Vikan

Tölublað

Vikan - 26.07.1973, Blaðsíða 29

Vikan - 26.07.1973, Blaðsíða 29
spurM?hvort ég ætti ekki eiija brúklega flik. Svo fór hann Ut og keypti þennan jakka fyrir upphæð, sem hefði vel dugað fyrir jakka á hann og kjól á mig, ef hann hefði viljað. Jed horfði á mig. — Hvað hefur nú skeð? spurði hann. — Svona, út með það! Jæja, þetta varð að koma fram og eitt var vist, þessár fréttir myndu örugglega fá hann til að gleyma þvi, að hann hafði orðið að elda ofan i sig sjálfur þennan daginn. Ég dró djúpt andann. — Ég var hjá lækni i dag. Hann sagðifað ég ætti von á barni. —' Fjandinn hafi það, sagði hann, óvenjulega tómlega og hné i niður i sófann. Við horfðumst i augu hjálpar- vana. — Hefurðu nokkra hugmynd um hvað fóstureyðing kostar? spurði hann. — Hvaðan eigum við að fá peninga til þess? — Við neyðumst auðvitað til að hætta við að kaupa á þig vetrar- jakka, sagði ég i þessum augna- bliksvandræðum — Hefi ég nokkurn tima sagt þér->að þú ert öfundsjúk kerling? — Já, oftar en einu sinni. — Höfum við ekki komið okkur saman um»að ég borgi min föt og þú þfn? Viltu ekki reyna að halda fatnaði minum fyrir utan þetta mál. — Ég.borgaði rúmdýnuna, þar sem þú varst alveg auralaus, sagöi ég. — En þú sefur lika á henni. Þú varst lika með i að búa til þetta barn. — Þú ert liklega búin að gleyma þvi<*að híisaleigan hefur hækkað um fimmtán dali? Þetta var allt svo andstyggi- lega auðviröilegt. Mér fannst ég sjálf vera auövirðiieg. Það var hann lika. Það sorglega við þetta alltsaman var, að liklega hefði það ekki þurft að koma svona fram,. ef við hefðum verið gift, hvort i sinu lagi. Mig langaði að eins til aö gráta. — Þú getur þá tekið peningana, sem við vorum búin að spara til sklðavikunnar, sagði Jed allt I einu, — svo skal ég reyna að slá strákana á skrifstofunni um þaði sem upp á vantar. Ég veit ekki/Jivað það var, sem kom mér til að ganga til hans og halla mér aö honum. Það gat ver- ið*vegna þess að hann tók svari litla barnsins, ef til vill var ég að reyna að upplifa eitthvað af þvi, sem við höfðum átt saman, eða þá vegna þess vonleysis, sem hafði gripið okkur bæði. Ég stakk hönd- inni undir arm hans. — Jed, hlustaðu á mig andar- tak. Segjum svo að við ákveðum að eignast þetta barn. . . Hann reif sig lausan og hörfaði undan. — Þú ert brjáluð, Anne, þú ert sannarlega brjáluð! — Hlustaðu á mig og taktu ekki fram I fyrir mér. Ég átti ekki við’ að við hefðum barnið hjá okkur, ég átti við að við gætum gefið barnið, einhverju góðu fólki. Ég veit'að það eru ættleiðingastofn- anir, sem sjá algerlega um slik mál og greiða jafnvel öll útgjöld, bæöi við fæðingu og um með- göngutímann. Ég man eftir ein- um hjoniyn heima, sem ættleiddu barn gegnum skrifstofu hér i New York og þau sögðu okkur frá þvi aö þau hefðu haft móðurina á sinu ‘ framfæri um meðgöngutimann. — Þú ert alveg brjáluð! — Hversvegna geturðu ekki hlustað á mig andartak? — Ég hefi hlustað á þig oftar en mig langar til. Anne, þú varst mér sammála um þaðað við ætt- um ekki að eignast börn, ekki fyrr en við hefðum möguleika á að framfleyta barni, ekki fyrr en við hefðum sjálf notið lifsins. . . — Ég ákvað ekki að eignast barn, ef þér skyldi hafa dottið það I hug. En þegar þetta er nú stað- reynd. . . — Losaðu þig þá við það! hróp- aöi hann upp yfir sig. Hann sneri við, gekk að klæða- skápnum og fór að hátta. Hann var ofsareiður, en samt hafði hann rænu á, að hengja jakkann á þar til gert herðatré. — Fjandinn hafi það, sagði hann, án þess að lita qm öxl, — i fjölda ára hefi ég þrælað»til að ljúka þessu námi og loksins far- inn að eygja eitthvað framundan. Ef þú heldunað ég láti þig eyði- leggja það, með þvi að eignast þetta barn, þá. . . — Ég var að segja þér, að ég hafði ekki hugsaö mér að eiga það sjálf. Það er bara það. . . þaðoað ég vil ekki deyöa það. — A ég að segja þér eitt, Anne? Ég treysti þér ekki, alls ekki. Þú ert svo f jandi sniöug. Þú ættir það til að fara á bak við mig, alveg eins og þú fórst á bak við mig, þegar þú vildir ekki eignast barn. En nú er nóg komið! Heyrirðu það. Ég er búinn að fá nóg. . . Hann þagnaði sem snöggvast, svo sagði hann tölu- vert rólegri: — Þessi læknir sem þú talaðir við, hvað segir hann? Getur hann ekki gert þetta sjálfur á stofunni hjá sér? Það yrði þá ódýrara en á sjúkrahúsi. Við fylgdumst að i skólann morguninn eftir i-eins og venju- lega. Við þögðum, en allan