Vikan

Issue

Vikan - 23.08.1973, Page 28

Vikan - 23.08.1973, Page 28
Sumarsaga spitala. Læknirinn segir, að enn geti hann átt einhverja von. — Hver skildi hliðarsporið eftir opið? — Það er nú sú mikla spurning, sagði brakandi röddin. — Vinnulestin okkar fór þarna um, ekki meira en stundar- fjórðungi áður en Indiáninn fann hr. Hendricks. Þá var ekkert við skipt- inguna að athuga, enda komst lestin leiðar sinnar og snerti ekki við henni. Og mennirnir okkar segja, að hliðar- sporið hafi ekki verið nema hálfopið, en þó nægilega til þess að leiða skjökt- vagninn afvega. Það hlýtur einhver að hafa fiktað við það. — Gott og vel sagði Georg og röddin var eitthvað einkennileg. —r Ég skal koma uppeftir undir eins og ég get. Georg sá Wilson liðþjálfa standa i opnum dyrunum. Hann sagði: — Ef Hendricks deyr, þá er þetta morð. — Haldið áfram, sagði lögreglumað- urinn. — Ef komið er eftir veginum frá veiðihúsi Warners, er auðvelt að komast að sporskiptium. Þá er hægt að opna hann, rétt ofurlitið, en nóg til þess, að maður sem kemur á skjöktvagni á 40 milna hraða getur alls ekki séð það. — Andartak! sagði Wilson. — Eigið þér við Surtees? Eruð þér að reyna að segja, að hann hafi reynt að drapa þennan Hendricks. — Nei, ekki Hendricks, heldur mig. Georg sló hnefanum i hinn lófann. —Mikill asni hef ég verið, sagði hann, eins og við sjálfan sig. — Surtees ætlaði sér aldrei að semja neitt við mig. Hann vildi láta mig telja mig öruggan ef ég Að eiga heima i Nortbank var samasem að vinna hjá Wamer. Hann átti verksmiðjuna, bæinn og allt, sem i honum var... heldi mér saman. En hann hélt, að ég þegði bezt dauður. Þegar Georg sá svipinn á lögreglu- manninum, bætti hann við: — Þetta getur allt komið heim og saman, liðþjálfi. Hlustið þér nú á. Á hverjum morgni væri hægt að setja klukkuna sina eftir timanum, sem ég fer héðan. Kl. 7.45. Ef þér stæð- uð annaðhvort á linunni eða veginum að veiðihúsi Warners, gætuð þér séð, þegar skjöktvagninn minn kemur. Og þér munduð geta þekkt mig af þvi að ég er i bláum yfirfrakka. Þetta gæti ekki brugðizt. Nema hvað það gerði það i morgun. Þá sendi ég Hendricks i stað- inn fyrir mig og léði honum bláa frakkann minn. Skiljið þér nú? — Kannski getið þér fengið vit út úr þvi.... Georg bölvaði. — Þér eigið við, að þetta sé imyndun ein hjá mér? Væruð þér járnbrautarmaður, munduð þér vita, að þetta slys var engin tilviljun. En ég get ekki sannað það, eða hvað? Svo sannarlega skal ég... Hann gekk i áttina að dyrunum, sem voru opnar. En hann var ekki kominn nema tvö skref, þegar sterk hönd greip i handlegg hans og hann stóð og horfði i hörkuleg augu lögreglumannsins. — Rólegur nú! sagði Wilson hvasst. — Segjum, að ég trúi yður. Allri sögunni. Hafi Surtees reynt að drepa yður og mistekizt það, hlýtur hann nú að vera viti sinu fjær. Og þér vinnið ekkert með þvi að láta kála yður. Haldið yður sem lengst frá honum og svo konunni

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.