Vikan

Tölublað

Vikan - 23.08.1973, Blaðsíða 15

Vikan - 23.08.1973, Blaðsíða 15
i Saigon eru mörg minnismerki um striðið. Þetta er eitt þeirra. Þetta er þriðja greinin og sú siðasta, sem fjallar um daglegt líf i Saigon. Hér segir frá vel efnaðri f jölskyldu, sem nýtur þeirra forréttinda að þurfa ekki að bera kviðboga fyrir komandi degi. Hann á fallega konu, sem situr hjá honum og hlær elskulega, þegar við á, en hún bætir ekki miklu við, því að málakunnátta henn- ar er ekki eins mikil. Or herbergjum barnanna berast vesturlenzkir tónar frá nýtízkustereotækjum. Ung þjónustustúlka ber kælda drykki. Hreyfingar hennar eru þokkafullar eins og dansmeyjar. Nafnið Do Dang þyðir frami og það á sannarlega viðhér. Bæði eru hjónin frá N — Víetnam. Húsbóndinn fæddist fyrir 45 árum í Hanoi. Foreldrar hans voru bæði læknar, miðstéttar- fólk, sem ekki naut neinna sérstakra forréttinda. Thao, kona hans, er af fyrirfólki komin. Faðir hennar var verktaki. Hann sá meðal annars um vega- gerð og áfti miklar land- eignir, áður en hann var handtekinn af kommúnist- um og eignir hans gerðar upptækar. Foreldrar Quangs urðu að yfirgefa Hanoi árið 1945. Þau yfirgáfu eignir sínar þar, en gátu haldið áfram að vinna í lítilli norður- víetnamskri borg, sem þau flýðu til. Quang var með- limur andspyrnuhreyf- ingunni og varð oft að fara huldu höfði. Þegar hann var nítján ára giftist hann Thao, sem var tveim- ur árum yngri. Þau bjuggu í sama héraði og höfðu þekkzt lengi. Foreldrar beggja voru fylgjandi ráðahagnum. Ráða stjörnuspámanna var ekki leitað varðandi giftinguna. Hjónavigslan var borgaraleg — það er. algengt hjá Buddhatrúar- mönnum. Thao var ekki klædd brúðarskarti, þó að það sé algengt að Víetnam- ar hafi tekið það eftir Vesturlandabúum. Quang hélt áfram að starfa fyrir andspyrnu- hreyfinguna og and- stæðingar hans gerðu ítrek- aðar tilraunir til þess að hafa hendur i hári honum. Hann leyndist hjá vinum sínum í Hanoi og hóf nám við háskólann þar. Hann fékk fljótlega styrk til náms í París og hélt þang- að. Kona hans, sem þá-var barnshafandi, bjó hjá tengdaforeldrum sínum og vann á barnaheimili. Quang missti styrkinn eftir mánaðardvöl í París. Þá fór hann að vinna og tók næstum hvaða vinnu sem honum bauðst. Hann vann í verksmiðjum, þvoði diska á veitingahúsum, bar út blöð. Stundum safnaði hann tímaritum saman á kaffihúsum og seldi þau aftur. Honum tókst að safna sér peningum til þess að halda áfram lögfræði- námi sínu. Thao ól sveinbarn. Hún og Quang skrifuðust á, en gátu ekki hitzt. Hann þorði ekki að fara heim og hún hafði ekki efni á að fara til Evrópu með barnið. Þau urðu að lifa lífinu langt í burtu hvort frá öðru. Thao bjó áfram hjá tengda- foreldrum sínum, enda er það mjög algengt í Víetnam. Það líðu sjö ár áður en hjónin hittust aftur. Quang lauk náminu í París og eftir það lagði hann stund á hagfræðinám i London. Að náminu þar loknu fékk hann starf í banka í London. Það var árið 1953 og ári seinna var hann fluttur til Saigon til starfa í útibúi bankans þar. Það fyrsta sem Quang gerði, þegar hann kom til Víetnam, var að taka sér Framhald á bls. 40 34. TBL VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.