Vikan

Tölublað

Vikan - 21.06.1973, Blaðsíða 46

Vikan - 21.06.1973, Blaðsíða 46
hrærigrautur af skýjakljúfum og húsum, einkennileg samsetning af fegurð og ljótleik, smekk og verzlunarmennsku, en að baki voru fjöllin, með tindana gyllta af sigandi sól. Jafnvel mannshöndinni hafði ekki tekizt að spilla náttúrufegurðinni þarna. Þeir gengu út á aðalbakkann, sem var eins og tvöfalt F i laginu, og gengu svo út eftir honum til hægri. Allar kviarnar nema ein, voru með skipum i, svo að það var auðvelt að þekkja nr. 16. I nr. 15. var litill seglbáutur með hollenzkum fána, en i nr. 17. stór bátur með frönskum fána. Verrell gekk upp landganginn að honum og talaði þar við þrennt - karlmann, konu og unglings- stúlku, sem sátu undir sóltjaldi aftur á og drukku vin. — Við horfðum á bátinn seglbúast, sagði karlmaðurinn, sem var grannur en einbeittur i framkomu. — Hafið þér nokkra hugmynd um, hve margir voru þarna um borð? Maðurinn yppti öxlum. — Nei. Báturinn hafði legið þarna bundinn i nokkra daga - hann var hér fyrir þegar við komum. Og ég hef verið svo upptekinn, þangað til fyrir svo sem tiu minútum, að ég hef ekki litið mikiö kringum mig. Nú tók stúlkan til máls, hásum rómi: — Ég sá þa fara um borð, pabbi. Það voru þrir karlmenn. — Gætuð þér lýst þeim, ungfrú? spurði Verrell. Hún hugsaði sig um. — Þeir voru áreiðanlega útlendingar, svartir á hár og dökkir á hörund. Og af þvi að báturinn var með egypzkan fána, gekk ég út frá þvi, að þeir væru Egyptar. — Voru þeir nokkuð sérkennilega klæddir? — Það held ég ekki . . . .Nei, það er nú ekki rétt hjá mér. Einn þeirra var i fötum, sem jafnvel garðyrkjumaðurinn okkar hefði skammazt sin fyrir að vera i. — Að hvaða leyti voru þau ein- kennileg? — Það var liturinn. Þau voru afskaplega stórköflótt - rauð og blá og litirnir afskaplega eitthvað glannalegir . . . Svei mér ef ég veit, við hvað ég á að likja þvi.. Verrell mundi eftir manninum, sem hafði verið i skræpulitu fötunum, sem fóru svo illa. Þetta var áreiðanlega einn þeirra þriggja, sem höfðu veriö upp i Gorgona. — Voru þeir nokkuö eftirtektarverðir að öðru leyti? Stúlkan saup á glasinu og hugsaði sig um. — Já, ég held að einn þeirra hafi verið eitthvað meiddur á handlegg - hann bar hann þannig. — Þér hafið tekið vel eftir. Húsbóndinn hafði verið að athuga Verrell, þegjandi. — Má ekki bjóða ykkur eitt glas? — Það vildi ég gjarna þiggja, en ég verð bara að flýta mér. Þér gætuð náttúrlega ekki sagt mér, hversu hraðskreiður þessi bátur er? — Nei, það get ég nú ekki. En eftir stærð og öðru að dæma, þætti mér liklegt, að hámarkshraði hans væru svo sem fimmtán hnútar. — Þakka yður kærlega fyrir. Verrell gekk niður landganginn. — En sá indæli maður. sagði stúlkan. — Hversvegna fær maður aldrei að hitta neina honum lika? — Vertu ekki með þessa vitleysu, sagði móðir hennar, en það var engin sannfæring i röddinni. — Mér þætti gaman að vita, hver hann er og hverju hann er eiginlega að leita að? sagði maður hennar. Það leggst ein- hvernveginn i mig, að þessir þrir muni eiga eitthvað ógreiða ferð fyrir höndum. 14. kafli. _ Georg stóð á bakkanum og horfði á sjóinn út um hafnarmynnið, og nú var sjórinn orðinn dökkblárri en áður, undir nóttina. — Hvað gerum við nú næst? Fáum við okkur leigðan bát og reynum að elta þá uppi? Verrell hristi höfuðið. — Það er bráðum orðið dimmt og þaö er alveg útilokað að finna þá i myrkri. — En getum við bara staðið hér og . . . Verrell sneri sér við. — Góði Georg minn, við erum nú búnir að vera á eilifum þeytingi allan daginn, og nú er timi til kominn aðhvila sig svolitið. Og við höfum HrútsmerkiA (21. marz — 20. apríl) Allt útlit er fyrir að þessi vika verði mjög viðburðarik, einkum og sér i lagi, ef tilfinn- ingar eru þar með i spilinu. ökunnur mað- ur kemur mikið við sögu þina og það á dá- lltið óvenjulegan hátt. Þú munt una þér vel heima, þó kannske gæti nokkurs fiðrings um helgina. Nautsmerkið (21. aprll — 21. mai). t sambandi viö merk- isatburð I fjölskyld- unni gerist eitthvað, sem á eftir að draga dilk á eftir sér. Þú færð til úrvinnslu ó- venju skemmtilegt verkefni, en umfram allt skaltu gæta þess aö ætla þér nógan tima til þess að ljúka þvi. Um helgina er á- riöandi að kunna að taka gamni. Tvlburamerkið (22. maf — 21. júnf). Af einhverjum mis- skilningi verður þú bendlaður viö mál, sem þú hefur f raun- inni ekki komið ná- lægt, eöa þvl sem næst. Allt fer þó vel að lokum. Heiilatala 5. Krabbamerkið (22. júnf —23. júlf). Þér berst góð gjöf i vikunni, og i þvf sam- bandi gerist eitthvaö skemmtilegt. Þú munt skemmta þér vel i vik- unni, en passaöu þig á hinu kynina. Um helg- ina verður lögö fyrir þig gildra, sem þú virðist ætla að kunna að verjast. Ljónsmerkið (24. júli — 23. ágúst). Þú færö hugmynd I vikunni sem tæplega er framkvæmanleg nema f járstuðningur góðra vina komi til, svo og holl ráö ætt- ingja. Laugardagur- inn er undarlegur dag- ur. — Ekki er ljóst hvernig, en vertu við öllu búinn. Heillatala karla 7, kvenna 3. Meyjarmerkið( 24. ágúst — 23. septem- ber). Þú ferða að heiman eitthvert kvöldið f vik- unni, liklega um helg- ina og munt þá kynn- ast persónu, sem gæti haft mikil áhrif á geröir þinar næstu vikurnar, og kannske lengur. Nokkuð er far- ið að bera á minni- máttarkennd hjá þér, en til þess er tæpast nokkur ástæða. Stjörnþspá 46 VIKAN 25. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.