Vikan

Tölublað

Vikan - 23.08.1973, Blaðsíða 22

Vikan - 23.08.1973, Blaðsíða 22
Sumarsaga lega. —Þú hefðir sagt mér það áður en lyki. Þetta var fyrir fimmtán árum. Þig hefði ekki getað órað fyrir þessu. Varirnar á honum voru orðnar þurrar. — Þú verður að komast burt héðan frá Northbank, sagði hann snöggt. — Það fér vél i fyrramálið. Mary hristi höfuðið. En hann sat við sinn keip. — Ég veit aldrei upp á hverju þessi Surtees kann að taka. Jafnvel getur verið hættulegt að vera hjá mér hérna i húsinu. Skilurðu það ekki? Hann er morðingi og hefur gengið laus i fimmtán ár. Georg stóð upp aftur. — Og hvað get ég gert? Get ég sent skeyti til Scotland Yard? Mundi mér verða trúað? Georg gekk út að glugganum og horfði yfir húsaþökin neðar i brekkunni og yfir bláa vikina til fjallanna. Til hægri handar, handan við nesið var opinn sjórinn. — Georg! heyrði Mary segja — Já, svaraði hann án þess að snúa sér við. — Ég var ekki búinn að segja þér það, en það kom hingað lögreglumaður seinnipartinn i dag. Georg sneri sér snöggt við og sinarnar i hálsi hans voru þandar og andlitið með furðusvip. Hann starði á Mary„ sem hafði ekki hreyft sig úr sófanum. — Lögreglumaður? Hvað var hann •að vilja? Hún svaraði rólega. — Hann þurfti að tala við þig. Hann var borgaraklæddur, en hann sagðist vera úr riddara- lögreglunni, og héti Wilson liðþjálfi. Hann var mjög kurteis og vingjarn- legur. Bað bara um að fá að tala við þig, en þegar ég sagði honum, að þú værir i tjaldstaðnum, sagði hann, að hann mundi sennilega rekast á þig seinna. — Og útskýrði hann þetta ekkert nánar? Mary hristi höfuðið, Hann var órólegur og ætlaði að fara að segja eitthvað, en hún greip fram i fyrir honum. — Ég held, að það sé bill að stanza hérna fyrir utan. Hann þekkti manninn, sem var að hjálpa konu út úr bilnum, og hann stirðnaði upp. Maðurinn var Surtees. Stór maður, vel búinn og næstum laglegur, með litil leiftrandi augu, sem virtust mest áberandi i öllu útliti hans. Gráhærða konan, sem með honum var, var snotur og velbúin. Hún var eldri en Surtees og þegar þau vóru út úr bilnum gekk hún á undan einbeitt en þokkafull. — Þetta er maðurinn, flýtti'Georg sér að segja. Mary opnaði dyrnar og konan sagði, með breitt bros og óðamála — Komið þér sælar. Þér eruð náttúr- lega frú Young? Ég saknaði yðar úr samkvæminu, en ég legg áherzlu á að kynnast öllum, sem koma til North- bank. Ég er frú Surtees. — Þetta er maðurinn minn, sagði Mary lágt. — Gerið svo vel að koma inn. Konan heilsaði Georg og sagði siðan, næstum um öxl sér: — Þið herrarnir hafið hitzt, býst ég við. — Já, sagði maðurinn og kinkaði svo kolli til Mary. — Komið þér sælar, frú Young. Þegar Mary bauð þeim drykk, sagði gráhærðan konan: — Nei, þakka yður fyrir. Sannast að segja, þá duttum við inn, rétt til þess að bjóða ykkur að heimsækja okkur. A morgun er laugar- dagur, og okkur datt i hug, að þið gætuð

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.