilu og hálfu hungri. —
Auk þess er Þorsteinn laus við
smámunasemi og kreddur, sem
mér finnst alltaf ákaflega hvim-
leiður eiginleiki.
2. Almennt talað legg ég hvað
mest upp úr fordómaleysi og um-
burðariyndi. Ég held, að okkar
volaða veröld væri i dag betur
stödd um margt, ef þessir eigin-
leikar hefðu ráðið meiru um gerð-
ÞORSTEINN UM
SIGURLAUGU
1. Aðég kem nokkurnveginn beint
framan að hlutunum, er ekki með
nöldur eða innibyrgða gremju,
heldur læt hlutina fokka, og lika
næst, að ég er ekki matvandur.
2. Ég held að hún meti mest, að
maður sé stabill, ég held hún hafi
fyrst imyndað sér, að ég væri
stabill, kannski hef ég svo ekki al-
veg uppfyllt vonir hennar i þessu.
3. Liklega fer það mest i taugarn-
ar á henni, að ég sé ekki fé-
lagslyndur, þvi hún er sjálf mjög
félagslynd. Þetta hefur svo
versnað á siöustu árum við þaö,
hvað ég hef veriö á kafi i marg-
vislegri vinnu, svo ég hitti ekki
nógu margt fólk. En annars er i
þessu þegjandi samkomulag milli
okkar að fara hvort sina leiö.
4. Hún er nokkurnveginn alæta i
bókmenntum, þó ekki eins mikil
og ég. Hún les þó aldrei reyfara
eins og ég. Ég held, að Dostoévski
sé mjög hátt skrifaður hjá henni
eins og mér. Lika auðvitað André
Gide. Eg vildi óska, að við hefð-
um fjárráð til þess að hún gæti
helgað sig þýðingum á frönskum
bókmenntum, kannski verður það
einhverntima. Af islenzkum
skáldsögum lesum við flest, ég
held henni hafi likað mjög vel við
Gunnar og Kjartan. Hún les ekki
kvæði eins mikið og ég.
5. Well, hún er nú að lesa Grétu
Sigfúsdóttur, man ekki hvort hún
er i fyrri eða seinni bókinni.
fi. Sinfóniur. Gæti trúað að Beet-
hoven væri hæstur. Við fórum á
Tchakovsky myndina út af~sam-
eiginlegum áhuga á þvi sviði.
7. Það hugsa ég ekki, sjá mitt
eigið svar.
8. Það hef ég aldrei hugsað út i.
Liklega London lamb, þó maður
skilji ekkert af hverju það er kall-
að London lamb.
9 og 10. Ja, nú versnar i þvi,
vegna þess að ég held að við séum
gersneydd persónudýrkun.
Kannski dáir hún mest Ómar
Ragnarsson af karlmanni að
vera, eða Róbert Abraham Ottó-
son og ég að mörgu leyti sam-
mála, en af kvenmanni^að vera,
ja liklega Indiru, ef það má vera
útlent. Skyldi kona nokkurntima
dá konu af sama þjóðerni? Ég
held, ,að ég verði að orða þetta
svo, að hún virði aðrar konur,
sem þora eins og hún að koma
fram, eins og Auði Auðuns, Oddu
Báru, Steinunni Finnboga, Ólöfu
Ben., Geirþrúði o.s.frv.
íl.Svona er ómögulegt að muna.
Það liða tugir mynda framhjá i
huganum, af nýjustu kannski ’
Frenzy sem svakaleg, eða God-
father. Það er eins og það séu
mest sýndar einhverjar hryll-
ingsmyndir upp á siðkastið.
12. Það hef ég ekki hugmynd um.
13. Ég held, að hún hefði helzt
viljað veröa söngkona.
14. Lestur skáldsagna.
15. Helzt prilandi upp um heiöar
og fjöll.
ÞORSTEINN UM
SJÁLFAN SIG
í.Að hún lofar mér að vera i friði
með min áhugamál og gerir mér i
rauninni kleift að vinna að ýmsu,
þó hún hafi ekki áhuga á þvi sjálf.
2. Að geta staðið sjálfstæður,
þrátt fyrir siaukin afskipti samfé-
lags og alls kyns pólitiskra
kaupahéðna og kjaftaska, sem si-
fellt eru að reyna að kúga alla
undir sig.
3. Hvernig allt er sett i nefndir,
sem kæfa niður frumkvæði og
hugmyndaflug. Hvernig kjaftask-
ar lyfta sér upp á kostnað dugandi
manna, sem er þvi miður eigin-
leiki þingræðisþjóðfélags.
4. Destóévski og Laxness, sér-
staklega kreppubókmenntir hans.
5. Ég er nú svona við og við að
lesa siðasta bindið af sögu
Tryggva Gunnarssonar. Það er
fin bók. Hef annars verið að ljúka
miklu verki og las á einni kvöld-
stund reyfara. Hann slappaði
taugarnar. Ég man ekki einu
24 VIKAN 25. TBL.