Vikan - 26.07.1973, Side 48
MIG DREYMD
PENINGABRÉF
Kæri draumráðandi.
Ég vona, að það dragist ekki mjög lengi að ráðningin á
þessum draumi birtist, ef þú sérð þér fært að verða við
þón minni um að ráða hann.
Mér fannst ég vera heima hjá mér og allt leit út þar eins
og gerði fyrir fimm til sex árum. Ég þóttist vera að opna
bréf, sem ég hafði fengið. Fyrst hélt ég, að það væri frá
vinkonu minni, en þegar ég opnaði það kom í ljós þrír
þúsund krónu seðlar og nokkrir 10 og 5 krónu seðlar. Ég
varð svolítið hissa á þessu, en þá segir systir mín: Sjáið
þið, spilin segja að það séu peningar. Hún er ófrísk og var
með spil í höndunum. Mamma segir við okkur, að þetta
hljóti að vera kaupið mitt. Ég fór að skoða bréfið betur og
sá þá lítinn klæðisbút, sem á stóð Bæ, bæ og eitthvað
fleira, sem ég gat ekki greint. Þá varð draumurinn ekki
lengri. Fyrirfram þökk fyrir birtinguna. E.B.S.
Það verða einhverjar breytingar á högum þínum í ná-
inni framtíð. Þessar breytingar eru efnahagslegar. Þú færð
liklga mjög góða atvinnu og vel launaða, því að peninga-
seðlar eru fyrir ágóða í draumi og þó einkum séu þeir
óhreinir og illa farnir.
GOSDRAUMUR
Kæri draumráðandi.
Ég sá um daginn að þú varst að óska eftir því að þeir
sem hefðu dreymt fyrir Vestmannaeyjagosinu létu til sín
heyra.
Ég ætla að segja frá draumi, sem mig dreymdi fyrir átta
til tíu árum og sagði þá strax að mundi verða fyrir ein-
hverjum tíðindum í Eyjum.
Mér fannst ég vera á gangi fyrir neðan Hraðfrystistöð-
ina í Eyjum. Mér fannst vera myrkur og allt fólkið farið
til lands. Eyjan var komin í eyði, en þó fannst mér þrjú
ljós loga uppi á Heimaklefti. Ég gekk um nokkra stund, en
þá kom til mín maður með ljósker í hendinni og var hann
klæddur í hvítan jakka og svartar buxur. Mér þótti hann
segja við mig: „Við skulum koma héðan. Hér er allt búið.“
Mér fannst, að bátur biði okkar og ég vissi að við vorum
síðust til að fara frá Eyjum.
Lengri varð draumurinn ekki.
Elín Þorsteinsdóttir.
Hafðu þökk fyrir drauminn, Elín. Hann þarfnast engra
útskýringa og hefur trúlega verið fyrir gosinu, þótt langt
sé um liðið, síðan þig dreymdi hann.
GULLKROSSAR OG PERLUFRIÐUR
Kæri draumráðandi.
Ég skrifa fyrir bróður minn, sem hefur mikinn hug á
að fá eftirfarandi draum sinn ráðinn, og vona ég að þú
getir orðið við þeirri bón.
Hann dreymdi að hann væri með stelpu sem hafði unnið
allskyns gersemar, sem hún hafði hangandi um hálsinn, í
happadrætti. Hún gaf honum þrjá þessara muna, stóran
gullkross, en hann var brotinn, annan minni kross úr gulli
og var sá heill. Svo gaf hún honum friðarmerki úr perlum.
Lengri varð draumurinn ekki.
Með fyrirfram þökk fyrir ráðninguna.
Hjördís.
Það eru nokkuð mörg tákn í þessum draumi, þótt stutt-
ur sé, en þau eru svo ósamstæð að það torveldar ráðning-
una. Við treystum okkur þó til að spá bróður þínum því,
að hann eigi tiltölulega auðvelt með að sigrast á þeim
erfiðleikum, sem framtíðin ber í skauti sér honum til handa.
BARNAVAGN
Kæri draumráðandi.
Mig langar að biðja þig að ráða eftirfarandi draum fyrir
mig. Mér þætti vænt um það, því að hann skiptir mig svo
miklu.
Mér fannst ég vera að koma úr vinnu. É'g geng upp
Laugaveginn og hitti þar pilt, sem ég hef verið mikið með
og held að ég sé barnshafandi eftir. Ég geng til hans eins
og við hefðum mælt okkur mót þarna. Hann hafði barna-
vagn fyrir framan sig, grábláan og hvítan. Við brostum
hvort til annars, hann kyssti mig á kinnina. Mér fannst
ég líta ofan í vagninn og segja: Þú ert alveg eins og pabbi
þinn. Mér fannst vera sveinbarn í vagninum, klætt í gul
föt. Sængui'fötin voru hvít og falleg. Þegar ég lít upp,
fannst mér pilturinn kyssa mig aftur og mér þótti við vera
svo hamingjusöm. f
Ég vona að þú getir ráðið þennan draum fyrir mig.
Með þökkum. X.
Þó að hugljúfir draupiar séu ekki alltaf fyrir góðu, höld-
um við að það fari ekki milli mála í þetta sinn. Við höldum
að þetta sé berdreymi svo mikið, að sjaldgæft sé.
TRÚLOFUNARSLIT
Kæri draumráðandi.
Fyrir nokkru sleit ég trúlofun við pilt, sem ég hafði ver-
ið trúlofuð í ár, vegna þess að hann var farinn að fá áhuga
á öðru kvenfólki. Stuttu seinna dreymdi mig rhjög skýran
draum, sem mig langar til þess að biðja þig að ráða. ••
Mér fannst pabbi fyrrverandi unnusta míns kalla á mig
og biðja mig að tala við sig. Við fórum inn í kvistherbergi,
þar sem var kolniðamyrkur og settumst þar við bbrð. Mér
þótti maðurinn segja mig: „Þú verður að bíða eins og
ég þurfti að gera.“ Ég skildi þetta þannig, að ég ætti að
bíða eftir syni hans, því að hann hefði þurft að bíða eftir
konu sinni.
Kæri draumráðandi. Mig langar til að vita hvort. þessi
draumur merki eitthvað, því að þetta er mér mjög mikil-
vægt. Með von um að þú birtir þetta og þökk fyrir allt
gamalt og gott. H.G.
Ekki viljum við ráða draum þinn þannig, að þú takir
aftur saman við piltinn. Líklegra þykir okkur, að þú upp-
götvir að lífinu er ekki lokið, þó að upp úr þessu sambandi
hafi slitnað. Annars þykir okkur líklegt að þessi draumur
sé.svo náténgdur því ástandi, sem þú ert i andlega, að ekki
jsé mikið mark á honum takandi.
SVAR TIL K.H. FYRIR NORÐAN
Af bréfinu ráðum við, að þú sért ógift. Þess vegna ráð-
leggjum við þér að fara heldur varlega í ástamálum, því
að ógiftum konum er sjaldnast fyrir góðu að ala barn í
draumi.