Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 23.08.1973, Qupperneq 17

Vikan - 23.08.1973, Qupperneq 17
HliiSi raddir, þegar hún gekk niður stigann með litlu dóttur sina i 'fanginu. Stúlkan varð hrædd. — Mamma, hvað er þetta þarna, spurði hún. — Hverjir eru að tala? Móðirin heyrði einnig raddirnar, sem töluðu hver i kapp við aðra, margar og háværar. — Þetta er bára dragsúgur, svaraði hún og reyndi að róá barnið. — Það ýlfrar i vindinum, og þá heyrist svona. Stúlkan róaðist, en móðirin haföi orðið mjög hrædd. Löngu siðar fékk hún vitneskju um, að i kringum 1920 hafði húsiö verið fundarstaður frikirkjumanna. Hún áleit, að það hlyti að hafa verið likt og bergmál af þakkar- gjörð þeirra, sem hún og dóttir hennar höfðu heyrt. Dag nokkurn sátu sonardóttirin og húsfreyjan i hengirúmi. Allt i einu segir litla stúlkan, sem þá var þriggja ára gömul: — Amma, það er gömul kona að koma. Amman sá enga gamla konu, en vissi strax, að þarna hlaut draugurinn að vera á ferðinni. Hún hugsaði með sér, að nú um hábjartan dag skyldi hún ræða við þessa framliðnu veru. Hún stóð á fætur og sagði við litlu stúlkuna: — Komdu! Nú göngum við til gömlu konunnar og tölum við hana. Stúlkan reis upp,horfði undrandi i kringum sig og sagði: — Hún sést ekki lengur. t annað skipti, þegar fjöl- skyldan var utanhúss, fór sonar- dóttirin skyndilega að hrópa og benti á efri hæð hússins. Hún var frávita af hræðslu. — Farið burt með húð gömlu konunnar, hrópaði hún. Engirin annar sá neitt. Stúlkan sagði, að hún hefði séð „bara húð gnmallar konu á veggnum, en enga konu”. SAMBAND vid framliðinn Karin Liljegren gekk upp hlfðina til bústaðarins og settist másandi á dyraþrepin. Sól var hátt á himni. Umhverfið var himneskt og harla ótrúlegt, aö þarna fyrirfyndustnokkuð fættvið drauga. Við hin fylgdum henni eftir, for- vitin og eftirvæntingarfull. Hú- freyjan gekk fram til Karin Lilje- gren, sem sagði í sama bili: — Einhver leggur hönd á bak mitt. Ég finn, að þessari persónu liður illa vegna barkahöfuðsins. Þetta er eldri kona, þrekvaxin. Hún býður mig velkomna. Húsfreyjan varð uridrandi. Móðir hennar hafði látizt úr skjaldkirtilsbólgu, og einmitt þessi hreyfing að leggja höndina á bakið hafði verið mjög ein- kennandi fyrir hana. Jafnvel lýsingin stemmdi. „Þið verðið látin i friði", segir Karin Liljcgren við húsfrcyjuna. „Þið getið flutt liingað óhrædd”. vatna, blárra fjalla og bæja niðri I dalverpinu. Kona eigandans, sonur og tengdadóttir voru með okkur. Konan hafði oftsinnis orðið vör viö reimleika í húsinu. Nótt eina vaknaöi hún og heyrði, að einhver dældi vatni í eldhúsinu. — Ég hélt, að það væri maöurinn minn, sem hefði oröið þyrstur, og ég hlustaði á reglu- bundin hljóð dælunnar. En mér fannst hann dæla of lengi. Þetta var bjarta sumarnótt og þvi ekki þörf á aö kveikja ljós. Ég settist upp og sá, að, bæði maðurinn minn og sonardóttir lágu i rúmum sinum. Aðrir voru ekki i húsinu. Þá heyröi ég, aðeinhver gekk yfir eldhúsgólfið á neðri hæöinni og upp sitgann. Ég heyrði hvernig lykli var snúiö i geymslunni, sem er næsta herbergi