tim- ann snerist hugur minn um þetta eitt: ég verð að fá einhvern endi á þetta. . . við getum ekki haldið svona áfram. . . hvað heitir þessi ættleiðingaskrifstofa?. . . ætt- leiöingaskrifstofan. . . — Ætlar þú að fara til læknisins • i dag? spurði Jed, þegar við skild- um fyrir utan mina deild. Ég gat ekki svarað, — kinkaði aðeins kolli. Fyrri hluti dagsins ætlaði aldrei að liða. Ég heyrði ekki einu sinni hvað prófessorinn sagði, mér var lika alveg sama. Ég hafði önnur og alvarlegri mál um að hugsa. Eitthvað varð ég að gera, en hvað? Fyrst og fremst varð ég að fá mér sæmilega vinnu, en þegar ég leit yfir atvinnudálkana i blöðun- um, varð ég niðurdregin. Að visu var töluvert framboð á vinnu, en hvað gat ég gert? Ég kunni ekki vélritun og bókhald hafði ég ekki minnsta hugboð um. Ég gat held- ur ekki verið þjónustustúlka, hvorki á heimili né á veitinga- húsi. Ég gat ekki verið á sllkum stað,f með magann út i loftið! Þessutan yrði ég að segja frá þvi, að ég væri barnshafandi og þá myndi enginn vilja ráða mig. Þetta leit skuggalega út. Þeir annast hina verðandi móöur og veita henni jafnvel vinnu um meðgöngutimann og sjá henni fyrir ibúð. . .Ég heyrði rödd frú Anderson. Þetta var það sem hún sagði okkur mömmu. Ættleiðingaskrifstofan var i brúnu, venjulegu húsi og það var litill blómagarður fyrir framan það. Málmskilti sýndi að ég var á réttum stað. 1 anddyrinu sat kona á bak við skrifborð. Hún leit spyrjandi á mig. — Get ég aðstoðað yður? — Ég ætlaði aðeins — sagði ég hikandi. Þetta var erfiðara en ég hafði haldið. — Mig langar til að tala við einhvern um ættleiðingu. Ég á von á barni og ég. . . — SetjiiZ; andartak, svo kemur frú Smith og aðstoðar yður, tók konan fram i fyrir mér og hún var mjög vingjarnleg. Ég leit á hana, þakklátum aug- um og settist á stól. Þarna var hlaöi af vikublöðum, en ég hafði enga löngum til að fletta þeim. Það leið ekki á lönguvþar til grá- hærð kona kom til min. — Góðan dag, ég heiti frú Smith. Viljið þér koma hingað inn með mér, svo getum við séð, hvað hægt er að gera fyrir yður. Stofan, sem við komum inn i, var miklu likari einkastofu en skrifstofu. Frú Smith tók eftir undrun minni og sagði brosandi. — Það er notalegra svona, sagði hún. En svo varð hún alvar- leg i bragði. — Ef ég hefi skilið það rétt, þá eigið þér von á barni og hafið á- kveðið að ala það ekki upp sjálf? — Já, sagði ég. — Ég get ekki fengið mig til að láta eyða fóstr- inu, en hefi ekki nokkra mögu- leika á að ala upp barn. Maðurinn minn vill að ég láti eyða fóstrinu, en ég get það ekki. Skyndilega varð mér létt um mál og áður en varði var ég búin að segja henni alla söguna um misheppnað hjónaband okkar Jeds og ósam- komulag okkar kvöldið áður. Frú Smith hlustaði á mig, svo sagði hún vingjarnlega: — Þér þurfið ekki að hafa á- hyggjur, það verður allt I lagi i með barnið yðar. Við skulum sjá um þetta allt og þér getið verið viss uimað við veljum þvi beztu fáanlega foreldra. Hún tók penna, virti fyrir sér skýrsluform, sem lá fyrir framan hana á borðinu. — Nafn? — Anna Holland. — Heimilisfang? . — Ég hefi ekkert heimilisfang, sagði ég. — Það er að segja, ég get ekki hugsað mér að fara heim aftur og sofa i sama rúmi og mað- urinn minn i nótt og næstu nætur. Ég get ekki logið að honum heldur og sagtað ég hafi verið hjá lækni til að athuga fóstureyðingu. Hann myndi lika fljótlega sjá i gegnum mig. — Við verðum þá að snúa okk- ur aö þessu strax, sagði hún hugs- andi. — Það er að visu ekki gott að finna stað svona fljótt, en þér getið búið á gististað hérna i ná- grenninu til að byrja með. Ég hefði getað hlaupið upp um hálsinn á henni, svo glöð varð ég. — Hverjir eru svo nánustu ætt- ingjar, fyrir utan eiginmanninn? — Ég á enga ættingja. Foreldr- ar minir eru látnir. — Systkin? — Ég er einbirni. Hún spuröi ýmissa annarra spurninga og svo hringdi hún til gistihússins og þar gat ég fengið herbergi. Hún lofaði lika að finna handa mér hentuga vinnu. Ég leit á.klukkuna og sá, að ég gæti kom- izt heim og látið smádót i tösku áður en Jéd kæmi heim. Ég skrifaði honum nokkrar lin- ur, þar sem ég skýrði honum frá þessu öllu i stuttu máli og bað hann um að ná i launaseðilinn minn á bókasafninu. Hann myndi ábyggilega gera það með glöðu geði og ég geröi lika ráð fyrir að Framhald á bls. 36 HÆTTULEGT AFDREP NÝ FRAMHALDSSAGA 30. TBL. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.