Vikan

Tölublað

Vikan - 23.08.1973, Blaðsíða 7

Vikan - 23.08.1973, Blaðsíða 7
bað var fint veður i Firöinum, heitt en sólarlitið. Við höföum komið okkur fyrir á enda hafnar- garðsins og nutum góða veðurs- ins, meöan við fylgdumst með grænum depli út við sjóndeildar- hring, sem nálgaðistog tók smám saman á sig mynd skips: togara. Við vorum mættir til aö fylgjast með komu skuttogarans JUni úr sinni fyrstu veiðiferð, en i hana var lagt sunnudagskvöldið 1. júli. Nú var henni að ljúka, á hádegi 18. júli, og aflinn var 320 tonn. Á bryggjunni fyrir framan hraðfrystihúsið var nokkur hópur manna og beið Júni. I smáhópum voru málin rædd. — Jú, það er satt, þetta er fallegt skip. , . Skyldi hann ekki velta mikið?. . . O, ætli þaö. . . Þeir voru að segja, að hann hafi fiskaö vel, rúm þrjú hundruð tonn. . . Það er ekki aö sökum að spyrja, þegar hann Dóri er með hann. . . Nokkrar smámeyjar i frystihúsajúniformi stóðu ibyggnar hjá. Já, þeir eru heilmikiir kallar, þessir strákar á togurunum. Mæður og eiginkonur biðu með tilhlökkunarsvip. Gamli Skipið bundið. Guðmundur Jóns- son 1. stýrimaður réttir endann i land. siðutogarinn Röðull var nýfarinn. Þá voru bara mættar fáeinar hræður. Þaö er ekki sama hvert skipið er. Það telst reyndar varia til tið- inda, þegar togari kemur til hafn- ar eða heldur i haf, — að minnsta kosti ekki i Reykjavik. Sllkt telst þó fréttnæmt á Akureyri og i Hafnarfiröi, og er aðalfréttin i minni kaupstöðum úti á landi, þar sem afkoma kaupstaðanna bygg- ist mikiö á afla þessara skiþa. A siöustu árum hafa verið jJSFJggail; ’ - yV'ví* '■ -AVí - -' * 2 m Séð aftur eftir dekkinu. Tvö troll eru klár á dekki og fixaðir vængir og benzlaður belgur og poki á bátadekkjum. keyptir hingað til lands tugir tog- ara af nýrri gerð, skuttogarar. 'Sum þessara skipa eru keypt i staöinn fyrir eldri gerðir af togur- um, siðutogarana. Þau skip hafa mest verið keypt frá Spáni og Póllandi, og má þar nefna hið fræga.skip Bjarna Benediktsson, sem er Sýsturskip Júni, og ögra og Vigrá, sem smíðaðir eru i Pól- landi. önnur skip eru keypt til að færa kaupstöðum úti á landi björg i bú. Þau skip eru yfirleitt minni og koma að nokkru leyti i staðinn fyrir togbáta. Minni togararnir eru ílestir smiðaöir i Japan og Noregi, Má þar nefna Vest- mannaey og Rauðanúp frá Japan og Pál Pálsson frá Noregi. Ef ætti að útskýra i stuttu máli mun á siðu- og skuttogurum, er munurinn aðailega fólginn i byggingarlagi, sem stafar af breyttri legu togvira. Togvirar siðutögara liggja frá spili, sem er fyrir framan brú fram undir mastur og aftur með siðunni, þar sem 'þéir eru teknir saman i blökk. Togvirar skuttQgara liggja beint aftur frá spilinu, sem er fyrir aftan brú, og i sjó. Allir, sem verið hafa á togur- um, og þeir eru margir, kannast við kalliö „HIFOPP”, sem skip- stjóri eða fyrsti stýrimaöur öskr- ar út yfir dekkið til að láta háset- ann á trollvakt vita, að nú skuli trolliö hift upp. Þegar hásetinn £lf Vistarverur eru allar glæsilegar og riímgóðar. A vegg matsalarins er sjónvarp. 34. TBL. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.