Vikan - 23.08.1973, Qupperneq 8
hefur heyrt kallið, hleypur hann
aftur gang og „slær úr blökk-
inni”. A skuttogurum þarf ekki að
taka vírana i blökk og þvi er „hif-
oppið og trollavaktirnar” bráðum
úr sögunni. begar skipstjóri vill
hifa upp rollið, tekur hann bara i
sveif upp i brú og setur spilið i
gang.
Eins og áður segir eru nýju tog-
ararnir aðallega af tveim stærð-
arflokkum, um 500 tonn og
800—1000 tonn (samkvæmt nýju
mælingunni, en hún er vist tölu-
vert knappari en.sú gamla). Þeir
minnihafa 14—16manna áhöfn og
eru um lOdaga i veiðiferð, en þeir
stærri 26 manna áhöfn og eru
14—18 daga. Siðutogararnir
gömlu voru smiðaðir á árunum
1946—60 og hafa 28—30 manna
áhöfn og eru 13—18 daga i túr.
Þegar talað er um mun á siðu-
og skuttogurum má ekki gleym-
ast að minnast á vinnuaðstöðu og
ibúðir. A siðutogurum fer öll
vinna við fisk fram á dekki, undir
berum himni, og ibúðir háseta
Þeir eru harðánægðir með eldhúsið, matsveinarnir Vilh jálniur Stefánsson og Ægir Hafsteinsson
íi
B $
A leið i land. Strákarnir stökkva hressir i bragði upp á bryggjuna, enda
er þriggja daga fri framundan. Pétur Sigurðsson ber hæst.
eru i stefni skipsins og verður að
fara út til aö komast aftur i. Á
skuttogurum fer öll vinna viö fisk
fram undir þiljum og innangengt
er um allt skip.
Unnið er um borð i togurum
allan sólarhringinn, alla daga
vikunnar, alla daga ársins. Aðal-
störf háseta eru vinna við að taka
trollið og láta það fara, vinna við
fiskinn, koma honum rétt verkuð-
um I is niður i lest og viðgerðir á
trollinu, þvi það er úr nylon-net-
um oghættir til að rifna. Hver há-
seti vinnur tvær 6 tima vaktir á
sólarhring. Skipstjóri stjórnar
veiðum og hefur sér til aðstoðar
tvo stýrimenn og bátsmann.
Fjórir menn sjá um aö halda vél-
unum gangandi. Á stærri togur-
unum eru tveir kokkar og einn
loftskeytamaður, en á þeim minni
einn kokkur. Þetta er handahófs-
leg kynning á togurum og störfum
um borð i þeim og eflaust eiga
einhverjir togarajaxlar eftir að
glotta við tönn eftir lestur hennar.
En vonandi er að hún veiti þeim
sem ekkert þekkja til svona skipa
ofurlitla innsýn.
Júni kom fyrst til heimahafnar,
Hafnarfjarðar, á sjómannadag-
inn siðasta og var þá vel faghaö af
bæjarbúum. Eftir smálagfæring-
ar fór skipið á veiðar 1. júli.
—o—
Þegar skipið var lagzt að,
stukku nokkrir um borð, en flestir
létu sér nægja að biöa átekta á
hafnarbakkanum.
t brúnni gaf skipstjórinn, Hall-
dór Halldórsson, síöustu fyrir-
mæli i þessum túr. Virðulegir
menn með mikið vit á togurum
voru þarna mættir og spurðu
Halldór um túrinn.
— Þetta gekk eins og i sögu.
Allt reyndist 100%. Stórkostlegt
skip. Finn túr. . .
Fjórum hæðum neðar voru
strákarnir að skipta um föt og
gera sig klára fyrir landgöngu.
Kokkarnir gáfu siðasta milasop-
ann. Eiginkonur og unnustur,
mæður og börn voru i óða önn að
heilsa sinum mönnum.
„Hann pabbi er kominn”. —
Jósep Ingólfsson 2. stýrimaður
með syni sinum, Simoni.
BYRJAÐI TIL SJÓS A
GAMLAJÚNI
Ægir Hafsteinsson i. kokkur
kunni mjög vel við sig i nýja eld-
húsinu. Hann byrjaði til sjós með
Halldóri Haildórssyni á gamla
Júni, og það eru rúm tiu ár siðan.;
Ég bað Ægi að gefa upp mat-
seðil eins sólarhrings.
— A miðnætti er kaffi nveö
brauði, sem næturkokkarnir sjá
um, en næturkokkar eru hásetar,
sem venjulega eru þeir yngstu af
hásetunum. Klukkan 3 er aftur
kaffi og er þá brauð með.
Morgunmatur er á borðum frá
6—7, og er það hafragrautur,
skyr, súrmjólk, kornflex, brauð
og slátur, kaffi og mjólk. Klukkan
niu er morgunkaffi og fá þeir þá
„sæmund” með, en það eru kök-
ur, vinarbrauð og kringlur. 1 há-
deginu erum við oft með steik
með kartöflum, grænum baunum
og sliku, i eftirmat erum við með
súpu eða graut. Þrjúkaffiö er eins
samansett og morgunkaffið.
Kvöldmatur er frá 6—7 'óg erum
við þá oft með fisk og tilheyrand/
og súpu eða graut i eftirmat. Siö-
asta kaffi dagsins er klukkan 9 og
þá höfum við kokkarnir unnið frá
5um morguninn, að visu meö hlé-
um á milli.
— Taka strákarnir ekki dug-
lega til matar sins?
— Jú, ég hef ekki orðið var við
annað.
Ægir er kvæntur og býr með
konu sinni I Firðinum. — Er ekki
erfitt fyrir giftan mann að vera til
sjós?
— Nei, það er ekkert erfiðara
fyrir gifta menn en ógifta aö vera
til sjós. En það er erfiðara fyrir
konur að vera giftar sjómönnum
en mönnum sem vinna i landi.
Konan min er tiltölulega sátt við
að ég skuli vera til sjós.
8 VIKAN 34.TBL.