Vikan - 23.08.1973, Síða 11
Hins vegar gafst honum kjörið tækifæri i
kosningunum 1956, er ,,hræðslubandalag"
Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins
kom til sögunnar og framboöum var
bróðurlega skipt á milli þeirra af leiðtog-
unum i Reykjavik til að seilast i sameinuöu
átaki eftir sem flestum þingsætum. Valdist
Pétur Pétursson þá i liðsbón á Snæfellsnes og
gekk næsta rösklega að þvi verki. Sigurður
Agústsson sigraði raunar i viðureigninni með
796 atkvæðum, en Pétur fékk 649 og varð
landskjörinn á vegum Alþýðuflokksins, þó að
meirihluti kjósenda hans væri áreiðanlega
framsóknarmenn. Virtist hann eiga i vænd-
um góðan pólitiskan frama i átthögunum
vestra, en „hræðslubandalagsins” naut
skamma hrið, og Pétur Pétursson varð hart
úti i alþingiskosningunum vorið 1959. Hlaut
hann þá aðeins atkvæöi 225 Snæfellinga, þeg-
ar framsóknarmennirnir runnu aftur heim til
sin. Hreppti Pétur þó annað sæti á lista Al-
þýðúflokksins i Vesturlandskjördæmi um
haustið og var upp frá þvi varamaður Bene-
dikts Gröndals, unz framboðið í Noröur-
landskjördæmi vestra bauðst óvænt 1971.
Pétur Pétursson haföi engu að tapa, en allt
að vinna, þegar hann barst i efsta sæti á
framboðslista Alþýðuflokksins i Norður-
landskjördæmi vestra við siðustu kosningar.
Taldi hann sig hornreku i sambúðinni við
Benedikt Gröndal. en fékk nú ráðið stefnu og
feró ng undi þvi glaður, þó að torfærur væru
bersýnilega framundan. Sparaði Pétur sig
hvergi, en klæddist morgun hvern eins og
bóndi eða verkamaður og tók lága sem háa
tali á Siglufirði, Sauðárkróki, Skagaströnd,
Blönduósi og Hvammstanga og lagði nótt við
dag fram að kosningum. Hann missti af
mörgum dýrmætum atkvæðum, sem dreif að
Jóni borsteinssyni 1967, en dugði samt hlut-
fallslega mun skár en flestir aðrir frambjóð-
endur Alþýðuflokksins að þessu sinni. Veitt-
ust honum 566 atkvæði og kærkomið uppbót-
arsæti og meira að segja á undan Benedikt
Gröndal, sem fór miklar hrakfarir á Akra-
nesi og i byggðum Borgarfjarðar og Snæ-
fellsness. Var Pétur þvi brosmildur að kosn-
ingum loknum, þó að Gylfa og Benedikt sviði
skellurinn, sem Jón borsteinsson vékst kæn-
lega undan. Sannaðist á Pétri Péturssyni, að
fljúgandi kráka sveltur miklu siður en hin, er
situr.
Ræðumennska Péturs Péturssonar er lik-
ari skýrslugerð en mælskulist. Hann er
glöggur á tölur og aðrar heimildir, en fer sér
hægt og liður engum að raska ró sinni. Hins
vegar gefst honum vel að spjalla við náung-
ann um daginn og veginn og stofna til
persónulegra kynna. Pétur átti löngum
drjúgan hlut að aflafengnum, meðan þeir
Benedikt Gröndal reru saman á atkvæðamið-
in vestan lands, og hann dorgar sizt af minni
áhuga og lagni fyrir norðan. Honum lærðist
ungum að umgangast fólk i sveit og við sjó og
lætur sú athöfn sýnu betur en orðasennur á
málþingum. Andstæðingar gruna hann unv
’skrum og yfirboð i loforðum og atkvæða-
smölun, og margir hinna norðlenzku kjós-
enda Péturs ætlast til þess, að hann bregðist
við vanda þeirra eins og efnaður iðjuhöldur
fremur en djarfmæltur og róttækur verka-
lýðssinni, en þau vinnubrögð eru manninum
eðlileg og sjálfsögð. Hann litur einmitt á is-
lenzk stjórnmál sem fyrirgreiðslu og sam-
keppni og stendur að þeim likt og að selja
prjónavörur eða fiskmeti á erlendan markað.
Pétur Pétursson er langtum svipaðri rikum
atvinnurekanda en fátækum launþega, en
hann skilur báða og leggur atkvæði þeirra
mjög að jöfnu. bess vegna talar hann gjarn-
an máli alþýðunnar, en þiggur ráð og jafnvel
skoðanir i salarkynnum höfðingjanna og ger-
ir með þeim áætlanir.
Sennilega ér enginn af núverandi þing-
mönnum Alþýðuflokksins óánægðari með
hlutskipti sitt 1 stjórnarandstöðunni en Pétur
Pétursson. Honum myndi ljúft að vera i
meirihluta og krækja sér og matlystugum
kjósendum sinum i væna bita úr kjötkatli
landsins. Jóni borsteinssyni leiddist að
stjana fyrir Siglfirðinga, Skagfirðinga og
Húnvetninga i skrifstofum i Reykjavik, en
Pétri Péturssyni myndi slikt kært, ef honum
væri sinnt eins og hann vildi. Hann er ihalds-
samur að skapgerð og eðlisfari, en telur hins
vegar óráðlegt að vinna það fyrir vinskap
Sjálfstæðisflokksins að bindast honum á
minnihlutaklafa fjarri eldinum, sem bezt
brennur. béss vegna gæti Pétur Pétursson
vissulega hugsað sér Alþýðuflokkinn hlið-
hollan rikisstjórninni, þó að hann gagnrýni
ýmsar gerðir hennar i áróðursskyni. Hann
kysi á sama hátt samstarf við Sjálfstæðis-
flokkinn aö fengnum meirihluta ásamt hon-
um og raunar hvern, sem væri, ef skrifstof-
urnar opnuðust og íyrirgreiðsla byðist. betta
eru sjónarmið atvinnumannsins, sem hefur
framfæri sitt af stjórnmálum, og viðbrögð
ekilsins, er vill heldur gull en grjót 1 vagni
sinum.
bað var hending, að Jón borsteinsson
hreppti þingmennsku, sem Aki Jakobsson
þráði en taldi fyrirfram tapaða i blindri
svartsýni, og sömuleiðis, að Pétur Pétursson
kom i stað Jóns, þegar hann velti taflinu og
rauk brott, én slikt og þvilikt virðist eigi að
siður timanna tákn. Islenzkur stjórnmála-
heimur er að mörgu leyti eins og suðrænn
aldingarður, er grær i skjóli um dal og hlið
kysstur heitri sól, og undir laufrikum og ið-
grænum trjám hans njóta sin bezt duglegir
og þrautseigir sjálfgæðingar á borð við Pétur
Pétursson. Hann er ekki vonsvikinn hug-
sjónamaður eins og Aki Jakobsson eöa dint-
óttur skákmeistari eins og Jón borsteinsson,
en honum dytti aldrei i hug aö sleppa ótil-
neyddur úr hendi sér epli eða öðrum ljúffeng-
um og saðsömum ávexti.
Lúpus.
34. TBL. VIKAN 11