viö svefnher- bergið, og einhver fór þangað inn. Einnig heyrði ég glamur i járni, kannski f keðjum eða mynt. Sfðan varð allt hljótt. Þetta ferðist fyrir fjórum árum. HRÆDD VIÐ GAMLA KONU En löngu áður hafði margt gerzt. Tengdadóttirinn sá i eld- húsdyrunum á efri hæðinni konu- fmynd, og hún vissi i öðru tilviki, að sama granna, gamla konan, klædd fornfálegum fötum, stóð þétt að baki henni og reyndi að segja eitthvað. — Ég varð ofsalega hrædd, en skildi að hún sagði „bak við” mörgum sinnum, kannski þris- var. En hvort hún meinti, að hún stæði bak við mig, eöa að það væri eitthvað, sem væri geymt bak við eitthvað, — það veit ég ekki. Húsmóðirin haföi heyrt margai Staðurinn lítur út fyrir aö vera neytt eigendur hússins til aö — Kn það er þó ekki súkona, sem gengur hér aftur, spurði hús- freyjan undrandi og óttaslegin. — Nei, en hún er samt hér. Ég get bara sagt frá þvf, sem ég sé, sagði Karin. Við þögðum öll, þegar við fylgdum, Karin eftir inn f bústaðinn. Við settumst á stóla í her- berginu á neðri hæðinni. Karin varð þegar i stað vör við ósýni- lega veru. Hér var um karlmann að ræða, og hann stóð gleiðfættur á miðju gólfinu. Hann sagði Karin, að hann væri annars staðar frá. Málfar hans var bjargað.og hann var reiður vegna breytinga, sem gerðar höfðu verið á „bústaðnum hans”. Hann kvaðst hafa búið hér fyrir löngu. Samkvæmt lýsingu Karin var hann ekki Svíi, heldur af ein- hverjum öðrum kynstofni. Hún lýsti honum allvel, en lýsing hennar var siður en svo glæ'sileg: ógeðfelldur, harðfylginn, þver- lyndur og sérvitur. Hún sagði, aö mjög langt væri siðan hann hefði verið uppi, og hann kvartaði sáran yfir þvi, að Sviarnir hefðu alltaf misskilið hann. Þetta fær staðizt, þar sem landssvæðið þarna v,ar fyrst numið af Finnum fyrir mörgum öldum. Þeir brutu landið, brenndu skóginn og breyttu i tún og engi. LEITA AÐ EINHVERJU Skömmu siðar sá Karin konu, gráhærða og smávaxna, sem veifaði henni út stiganum og bað hana að koma upp á efri hæðina. Við hin sáum auðvitaö ekkert, en samkvæmt upplýsingum hús- freyjunnar er það reyndar á efri hæðinni, sem reimleikarnir hafa verið mestir. Karin sagði, að viö skyldum flytja okkur upp. Hún lýsti konunni og sagöi, að hún væri klædd i dökkbrúnan, ökklasfðan kjól og væri mjög vin- gjarnleg á svipinn. Konan trúði Karin fyrir þvi, að hún hefði faliö bankabækur og peningaseðla i fataskápum og eldhúsinu. Þaö kom heim og saman viö það, sem tengdadóttirin taldi sig hafa heyrt, — „bakvið”. — Já, sagði Karin. — En hún talar einnig um eitthvað, sem sé múrað inni og enginn geti nálgazt lengur. Hún segir, að éitthvað sé lengst inni, eitthvað, sem hún vill fá. Húsfreyjan staðfesti, að jarö- hýsið i skóginum bak við húsið hefði fallið saman, og að þau þau hefðu lokað þvi áriö 1956, þegar þau komu til sumarbústaðarins, svo að börnin léku sér þar ekki. Enginn hafði nokkurn tima komið alla leið inn i hiö fimm metra djúpa jarðhýsi. — Þar inni er eitthv^ð, sagði Karin. — Konan hefur sagt mér Framhald á bls. 43 34. TBL. VIKAN 17

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.