Vikan

Útgáva

Vikan - 23.08.1973, Síða 20

Vikan - 23.08.1973, Síða 20
Sumarsaga þér sælir”. Og bæði var Georg viss að þekkja andlitið og auk þess tók mál- rómurinn af allan vafa, þvi að engar tvær raddir gátu verið svona alveg eins ;r— hikandi, ofurlitið kverkmæltar, en -lausar við útlenzkuhreim. Þetta var einkennileg rödd manns, sem hafði orðið fyrir alvarlegu áfalli á radd- böndin. f þéttskipuðum salnum og kliðnum af mannamáli, horfðu litlu augun á breiða andlitinu á Georg. Húsbóndinn var að kynna. — Georg Young er Bandarikjamaður hr. Surtees. Hann er hér að leggja járnbrautina frá verksmiðjunni inn á skógarsvæðin. — Já, vitanlega, sagði maðurinn, Og svo fór húsbóndinn að sinna einhverjum öðrum og Georg stóð með hálftæmt glasið i hendinni og reyndi að finna Mary i gestahópnum. Hann hlýtur að hafa verið fölur þegar hann loks fann konuna sina, þvi að hún horfði á hann með kviðasvip og varð næstum enn óró- legri, þegar hann sagði snöggt: — Við skulum koma okkur burt héðan. Það reyndist sæmilega auðvelt, vegna fólksfjöldans, sem þarna var saman kominn. Þau fóru út og gengu eftir nýlögðu gotunni, þar sem öll húsin voru álika ný og glæsileg og hitt, sem þau voru að koma úr. Allt þarna i Northbank var nýtt, allt frá verk- smiðjunni og bryggjunum niðri á bakkanum á breiðu vikinni, til ibúðar- húsanna, sem teygðu sig upp eftir brekkunni og urðu þvi stærri og glæsi- legri, þvi lengra sem upp eftir dró. Northbank var byggt á vegum Félagsins og eign Félagsins — ný borg, sem hafði skotið þarna upp úr auðninni á tæpu ári. Georg svaraði engu fyrr en þau voru komin inn i setustofuna i glænýja húsinu Hann var alveg hárviss um, að þetta væri sami maðurinn. Timalengdin skipti engu máli. Nú horfði hann i augu morð- ingjans... þeirra. Þetta var hús i betra lagi, eins og lika við átti fyrir verkfræðing, sem var að leggja járnbraut fyrir North- bankfélagið, og það hafði verið honum ætlað, samkvæmt hinu stranga borgar- skipulagi, en það hafði Alkis Warner, maðurinn sem átti borgina með öllu saman, sjálfur samið. Nú sagði Georg: — Við skulum fá okkur eitt glas. Og þegar Mary hristi höfuðið, sagði hann. — Jú, okkur veitir ekki af þvi. Ég þarf að segja þér dálitið. Hann hellti i tvö glös og bar annað yfir að sófanum, þar sem hún hafði setzt. Hún var falleg stúlka og hann var hreykinn af henni. Þau voru búin að vera gift i tæpa sex mánuði, og honum hafði oft dottið i hug, að það hefði verið hæpið af sér að uppræta hana svona úr San Francisco og fara með hana á jafn afskekktan stað og Northbank var. Og nú þurfti hann að segja henni nokkuð, sem hafði aldrei áður borið á góma. — Ég hitti mann þarna i sam- kvæminu, sagði hann dræmt. — Mann sem kallar sig Surtees, og reyndar getur það vel verið hans rétta nafn, þó að ég viti það ekki. En hitt veit ég, að hann er morðingi, og var aldrei tekinn fastur fyrir morðið, sem hann framdi. Mary starði á Georg. Eftir litla þögn sagði hún: — Ert þú i einhverju sam- bandi við þennan mann. Georg? — Ég var tekinn fastur fyrir þetta morð.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.